Halló! þeir hækkuðu aftur - líterinn kostar 186,80 kr.

Það var vitað mál að nú færu þeir að hækka bensínið vegna hækkunar á "heimsmarkaðsverði". Ég var búin að sjá þessa hækkun - enda fylgist ég með verðinu á olíunni (linkur hér til hægri)

Olís var fyrst að hækka - hækkaði um 4 kr. Svo kom N1 sem hækkaði strax um 5 kall - þá gátu Olísmenn ekki verið með lægra bensínverð og hækkuðu um 1 kr. til viðbótar. Shell á eftir að hækka - gera það pottþétt líka.

Merkilegast við þetta er að á sama degi hækka allir risarnir og um sömu krónutölu. Er þetta samkeppni. Nei ekki að mínu viti. Það er líka merkilegt að allri risarnir sjá ástæðu til þess að borga símum forstjórum meira en 2 milljónir á mánuði í laun.

Það er margt merkilegt í þessum bransa. OB auglýsir og auglýsir 2 kr. lækkun og það sem meira er 5 kall í lækkun per lítra í fyrsta skipti. Það gera 250 kr á 50 lítra tank - þvílíkur sparnaður - heilar 250 krónur.

Ef ég keyri 20,000 km á ári - bíllinn eyðir 10 lítrum á 100 km þá kaupi ég 2,000 lítra á ári. Samtals spara ég því 4,000 kr. á ári með því að nota einhvern dælulykil. Það er auðvitað 4,000 kall en mér finnst þetta ekki nóg.

Annars get ég endalaust æst mig yfir þessum olíufélögum - skil ekki hvað þau komast upp með!


mbl.is Olís hækkar eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er allt ein fjan... hringavitleysa.  Kær kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2009 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband