Halló! þeir hækkuðu aftur - líterinn kostar 186,80 kr.

Það var vitað mál að nú færu þeir að hækka bensínið vegna hækkunar á "heimsmarkaðsverði". Ég var búin að sjá þessa hækkun - enda fylgist ég með verðinu á olíunni (linkur hér til hægri)

Olís var fyrst að hækka - hækkaði um 4 kr. Svo kom N1 sem hækkaði strax um 5 kall - þá gátu Olísmenn ekki verið með lægra bensínverð og hækkuðu um 1 kr. til viðbótar. Shell á eftir að hækka - gera það pottþétt líka.

Merkilegast við þetta er að á sama degi hækka allir risarnir og um sömu krónutölu. Er þetta samkeppni. Nei ekki að mínu viti. Það er líka merkilegt að allri risarnir sjá ástæðu til þess að borga símum forstjórum meira en 2 milljónir á mánuði í laun.

Það er margt merkilegt í þessum bransa. OB auglýsir og auglýsir 2 kr. lækkun og það sem meira er 5 kall í lækkun per lítra í fyrsta skipti. Það gera 250 kr á 50 lítra tank - þvílíkur sparnaður - heilar 250 krónur.

Ef ég keyri 20,000 km á ári - bíllinn eyðir 10 lítrum á 100 km þá kaupi ég 2,000 lítra á ári. Samtals spara ég því 4,000 kr. á ári með því að nota einhvern dælulykil. Það er auðvitað 4,000 kall en mér finnst þetta ekki nóg.

Annars get ég endalaust æst mig yfir þessum olíufélögum - skil ekki hvað þau komast upp með!


mbl.is Olís hækkar eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullna hliðið !

Gullna hliðið er á Álftanesi og er veitingahús - ef einhver skildi ekki vita það. Enginn Lykla-Pétur, bara Bogi. 

Þarna er held ég sá albesti matursem ég hef smakkað. Ég á bara ekki orð að lýsa þessum mat, fólk verður bara að fara og smakka. Þjónustan frábær og allt eitthvað svo krúttlegt, diskarnir og allt skrautið er svo flott en samt ekki " too much"

Nú verð ég allavega að fara í "Asian market" og kaupa engifer; einhvern engifer sem ég man ekki hvað heitir, vona bara að ég þekki nafnið þegar ég heyri það. Langar mest að bjóðast til að hjálpa kokkinum - kannski tvö kvöld og læra eitthvað af henni - þvílíkur lystakokkur.

Allavega fórum við saman rúmlega 20 af skurðstofunni og áttum saman frábært kvöld - enda bara skemmtilegt fólk sem vinnur á skurðstofu LSH.

Hafið það gott allesammen það sem eftir lifir helgar Heart Kissing


Vona að eitthvað verði eftir fyrir mig ef......

.........  mér verður sagt upp á næsta ári. Þá á að segja upp 450 - 500 manns á LSH og ég get verið í þeim hóp eins og hver annar. Samt trúir maður því ekki. Ég trúi ekki að það eigi að leggja á hliðina allt það sem byggt hefur verið upp á LSH og skerða eigi þjónustu svona mikið.

En eitt er ég samt ánægð með - það er viðurkennt að þjónustan skerðist. Lengi hefur verið talað um að þjónustan eigi ekki að skerðast en nú er ekki hægt lengur að fara í felur með það. 

Mér finnst einnig mjög nauðsynlegt að spítalinn eigi að skilgreina hvaða þjónusta verður í boði - og hvað ekki.

Á morgun ætlar framkvæmdastjóri hitta okkur á minni deild ásamt mannauðsráðgjafa. Ég er með margar spurningar til þeirra - en þorir maður að spyrja spurninga? Þorir maður að segja sitt álit? Fer maður þá kannski efst á uppsagnarlistann?

Ef ég fæ að vita hvað mannauðsráðgjafi er og hvað hann gerir á LSH, þá segi ég ykkur, þ.e. ef ég þori að spyrja.

 


mbl.is 25 milljarðar í atvinnuleysisbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bók-hveiti.....

.... allt er nú til - bókhveitinúðlur - smakkaði þær í kvöld - það var Nings í matinn. "Bókhveiti núðlur innihalda mikið að trefjum og góðum snefilefnum og vítamínum" segir á nings.is. Þar er líka sagt frá fleiri tegundum og nú vill ég smakka þær allar.

"Konnyaku núðlur er heilsusprengja frá Japan" segja meira að segja að þetta sé Guðs gjöf - ég legg nú ekki meira á ykkur í bili. Jú annars

"Green tea núðlur eru unnar úr bókhveiti sem hefur verið bætt með dufti úr grænu tei" og þakka t.d. Japanir græna teinu langlífi sitt.

Mín ætlar í "heilsubúð" eftir helgi að versla.

Þessi færsla er í boði Nings Wink

Annars var minn dagur mjög góður, fór út að ganga (klukkustundarganga) og hitti hestana á Grund, krumma í fjörunni, trukkabílstjóra fyrir aftan Sjávargötu og mann með hund. Þegar ég kom heim þá heilsaði hann mér hann Keli í næsta húsi - var samt ekki ánægður með mig og ég vona bara að lyktin af stóra hundinum sem ég heilsaði áður hafi verið orsökin. Sat svo undir svölunum í sólinni og prjónaði á meðan feðgarnir fóru með bílinn minn og settu vetrardekkin undir. þeir eru svo góðir við mig þessir feðgar enda hef ég alltaf verið þakklát fyrir þá.

Nonni uppáhaldsbróðir og Guðrún kona hans ásamt mömmu komu og borðuðu með okkur Nings - sem klikkar aldrei. Auðvitað var grænt te með - við ætlum öll að verða langlíf, eða þannig sko.

Njótum augnabliksins og verum góð við hvert annað  HeartKissing

 


að byggja upp eða að brjóta niður ....

Klukkan er eitt eftir hádegi þegar ég leggst uppí sófa og hugsa; ÓMG ég nenni engu - ætla aðeins að leggja mig. Þar sem ég ligg þá hvarflar hugurinn að þvottavélinni - skildi hún vera búin að þvo? Ætti kannski að hengja uppúr henni áður en ég legg mig?

Biddu nú við hugsa ég - ég hef nú eitthvað gert í morgun fyrst þvottavélin er í gangi. Fór yfir í huganum hvað ég hafði verið að gera um morguninn og það var bara slatti.

Eldaði mér hafragraut með rúsinum, prjónaði lopahúfuna fyrir Craig, sem ég var búin að fytja uppá, gekk frá endum og þvoði hana, þvoði klósettið á neðrihæðinni, tók handklæðin niður af snúrunni, braut saman og gekk frá þeim, þvoði eina stóra og hengdi upp og setti í aðra, tók eftir hvað útidyrahurðin var orðin grá - skellti tekkolíu á hana (þetta er tekkhurð) og fyrst ég var komin með olíuna þá skellti ég henni líka á borðið undir svölunum. Að lokum eldaði ég mér gurmé grænmetisrétt í hádeginu; grasker, gulrætur, zucchini og sveppi í niðursoðinni kókosmjólk og kryddi.  

Ég var sem sagt södd eftir hádegismatinn þegar ég lagðist uppí sófa, búin að öllu þessu - fyrir utan að horfa á Bold and the beautiful, lesa moggann, senda tölvupósta og lesa póstinn minn, fá mér kaffi og .... , borða mandarínu ......... 

Einu sinni var mér sagt að maður hefur val um tvennt:

að byggja upp - eða að brjóta niður

en einhvernvegin er ég meira í þessu seinna, þótt mig langi að vera í þessu fyrra.

En ég lagði mig í klukkutíma - og byggði mig upp !!


er að deyja úr hungri ............ sá fimmtugi er að elda............

.......... nautakjöt í tortilla kökum, en þar sem ég er lítið fyrir nautakjöt þá er ég búin að skera niður grænmeti fyrir mig. Feðgarnir á heimilinu eru KJÖTÆTUR og borða mjög lítið grænmeti. Þegar ég geri gúrme grænmetisrétti þá hef ég þá algjörlega...

Sumir eru Quizzandi út í eitt !

Ég hef aldrei skilið þetta quiz - hvað maður heitir á japönsku, hvenær maður deyr, hvaða eðalsteinn maður er ............. og ég veit ekki hvað og hvað. já eitt enn - hvað foreldrar mínir hefðu átt að skíra mig ??? Til hvers ?? ´ Þvílíkt bull. Og í...

Langar þig að syngja?

Það er bara gaman að vera í kvennakór - alla vega finnst mér það og okkur sem erum í Kvennakór Hafnarfjarðar. Skráning nýrra kórfélaga verður í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á miðvikudag 2. sept kl 18,00 - 19,00 og fimmtudag 3. sept kl. 18,30 - 19,30...

Bara létt ganga og ekkert príl.......

og ég ákvað að fara með þeim, Grétu, Þorbjörgu og Birnu - fjallageitunum. Lagt var af stað Ketilstíg uppað Arnarvatni en þar var beygt af Ketilstígnum og haldið hringinn í kringum vatnið. Þar eru Hattur og Hetta og fleiri "fjöll" en þessi fjöll eru bara...

Geitungar í höfuðborginni !!

Einhvernvegin hafa geitungar alveg farið fram hjá mér undanfarin ár. Eiginlega hef ég ekki þekkt þá í sjón almennilega - þar til í dag. Skrapp í miðbæinn í dag með móður minni og settumst niður á Jómfrúnni. Fljótlega varð ég var við þessi kvikindi -...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband