Geitungar í höfuðborginni !!

Einhvernvegin hafa geitungar alveg farið fram hjá mér undanfarin ár. Eiginlega hef ég ekki þekkt þá í sjón almennilega - þar til í dag. 

Skrapp í miðbæinn í dag með móður minni og settumst niður á Jómfrúnni. Fljótlega varð ég var við þessi kvikindi - geitunga - en þegar móðirin fékk eplasafann sem hún pantaði sér þá streymdu þeir að okkur. Þeir vilja segeitungurm sagt eplasafa blessaðir. Við borðuðum okkar dásamlega smørrebrød inni.

Aldrei klikkar Jómfúin - góð þjónusta - góður matur - viðráðanlegt verð og svo er bara boðið uppá geitunga úti.

Njótið góða veðursins og ekki gleyma "knúsi dagsins" Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég fékk einn inn um gluggann í dag, bóndinn var fljótur að reka hann út.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.8.2009 kl. 20:57

2 Smámynd: Ragnheiður

Ég hef engan séð hérna heima hjá okkur en þeir eru oft þarna beint á móti Jómfrúnni, í leigubílastæðinu ..hehe

Ragnheiður , 18.8.2009 kl. 17:27

3 Smámynd: Sigrún Óskars

sem betur fer eru þeir lítið hrifnir af götunni okkar Ragnheiður

Sigrún Óskars, 18.8.2009 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband