Færsluflokkur: Tónlist

Vortónleikar í dag kl. 16

kvennak með ræturþessi stórglæsilegi kvennakór verður með vortónleika í

Hásölum í Hafnarfirði kl. 16 í dag.

Lagaval kórstjórans er skemmtilegt, íslensk lög eins og:

Lotning - Þjóðlag / Þjóðvísa / úts. Sigurður Rúnar Jónsson ( fyrir Tótu-börn )


Betlikerlingin - Sigvaldi Kaldalóns / Gestur Pálsson


Jónasarlög - Atli Heimir Sveinsson / Jónas Hallgrímsson
Ásta · Dalvísa · Úr Hulduljóðum · Heylóarvísa · Vorvísa

Eftir hlé verða m.a. lög frá Afríku með "bongótrommu" undirspili, negrasálmar og þjóðlag frá Trinidad.

Undirleikari er að vanda Antonía Hevesi.

Vona svo að allir hafi það gott - alla vega ætla ég að skemmta mér á tónleikunum í dag.

 


Hera Björk og Kvennakór Hafnarfjarðar á tónleikum í Víðistaðakirkju í kvöld

Kvennakór Hafnarfjarðar

 Kvennakór Hafnarfjarðar ásamt Heru Björk halda tónleika í kvöld kl. 20 í Víðistaðakirkju. Miðaverð er aðeins 2000 kr.

Lög eins og Panis Angelicus, Pie Jesu, Ave Maria, Maríukvæði ........ verða sungin.

Hlakka bara til að sjá alla sem koma og njóta með okkur Heart

 

 

 


ég á líka square pianó....

...... nema mitt er ca 100 árum yngra. Mitt píanó er frá Hornung og Möller eins og stendur á skildinum sem er framan á píanóinu. Á safninu á Eyrarbakka er alveg eins píanó og mitt nema bara miklu minna - það er eins og það sé small en mitt large. 

Svona píanó kallast líka taffel piano - en í þessum hljóðfærum þá liggja strengirnir lárétt en í "venjulegum píanóum" þá standa strengirnir lóðrétt. 

(ég held að square nafnið sé enska en taffel danska). 

 

pianoi_006.jpg 

 

 

 

 

 

 

 

pianoi_002.jpg


mbl.is Fékk gefins píanó frá 1785
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falleg tónlist getur algjörlega bjargað manni.........

................... þegar maður er að fara á límingunum.

Það er að komast mynd á eldhúsið mitt - þetta er allt að koma - en ég er að fara á límingunum, finnst þetta ekki ganga nógu hratt fyrir sig - kannast einhver við svona bráðlæti ??

En það verður allt nýtt í eldhúsinu nema ísskápurinn og ég Wink. Jú gamla leirtauið verður líka í nýju innréttingunni. Það hefur ýmislegt farið til Frú Sorpu - ótrúlegt en satt - ég hef hent helling - enda les ég bókina "Burt með draslið" aftur á bak og áfram.

Svo er ég búin að velja mér ofn og uppþvottavél. Aldrei í lífinu hef ég haft uppþvottavél svo ég þekki ekki þægindin og ofninn minn er ca 50 ára gamall Siemens - ekki með blæstri - svo núna verður "ungfrú Álftanes" bæði með uppþvottavél og blástursofn - vona bara að hún kunni að meta þessi "þægindi".

Móttettukórinn (jóladiskurinn) er bara settur á og haldið áfram að raða í skápana. Unglingurinn á heimilinu hefur sko skoðun á því hvernig er raðað í fínu stóru skúffurnar. Uppgötvaði það að hann er oftast látinn leggja á borðið - því hann vill hafa hnífapör, glös og diska í röð - bara frábært.

Njótið dagsins Heart eins og ég ætla að gera Kissing

 


Jólamarkaður um helgina - jólagjafir í lange bane á hóflegu verði

........ í kvöld og á morgun verður Kvennakór Hafnarfjarðar með sölubás í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Margt sniðugt og flott verður til sölu t.d.

handverk úr þæfðri ull Pottaleppar, úr ísl. lopa - hannað af Sigrúnu Óskars, smákökur, kryddbrauð, pönnukökur, sultur og margt fleira.

Verði verður stillt í hóf.

Það er alltaf stemning að fara á jólamarkað, hitta fólk sem er í jólaskapi og kaupa "öðruvísi" jólagjafir.

Kvennakórinn syngur í Jólaþorpinu kl. 14:00 og eins og svo margir vita þá erum við bara góðar.

Vona svo að allir hafi það sem allra best yfir helginaHeart


Frábærir tónleikar í vændum !!

Adventutonleikar

Við í Kvennakór Hafnarfjarðar og Kvennakór Garðabæjar ætlum að halda saman aðventutónleika ásamt frábærum hljóðfæraleikurum. Dagskráin verður vönduð og metnaðarfull.

Það er bara yndislegt að byrja aðventuna á fallegum tónleikum, en þeir verða haldnir í:

Digraneskirkju; 30 nóv. kl 20:00

Viðistaðakirkju; 2. des kl 20:00

Miðaverð er einungis 2000 kr. í forsölu og hægt er að nálgast miða m.a. hjá mér (gsm: 699 0346) en það verður örugglega uppselt fyrir tónleikana.

 


Tónleikar í kvöld

Kvennakór Hafnarfjarðar verður með vortónleika í Hásölum Hafnarfirði í kvöld kl. 20. Hásalir er salur safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

Þetta verða fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar; íslensk lög og erlend, söngleikjalög, falleg "gæsahúðalög"...........

Miðaverð er aðeins 1500 og verða miðar seldir við innganginn. Stjórnandi er Erna Guðmundsdóttir og undirleikar er Antonia Hevesí, sem allir þekkja.

Skemmtilegir tónleikar - skemmtilegar konur - frábær skemmtun.


Sungum fyrir gamla fólkið.....

...... á Sólvangi í dag og á Hrafnistu í síðustu viku - þar glöddum við í Kvennakór Hafnarfjarðar gömul hjörtu Heart 

Á þriðjudagskvöld verðum við með tónleika í Hásölum í Hafnarfirði kl. 20.00 - skemmtilega tónleika auðvitað. Það kostar bara 1500 kr. miðinn. Við syngjum fjölbreytta dagskrá; söngleikjalög, íslensk, eitt ítalskt og eitt frá Brasilíu, svo fátt eitt sé talið. Þeir sem halda með Liverpool geta komið og hlustað á "You never walk alone".

Það er ótrúlega gaman að syngja í kór - endorfínið flæðir á æfingum og tónleikar toppa þetta alveg.

Í maí förum við að undirbúa Kórastefnuna sem við ætlum að skunda á 4. júní á Mývatni. Margrét Bóasdóttir hefur veg og vanda að þessari kórastefnu, sem haldin er ár hvert á Mývatni. Svona ferðalög með kórkonum eru ólýsanlega skemmtileg - konur saman - bara gaman.

Best að koma sér fyrir í sófanum með prjónana, södd eftir grillaða hamborgara að hætti húsbóndans.

Eigið góða viku framundan KissingHeart 

 


Tónsmíðahátíð í Tónlistarskóla Álftanes

ívar tónsmíða... 003ívar tónsmíða... 001

 

 

 

 

 

 

 

Það voru 13 krakkar sem tóku þátt í þessum tónleikum og spiluðu sín eigin lög. Það er alveg merkilegt hvað þau geta samið flotta músik - alveg sjálf. Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar - set inn mynd af krökkunum - Ívar sonur minn er í öftustu röð til vinstri. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram hvað hann var flottur, spilaði sitt lag bæði á píanó og þverflautu. Þegar hann spilaði á þverflautuna hafði hann undirspil á geisladiski sem hann tók upp sjálfur, og spilaði sjálfur á öll hljóðfærin; hljómborð, bassa og trommur.

Hin myndin er af Ívari með flautukennaranum; Lindu Margréti (til vinstri) og Sveinbjörgu skólastjóra, en hún spilaði undir á píanó þegar hann tók 5. stigið á þverflautuna um daginn. Núna er hann að æfa sig fyrir 4.stigið á píanóið, en hann tekur það próf í næstu viku.

Er það ekki merkilegt hvað manni finnst alltaf sinn fugl fallegastur?

Tónlistarskóli Álftanes er einstakur skóli að mínu mati. Einvala lið kennara og vel hugsað um nemendur. Allavega nýtur hann sín þarna, hann Ívar.

 


Til Bubba Morthens

Jæja Bubbi, ég verð að viðurkenna að í mörg ár hefur þú sko ekki verið í uppáhaldi hjá mér, þvert á móti. Ég hef bara hlustað á þig syngja "í bljúgri bæn" sem er á Íslandslaga diskinum sem ég hlusta oft á. Stundum hef ég nú samt setið við píanóið, spilað og sungið "stál og hnífur" bara af því það er svo gaman að spila það og syngja. Svo hef ég oft hlegið að því þegar þú sagðir áhorfendum í sjónvarpinu að fara á síðuna box punktur fimmtán, sem átti auðvitað að vera box.is Smile 

En í kvöld þá gjörsamlega bræddir þú mig og það í gegnum útvarpið. Þú varst svo skemmtilegur og flottur. Bara þú með gítarinn. Lögin þín eru náttúrulega bara skemmtileg og í lokin þá grét ég yfir laginu "þessi fallegi dagur". Það er algjör snilld og flottur texti. Nú og hér eftir ertu á mínum vinsældarlista ásamt Elton John og fleiri góðum. Á næsta ári sit ég á fremsta bekk (nema ég fái að sitja við hliðina á þér).

Takk fyrir góða tónleika - gleðileg jól!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband