Líterinn hefur hækkað um 20 kall frá áramótum - olíuverð lækkaði í byrjun febrúar á "heimsmarkaði" en ekki á Íslandi

10 mars

Frá áramótum hefur bensínverð hækkað um 20 krónur - úr 188,20 kr í 208,20kr. 

Samt lækkaði bensínverðið um mánaðarmótin jan / febr. en ekki á Íslandi.

Í fréttinni segir að bensínverð hjá N1 sé lægra en hjá hinum - það er ekki rétt - auðvitað hækka allir sama daginn og allir með sama verð.

Það þarf að gera eitthvað í þessu - við getum ekki látið þetta yfir okkur ganga endalaust. 

  


mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var að hugsa um sumarbústaðaferð um páskana en ....... sorrý, ég borga ekki svona mikið fyrir sumarbústaðaleigu .......

Við sendum fyrirspurn hvað kostaði að vera í litlum krúttlegum bústað með heitum potti yfir páskana. Jú svarið kom............ 15.000 sólarhringurinn = 75.000 yfir páskana.

Er þetta eðlilegt??

Núna skil ég af hverju er rifist um sumarbústaði stéttarfélaganna - en páskarnir kosta 21.000 kr. með heitum potti og alles. (stærri bústaður)

Verð bara heima og græði helling

Eigið góða viku og verum góð við hvort annað. Brosum, hrósum og leikum okkur.


Hvaða bull er þetta eiginlega ?? Eða er þessi frétt bara eitthvað skrítin......

............ kannski var sá sami og þýðir stjörnuspánna að þýða úr "útlensku"

Breska samninganefndin hefur ekki umboð til að líta á hugmyndir íslendinga..... Til hvers var þá fundurinn ef bretarnir höfðu ekkert umboð? Er kannski komin tími til að "réttu bretarnir" komi til okkar á alvöru leynifund ??

Voru svo einhverjir "aðrir" bretar sem höfðu samband í afsökunartón??  Og vilja hafa leynifund - það er nú í anda ríkisstjórnarinnar, sem vill hafa Icesave málið allt í leyni, enginn má vita neitt.

Mín er sko orðin "pirrí pú" á þessu máli - fór alveg með mig að lesa svona "bull-frétt"


mbl.is Leynifundur um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá því í byrjun janúar hefur olíuverð verið að lækka "erlendis" - nú varð smá hækkun og þá stendur ekki á olíurisunum okkar.

5 febr Ég gæfi mikið fyrir að skilja verðlagningu olíufélaganna á Íslandi.

Nú í dag hækka öll þrjú félögin bensínið sitt í sömu krónutölu (og uppá sama aur), akkúrat þegar olían hefur verið að lækka - sjá mynd. Það er líka linkur hér til hliðar þar sem hægt er að fylgjast með olíuverði.

Þetta kallast ekki verðsamráð - þetta kallast samkeppni.

Það er eitthvað sem ég skil ekki og líklegast mun ég aldrei skilja þetta.

góða helgi alle sammen og gangi ykkur vel í "spar"akstrinum Wink


mbl.is Lítilsháttar hækkun á olíuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Á - listinn á Álftanesi ? Verður hann kannski ekki í framboði ?

Ég bíð spennt eftir því að sjá hvaða menn verða á listanum og hverjir ekki.

Ekkert hefur heyrst af listanum - hann er kannski bara að lognast út af??

Kannski eru einhverjir sem vilja vera með en fá ekki - og kannski eru einhverjir sem fá að vera með en vilja ekki.

Bíð bara spennt eftir fréttum ...........


Kannast einhver við að fá sér pullu.....................

.......................... með öllu?? En pullu með öllu nema hráum? Á mínu heimili fáum við okkur pullu - hvaðan kemur þetta orð eiginlega? Eða fröllurnar?? Það eru pantaðar fröllur með hamborgaranum - en ég veit að þetta orð kemur frá Hjördísi dóttur...

atvinnulausir og ellilífeyrisþegar borga það sama - en þeir sem fá minni laun en atvinnulausir - vinna á lágmarkslaunum ??

Þetta er algjört óréttlæti !! Ég er að tala um lágmarkslaun sem sumir þurfa að þiggja, en væru betur settir á atvinnuleysisbótum. Ég er ekki á móti atvinnuleysisbótum - langt frá því, en það er eitthvað að þegar maður "hefur það betra" á bótum en að...

Amerísk rannsókn komst að því að þeir sem fara að sofa eftir miðnætti fá minni svefn en þeir sem sofna fyrir kl. 22

Vísindagreinar Moggans eru hreint ótrúlegar og auðvitað kvittar enginn blaðamaður undir þetta, ekki frekar en aðrar "fréttir". En Mogginn er sem sagt að fræða okkur um þessa rannsókn og orðrétt segir: "að skortur á svefni sé áhættuþáttur í þinglyndi"...

nú árið er liðið í aldanna skaut.....

..... og aldrei það kemur til baka. Gleðilegt ár alle sammen og takk fyrir öll samskiptin á árinu sem er að líða. Ég varð fimmtug þann 29. des og auðvitað var skálað af því tilefni enda hef ég aldrei verið eins gömul og reyndar hef ég heldur ekki verið...

Falleg tónlist getur algjörlega bjargað manni.........

................... þegar maður er að fara á límingunum. Það er að komast mynd á eldhúsið mitt - þetta er allt að koma - en ég er að fara á límingunum, finnst þetta ekki ganga nógu hratt fyrir sig - kannast einhver við svona bráðlæti ?? En það verður...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband