............ eða hvað?? Nú ætla ég að kaupa B-vítamín fyrst það gæti "mögulega" komið í veg fyrir að maður versni . Svo get ég farið að drekka meiri bjór - er hann ekki svo B-vítamínríkur??
og saðsamur, þannig að ég grennist líka
Ég er í góðum málum trallalla la
Nei Alzheimer er ekkert grín - þetta er skelfilegur sjúkdómur og vona ég að hann banki ekki uppá í mínum húsum.
![]() |
B-vítamín draga úr heilahrörnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heilbrigðismál | Fimmtudagur, 9. september 2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
...... nema mitt er ca 100 árum yngra. Mitt píanó er frá Hornung og Möller eins og stendur á skildinum sem er framan á píanóinu. Á safninu á Eyrarbakka er alveg eins píanó og mitt nema bara miklu minna - það er eins og það sé small en mitt large.
Svona píanó kallast líka taffel piano - en í þessum hljóðfærum þá liggja strengirnir lárétt en í "venjulegum píanóum" þá standa strengirnir lóðrétt.
(ég held að square nafnið sé enska en taffel danska).
![]() |
Fékk gefins píanó frá 1785 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Laugardagur, 4. september 2010 (breytt kl. 11:28) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)

Það er einn hlutur á heimilinu sem ræður því hvernig mér líður ......... eða réttara sagt ég læt þennan hlut ráða því.
Í morgun steig ég á þennan örlaga-hlut og "BING" dagurinn er ónýtur.
Mér finnst samt svolítið hallærislegt að láta þetta hafa svona áhrif á sig - en tvö og hálft kíló í yfirvigt er of mikið finnst mér og mér líður eins og heimurinn sé að farast. Lít sem snöggvast í spegilinn og sé hvað hárið er eitthvað ömurlegt, svo fínlegt og asnalegt, húðin framan í mér er sko alveg..............hvaða pokar eru þetta???
Ég er náttúrulega ekki í lagi !!
Mitt í þessum hugarórum þá reyni ég að hugsa eitthvað jákvætt - ég er jú bara venjuleg kona.
Ég á fínan kall sem er búin að vera með mér í yfir þrjá áratugi, börnin mín eru bæði í góðum málum og ég er svo stolt af þeim. Ég er í vinnu, á hús og bíl (bíla) og allt af öllu. Svo kann ég ýmislegt fyrir mér og hef skemmtileg áhugamál, sem ég get sinnt þrátt fyrir vigtina
Auðvitað á maður að vera ánægður með sig eins og maður er - en þessi auka kíló þurfa samt að fara og ég kann sko alveg aðferðina; borða minna-hreyfa sig meira.
Maður er bara það sem maður hugsar
think thin (don´t feel fat).
Dægurmál | Fimmtudagur, 26. ágúst 2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
.... til að geta sektað mig ?? eða eru það bara orð gegn orði ??
Kvöld eitt í apríl var ég á rauðu ljósi á Laugarvegi í bíl mínum og hélt á símanum mínum. Lögreglan stoppaði mig og sagði mig hafa verið að tala í símann undir stýri "beint fyrir framan nefið á þeim" (orðrétt eftir þeim haft).
Þrír lögreglumenn létum mig leggja bíl mínum og tóku mig með sér í sinn bíl og lásu mér pistilinn. Ég sagði þeim að ég hafi ekki verið að tala í símann en þeir trúðu mér ekki.Skrifuðu þeir skýrsluna og létu mig skrifa undir. Tekið skal fram að ég var "nett" stressuð enda ekki vön að vera "hirt" af löggunni.
Það næsta sem ég veit er að í heimabankann minn kemur reikningur frá þeim, sem ég hef ekki borgað ennþá - örugglega dómsátt. Í gær fæ ég svo bréf frá þeim - einskonar ítrekun.
Samkvæmt Vodafon (símafyrirtækið mitt) hringdi ég ekkert á þessum tíma sem gefinn er upp í bréfinu en þótt við búum á tölvuöld þá get ég ekki fengið að vita hjá Vodafon hvort einhver hafi hringt í mig á þessum tíma - til að hafa sönnun á mínu máli gagnvart lögreglunni.
Getur lögreglan bara sektað mann án sannana? Þeir héldu eflaust að ég hafi verið að tala í símann í alvörunni og þeir voru þrír á móti mér einni.
Sektin er nú bara fimmþúsund - en ég fæ einn punkt sem ég er ósátt við.
Löggæsla | Miðvikudagur, 7. júlí 2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Árlega fer ég á Snæfellsnesið - það er svo fallegt þar og maður kemur endurnærður til baka.
Fyrst er farið að bænum Ölkelda, en þar fær maður sér ölkelduvatn úr krananum, sem ábúendur hafa komið upp og er opið almenningi. Ölkelduvatn er öðruvísi á bragðið en venjulegt vatn og þykir mjög hollt. (ég gleymdi að taka mynd af krananum)
Steinafjaran mín við Langaholt er næsta stopp en þar eru fallegir steinar og magnað
brim. Ég get setið endalaust og horft á sjóinn. Ég get líka endalaust handfjatlað fallegu steinana og horft á kríurna. en á þessum tíma hefur maður regnhlíf með sér - tilbúin þegar krían kemur og "hneggjar" fyrir ofan hausinn á manni.
Kaffihúsið á Hellnum; Fjöruhúsið er besta kaffihús á Íslandi!! Kökurnar þar eru örugglega
bakaðar af kærleik því þær innihalda kærleikskaloríur og maður fitnar ekki af þeim. Svo spillir umhverfið ekki. Gulrótarkakan er guðdómleg.
Djúpalónssandur er magnaður staður - brim og steinar. Lukkusteinarnir mínir finnast akkúrat þar; litlir sléttir ávalir steinar - og auðvitað setti ég nokkra í vasann.
Svona dagsferð er svo skemmtileg, borða nestið við "borðstofuborðin" sem eru mjög víða. Ég er bara með gott nesti á svona ferðum, skinka- ostur-spínat og snakk á samlokuna. Prófið einhvern tímann að setja snakk (t.d. pringles) á samlokuna - það er æðislega gott.
Nú er maður endurnærður eftir svona ferð og tilbúin í "vinnuharkið" !! Það er endalaus orka á Snæfellsnesinu - nóg fyrir alla sem vilja.
Ferðalög | Sunnudagur, 20. júní 2010 (breytt kl. 12:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dægurmál | Miðvikudagur, 9. júní 2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dægurmál | Miðvikudagur, 26. maí 2010 (breytt kl. 20:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dægurmál | Fimmtudagur, 20. maí 2010 (breytt kl. 14:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Lífstíll | Föstudagur, 12. mars 2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dægurmál | Fimmtudagur, 11. mars 2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
-
holmdish
-
tigercopper
-
liljabolla
-
blavatn
-
totad
-
kruttina
-
gunnagusta
-
hlini
-
christinemarie
-
skordalsbrynja
-
gudrununa
-
hross
-
vilma
-
skelfingmodur
-
jeg
-
atvinnulaus
-
saedishaf
-
athena
-
sigrunsigur
-
maggatrausta
-
elina
-
bjarkitryggva
-
bjarnihardar
-
ingahel-matur
-
curvychic
-
gattin
-
pensillinn
-
songfuglinn
-
audurproppe
-
topplistinn
-
gudrunjona
-
hamingjustundir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar