.... og ég fann nýjan stað sem ég hef ekki komið á. Skarðsvík, sem er á leiðinni á Öndverðarnes. Ljós sandur, klettar, hellir og alles - meira að segja borðstofusett til að borða nestið sitt.
Ég er búin að fara hundrað sinnum á Snæfellsnes og aldrei komið þangað - maður er alltaf að finna eitthvað nýtt.
Annað sem við fundum var völdundarhúsið á milli Djúpalónssands og Dritvíkur. Enginn veit hvað þetta er gamalt en talið er að verbúðarmenn hafi gert þetta sér til dægrastyttingar.
Það er Geocaching leikurinn sem leiðir mann á svona staði. Þetta er GPS leikur - alþjóðlegur og út um allan heim. Mjög skemmtilegur.
Ferðalög | Mánudagur, 4. júlí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
til að koma mér út ........ og hreyfa mig REGLULEGA og NÆGILEGA. Ég fer að vísu 1-2 í viku í 40 mín en það er ekki nægilegt og kílóafjöldinn utan á mér er í meira magni en ég er ánægð með.
Ef ég ætti að ráðleggja öðrum þá hef ég fullt af hugmyndum að hvatningu - en þegar kemur að mér sjálfri.... þá gerist ekkert.
Það væri t.d. hægt að taka þátt í Ratleik Hafnarfjarðar - hellings labb og hreyfing sem þarf til að finna spjöldin, svo er þetta bara skemmtilegur leikur.
Það væri hægt að skrá hreyfinguna inná lífshlaupið.is og sjá hvað maður hreyfir sig mikið.
það væri hægt að setja sér markmið t.d. ganga 16 km á viku og monta sig svo á "facebook" eftir mánuðinn (búin að labba 64 km í júlí..)
Svo er hægt að umbuna sig eftir hvert kíló - út að borða eftir eitt kg eða fótabað.... eða hvað sem er. Og eftir þrjú kg þá (já það eru þrjú kíló sem þurfa að fara) getur maður gert eitthvað spes.
Af hverju er svona erfitt að hvetja sjálfan sig og sparka í rassinn á sjálfum sér. Ég sé alveg ávinninginn en það er bara eitthvað.... Þetta er samt alveg yfirstíganlegt - 3 kíló er ekkert rosalegt þó þau séu svooo föst á mér.
Jæja vinir hafið það gott og ef einhver á leið hér um þá væri gott að fá "spark í rassinn"
knús á línuna
Lífstíll | Föstudagur, 1. júlí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
í mars þegar eldsneytisverð erlendis var hærra en núna og dollarinn 115 kr. eins og nú þá var bensínverðið hjá Olíurisunum (Skeljungur, N1 og Olís) lægra en núna þ.e. 231,9 kr líterinn.
þetta er ótrúlegt - alltaf þegar olíuverð erlendis hækkar, þá hækka íslensku Risarnir, en eru lengi að lækka aftur. Auðvelt er að fylgjast með verðlaginu á
http://oil-price.net/dashboard.php?lang=en#TINY_CHART
Enn verra er að því hærra sem bensínverð hér er því meira fær Steingrímur í ríkissjóð - þannig að ríkisstjórnin hefur ekki efni á að gera neitt í málinu.
Forvitnilegt væri að vita hvort forstjórarnir séu enn á "ofurlaunum" - 3 milljónir á mánuði (af því þeir bera svo mikla ábyrgð).
Eldsneyti hækkar aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Fimmtudagur, 9. júní 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þessi stórglæsilegi kvennakór verður með vortónleika í
Hásölum í Hafnarfirði kl. 16 í dag.
Lagaval kórstjórans er skemmtilegt, íslensk lög eins og:
Lotning - Þjóðlag / Þjóðvísa / úts. Sigurður Rúnar Jónsson ( fyrir Tótu-börn )
Betlikerlingin - Sigvaldi Kaldalóns / Gestur Pálsson
Jónasarlög - Atli Heimir Sveinsson / Jónas Hallgrímsson
Ásta · Dalvísa · Úr Hulduljóðum · Heylóarvísa · Vorvísa
Eftir hlé verða m.a. lög frá Afríku með "bongótrommu" undirspili, negrasálmar og þjóðlag frá Trinidad.
Undirleikari er að vanda Antonía Hevesi.
Vona svo að allir hafi það gott - alla vega ætla ég að skemmta mér á tónleikunum í dag.
Tónlist | Laugardagur, 14. maí 2011 (breytt kl. 09:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn
nú er bara prjónablogg..........
Þetta finnst mér rosalega flott peysa hjá mér og hún klæðir mig líka vel. Chilli garnið sem er efst (og neðst) er ekki lengur til í þessum "gráa" lit, því miður. Ég byrjaði efst að prjóna peysuna - það er svo þægilegt og auðvelt. Ermarnar eru "Quarts" svo hún er svolítið spari. Fyrst prjónaði ég ermarnar, en það kom ekki nógu vel út, prófaði bæði að hafa þær "útvíðar" og beinar. Þegar ég heklaði þær - þá urðu þær flottar!!
Mig langar að gera svipaða peysu úr þessum orange litum. Kitten framleiðir ekki lengur appelsínugult en ég keypti þetta á austfjörðum í fyrrasumar. Samba garnið er einhverskonar pelsa-garn og var keypt í Frankfurt í vetur.Garn þar er jafndýrt og hérna heima - allavega þegar evran er svona há.
Dægurmál | Föstudagur, 22. apríl 2011 (breytt kl. 17:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Lífstíll | Laugardagur, 16. apríl 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lífstíll | Mánudagur, 11. apríl 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fjölmiðlar | Sunnudagur, 10. apríl 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lífstíll | Sunnudagur, 3. apríl 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Dægurmál | Sunnudagur, 20. mars 2011 (breytt 24.3.2011 kl. 08:27) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 83310
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar