Færsluflokkur: Ferðalög

App fyrir ferðamenn

Þvílík snilld sem þetta snjallsíma-forrit er og ættu allir sem ganga á fjöll að ná sér í svona. 

Þetta er ókeypis og það er auðvelt að sækja þetta:

http://www.112.is/forsidu-frettir/nr/551

Mínir menn er með þetta í sínum símum - en þar sem þeir eru "tækjaóðir" menn þá eru þeir líka með GPS tæki, svo ég er nokkurn vegin örugg með þá Smile

 

Góða helgi alle sammen Grin


"auðveld" ganga á Esjuna

Auðveld gangaÉg fór í fyrsta sinn upp að Steini í dag, sem á að vera auðveld ganga samkvæmt skiltunum sem eru við göngustíginn. Mér fannst þetta ekki auðvelt, enda labba ég mest á jafnsléttu hérna á Álftanesinu.

Eftir þessa Esjugöngu er Helgafell "rúmlega hóll" - Mosfell og Úlfarsfell eru bara "hólar".

Í næstu viku er ég að fara í þýsku alpana að ganga - en það eru "auðveldar" göngur og mjög spennandi. Verð á fínu skíðahóteli með sauna og alles. Þetta er ferð fyrir fólk sem er "heilbrigt og getur hreyft sig" samkvæmt auglýsingu. Fyrst ég fór upp að steini á 88 mínútum þá get ég sett mig í þennan flokk - ekki satt?

Steinninn frægi


gisting í Mýrdalnum gefin upp í evrum......

....... ætli maður þurfi að borga í evrum eða hvað??

Svo kvarta þeir um "NOKKUR HUNDRUÐ MILLJÓNA TJÓN" sjá hér 

Spurning er hvort þetta séu milljónir evra eða milljónir króna ??

Og ef þeir í Mýrdalnum eru að tapa nokkur hundruð milljónum á ca 2 vikum þá hljóta þeir að græða í venjulegu árferði og borga af því skatt Blush

bara til gamans þá kostar ein nótt í Mýrdalnum fyrir einn 120 Evrur


snæfellsnes vísitasía....

völundarhús

Skarðsvík.... og ég fann nýjan stað sem ég hef ekki komið á. Skarðsvík, sem er á leiðinni á Öndverðarnes. Ljós sandur, klettar, hellir og alles - meira að segja borðstofusett til að borða nestið sitt.

Ég er búin að fara hundrað sinnum á Snæfellsnes og aldrei komið þangað - maður er alltaf að finna eitthvað nýtt.

Annað sem við fundum var völdundarhúsið á milli Djúpalónssands og Dritvíkur. Enginn veit hvað þetta er gamalt en talið er að verbúðarmenn hafi gert þetta sér til dægrastyttingar.

Það er Geocaching leikurinn sem leiðir mann á svona staði. Þetta er GPS leikur - alþjóðlegur og út um allan heim. Mjög skemmtilegur.  

 


Fólk og urriðar

 
Það var urriðaganga á Þingvöllum í gær og ég fór með mömmu minni. Ekki það að ég hafi áhuga á urriðum, en á meðan allir voru að glápa á fiskana með sérútbúin gleraugu þá horfði ég á fólkið. Það finnst mér gaman - að glápa á fólk - það er svo margbreytilegt. 
Litirnir eru svo auðvitað augnakonfekt þessa daganna, þótt rauði liturinn er að mestu farinn.
 
Eftir gönguna skellti móðir mín bakkelsinu uppá steinaborð, sem þarna var, setti tvo stóla við og bauð til veislu. Hjónabandssælan hennar er "unaður" með kókos og einhverju sem gerir hana ómótstæðilega - og svo grófu bollurnar hennar sem hún setur hnetur í og gerir þær líka ómótstæðilegar. 
 
Þingvellir
 
 
 
Þingvellir Þingvellir   

pílagrímsför á Snæfellsnes.....

Árlega fer ég á Snæfellsnesið - það er svo fallegt þar og maður kemur endurnærður til baka. 

Fyrst er farið að bænum Ölkelda, en þar fær maður sér ölkelduvatn úr krananum, sem ábúendur hafa komið upp og er opið almenningi. Ölkelduvatn er öðruvísi á bragðið en venjulegt vatn og þykir mjög hollt. (ég gleymdi að taka mynd af krananum)

Steinafjaran mín við Langaholt er næsta stopp en þar eru fallegir steinar og magnað

öldugangur

brim. Ég get setið endalaust og horft á sjóinn. Ég get líka endalaust handfjatlað fallegu steinana og horft á kríurna. en á þessum tíma hefur maður regnhlíf með sér - tilbúin þegar krían kemur og "hneggjar" fyrir ofan hausinn á manni.

 

 

 

Kaffihúsið á Hellnum; Fjöruhúsið er besta kaffihús á Íslandi!! Kökurnar þar eru örugglega

kakan mín bakaðar af kærleik því þær innihalda kærleikskaloríur og maður fitnar ekki af þeim.  Svo spillir umhverfið ekki. Gulrótarkakan er guðdómleg.

 

 

 

Djúpalónssandur er magnaður staður - brim og steinar. Lukkusteinarnir mínir finnast akkúrat þar; litlir sléttir ávalir steinar - og auðvitað setti ég nokkra í vasann.

ég að skoða
 steina

 

samlokan  mín

Svona dagsferð er svo skemmtileg, borða nestið við "borðstofuborðin" sem eru mjög víða. Ég er bara með gott nesti á svona ferðum, skinka- ostur-spínat og snakk á samlokuna. Prófið einhvern tímann að setja snakk (t.d. pringles) á samlokuna - það er æðislega gott.

 

Nú er maður endurnærður eftir svona ferð og tilbúin í "vinnuharkið" !! Það er endalaus orka á Snæfellsnesinu - nóg fyrir alla sem vilja. 


Var að hugsa um sumarbústaðaferð um páskana en ....... sorrý, ég borga ekki svona mikið fyrir sumarbústaðaleigu .......

Við sendum fyrirspurn hvað kostaði að vera í litlum krúttlegum bústað með heitum potti yfir páskana. Jú svarið kom............ 15.000 sólarhringurinn = 75.000 yfir páskana.

Er þetta eðlilegt??

Núna skil ég af hverju er rifist um sumarbústaði stéttarfélaganna - en páskarnir kosta 21.000 kr. með heitum potti og alles. (stærri bústaður)

Verð bara heima og græði helling

Eigið góða viku og verum góð við hvort annað. Brosum, hrósum og leikum okkur.


Bara létt ganga og ekkert príl.......

og ég ákvað að fara með þeim, Grétu, Þorbjörgu og Birnu - fjallageitunum. Lagt var af stað Ketilstíg uppað Arnarvatni en þar var beygt af Ketilstígnum og haldið hringinn í kringum vatnið. Þar eru Hattur og Hetta og fleiri "fjöll" en þessi fjöll eru bara rúmlega 300 metra há.

Gengið var upp og niður, upp og niður, prílað og prílað. Gengið á hverasvæði, hrauni, mýri, farið yfir rafmagnsgirðingar, klifrað í klettum - frekar fjölbreytt landslag þarna þótt mestur hluti sé gróðurlítill. Umhverfið er svo fallegt þarna og útsýnið til allra átta. Það var svo bjart að maður sá Eyjafjallajökul, Ingólfsfjall og ........ ég kann ekki að nefna allt.

Þegar við komum að bílnum höfðum við gengið í 4 klst og ég þorði ekki að minnast á hvað ég var þreytt - er bara ánægð að halda í við þær og að þær bjóði mér alltaf með.ketilstígur 21 ágúst 010 

Þetta er bara yndislegt að ganga svona úti í náttúrunni sérstaklega með skemmtilegum göngufélögum.

 


Það sem maður lætur hafa sig út í ......

Í gær var ég úti í garði að vesenast þegar síminn hringdi. Það var Gréta vinkona............hæ, hvað segir þú .............við Þorbjörg ætlum í fjallgöngu................. ertu með.............?? Þar sem ég fór nú á Mosfell 2 dögum áður ákvað ég bara að skella mér................ já ég kem svara ég ............... fínt segir Gréta............... sjáumst á planinu kl.......... við ætlum á .............. Móskarðshnjúka.............. bæ bæ.

Ég ákvað að hætta garðvinnunni og undirbúa fjallgönguna, þetta fjall er víst eitthvað hærra en Mosfellið. Lopapeysan, regnjakkinn, djús í flösku, samloka, hnetur og rúsínur í poka - allt að verða klárt.

Þegar við komum að Skarðsá, þar sem gangan byrjar, reimum við á okkur skóna og setjum pokana á bakið. Þær fjallageiturnar með smá poka en ég með útbúnað fyrir FJALLGÖNGU. Til að gera langa sögu stutta þá var ég svo heppin að þær þurftu held ég þrisvar að taka myndir á leiðinni upp og einu sinni að pissa - svo ég gat smá kastað mæðinni. Ég hélt á tímabili að ég mundi ekki hafa þetta - þorði ekki að kíkja á símann hvort GSM samband væri ef hjartað færi út úr brjóstkassanum eins og allt útlit var fyrir. En einhvernveginn þokaðist þetta og á toppinn komst ég.

Þegar á toppinn var komið þá hvarf öll þreyta - þvílíkt útsýni og þvílíkur áfangi og þvílík gleði.móbergshnjúkar 013

Sveitt, þreytt og ánægð með þær stöllur að láta sér detta í hug að bjóða mér með var haldið heim. Í freyðibaði og með sérrýglasið hvarf þreytan og mín sofnaði eins og engill.

Hvert dettur þeim svo næst í hug að fara?? 


Ég fór í alvörunni uppá fjall !!

Ég sem geng bara á jafnsléttu því Álftanesið er allt lárétt og ég geng ekki út fyrir það. En heppnin var með mér í gær og ég fór með 3 skemmtilegum fjallageitum uppá Mosfell. Já ég veit að fjallið nær ekki 300 metrum en það er fjall engu að síður.

Veðrið var gott, fyrir utan smá rok, gott útsýni yfir höfuðborgina og í allar áttir. Þessar fjallageitur hafa gengið uppá hvert fjallið á fætur öðru, með fjallabók í hanskahólfinu, sem þær merkja í.

mosfell, kýrgilmosfellmosfell 31.júlí 010En útiveran og góður félagsskapur er stórt atriði og ég skemmti mér vel.

Þegar komið var heim, þá var sá fimmtugi að grilla - unglingurinn, Nonni bróðir og mamma öll að gera klárt svo við Gréta gengum eiginlega beint að þessu frábæra matarborði.

Ís með sýrópi og rjóma í eftirmat  - þarf einhver að passa línurnar Halo - nei ekki sú sem fær sér svo bláberjagraut með rjóma í morgunmat Wink


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband