Bara létt ganga og ekkert príl.......

og ég ákvað að fara með þeim, Grétu, Þorbjörgu og Birnu - fjallageitunum. Lagt var af stað Ketilstíg uppað Arnarvatni en þar var beygt af Ketilstígnum og haldið hringinn í kringum vatnið. Þar eru Hattur og Hetta og fleiri "fjöll" en þessi fjöll eru bara rúmlega 300 metra há.

Gengið var upp og niður, upp og niður, prílað og prílað. Gengið á hverasvæði, hrauni, mýri, farið yfir rafmagnsgirðingar, klifrað í klettum - frekar fjölbreytt landslag þarna þótt mestur hluti sé gróðurlítill. Umhverfið er svo fallegt þarna og útsýnið til allra átta. Það var svo bjart að maður sá Eyjafjallajökul, Ingólfsfjall og ........ ég kann ekki að nefna allt.

Þegar við komum að bílnum höfðum við gengið í 4 klst og ég þorði ekki að minnast á hvað ég var þreytt - er bara ánægð að halda í við þær og að þær bjóði mér alltaf með.ketilstígur 21 ágúst 010 

Þetta er bara yndislegt að ganga svona úti í náttúrunni sérstaklega með skemmtilegum göngufélögum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Aprílrós, 22.8.2009 kl. 16:43

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Alltaf fallegt af unga fólkinu að leyfa okkur "gamlingjunum" að fljóta með í ferðum....sumarkveðjur til þín, kollega.

Sigríður Sigurðardóttir, 22.8.2009 kl. 22:06

3 Smámynd: Sigrún Óskars

kollega - þær eru að vísu á sama aldri og ég fjallageiturnar - en í allt öðru formi - ég er eins og "gamlingi" þegar verið er að rjúka uppá fjöllin.

Sigrún Óskars, 23.8.2009 kl. 10:55

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dugleg.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.8.2009 kl. 13:59

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Vá rosalega ertu dugleg.  Ég skil þetta ekki, hversvegna við erum ekki bloggvinkonur.  Ég reyndi allavega að bæta þér við aftur, ég veit ekki hvað gerðist. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 25.8.2009 kl. 01:25

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Jóna - við eru aftur orðnar bloggvinkonur

Sigrún Óskars, 25.8.2009 kl. 08:27

7 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Þú ert greinilega upprennandi fjallageit :-) Bestu kveðjur úr Eyjafirðinum.

Guðrún Una Jónsdóttir, 29.8.2009 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband