Færsluflokkur: Löggæsla

þarf Lögreglan ekki að sanna brot mitt .........

.... til að geta sektað mig ?? eða eru það bara orð gegn orði ??

Kvöld eitt í apríl var ég á rauðu ljósi á Laugarvegi í bíl mínum og hélt á símanum mínum. Lögreglan stoppaði mig og sagði mig hafa verið að tala í símann undir stýri "beint fyrir framan nefið á þeim" (orðrétt eftir þeim haft). 

Þrír lögreglumenn létum mig leggja bíl mínum og tóku mig með sér í sinn bíl og lásu mér pistilinn. Ég sagði þeim að ég hafi ekki verið að tala í símann en þeir trúðu mér ekki.Skrifuðu þeir skýrsluna og létu mig skrifa undir. Tekið skal fram að ég var "nett" stressuð enda ekki vön að vera "hirt" af löggunni.

Það næsta sem ég veit er að í heimabankann minn kemur reikningur frá þeim, sem ég hef ekki borgað ennþá - örugglega dómsátt. Í gær fæ ég svo bréf frá þeim - einskonar ítrekun.

Samkvæmt Vodafon (símafyrirtækið mitt) hringdi ég ekkert á þessum tíma sem gefinn er upp í bréfinu en þótt við búum á tölvuöld þá get ég ekki fengið að vita hjá Vodafon hvort einhver hafi hringt í mig á þessum tíma - til að hafa sönnun á mínu máli gagnvart lögreglunni.

Getur lögreglan bara sektað mann án sannana? Þeir héldu eflaust að ég hafi verið að tala í símann í alvörunni og þeir voru þrír á móti mér einni.

Sektin er nú bara fimmþúsund - en ég fæ einn punkt sem ég er ósátt við.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband