þarf Lögreglan ekki að sanna brot mitt .........

.... til að geta sektað mig ?? eða eru það bara orð gegn orði ??

Kvöld eitt í apríl var ég á rauðu ljósi á Laugarvegi í bíl mínum og hélt á símanum mínum. Lögreglan stoppaði mig og sagði mig hafa verið að tala í símann undir stýri "beint fyrir framan nefið á þeim" (orðrétt eftir þeim haft). 

Þrír lögreglumenn létum mig leggja bíl mínum og tóku mig með sér í sinn bíl og lásu mér pistilinn. Ég sagði þeim að ég hafi ekki verið að tala í símann en þeir trúðu mér ekki.Skrifuðu þeir skýrsluna og létu mig skrifa undir. Tekið skal fram að ég var "nett" stressuð enda ekki vön að vera "hirt" af löggunni.

Það næsta sem ég veit er að í heimabankann minn kemur reikningur frá þeim, sem ég hef ekki borgað ennþá - örugglega dómsátt. Í gær fæ ég svo bréf frá þeim - einskonar ítrekun.

Samkvæmt Vodafon (símafyrirtækið mitt) hringdi ég ekkert á þessum tíma sem gefinn er upp í bréfinu en þótt við búum á tölvuöld þá get ég ekki fengið að vita hjá Vodafon hvort einhver hafi hringt í mig á þessum tíma - til að hafa sönnun á mínu máli gagnvart lögreglunni.

Getur lögreglan bara sektað mann án sannana? Þeir héldu eflaust að ég hafi verið að tala í símann í alvörunni og þeir voru þrír á móti mér einni.

Sektin er nú bara fimmþúsund - en ég fæ einn punkt sem ég er ósátt við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Helgadóttir

Ég væri í brjáluðu skapi núna.....

Elín Helgadóttir, 7.7.2010 kl. 14:42

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég væri sko að mótmæla í þínum sporum ef ég væri viss í minni sök. Vertu hörð við þá.

Ásdís Sigurðardóttir, 7.7.2010 kl. 14:44

3 identicon

Sæl

Já þetta er fúlt...reynsla mín af því að vera í lögreglunni sumarið 1992 segir mér að það hafi verið nóg að sjá þig með síma í höndunum til að sekta þig. Leitt leitt bara, eða ekki, maður er að sjá fólk með síma í akstri og meir að segja ég stelst nú stundum til þess en ég held ég fari að vanda mig betur framveigis. Þetta er kannski eins og þegar drukkinn maður sest inn í bíl og startar honum þá er nóg að sekta hann fryrir akstur undir áhrifum.

Bestu kveðjur Gurra

Gurra (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 22:19

4 Smámynd: Jens Guð

  Það er ekki margt í stöðunni annað en borga 5 þúsund kallinn.  Og passa sig á að glenna ekki síma framan í lögreglumenn í umferðinni.  Ekki fremur en byssu eða handsprengju.

Jens Guð, 8.7.2010 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband