Orð eru álög !!

Ef eitthvað er sagt við mann, sem kannski særir, þá eru það ekki álög. En á maður að láta annarra manna skoðun særa sig??

Ég varð svolítið sár í gær þegar verið var að tala um fatastílinn minn.

Það hefur alltaf verið ljóst að ég er ekki eins og aðrir þegar kemur að "outfittinu" ég er bara ég. Ég hef alltaf verið ánægð með það og finnst bara smart að vera ég sjálf. 

Fataskápurinn minn er fullur af fötum og þegar ég er að fara eitthvað þá máta ég nokkur dress, allt þarf að passa saman - skartgripir - taska......... 

Í gær var ein sem sagðist halda að ég klæddi mig bara til að hylja nekt mína -  og að ég væri óvenju fín fyrir utan "lopapeysuna" sem ég væri í. "Lopapeysan" er mohair peysa sem ég er nýbúin að prjóna og búa til (það heitir design í dag) og mörgum finnst hún flott - allavega er ég ánægð með hana.

Svo fór hún að tala um make-up og kom fram hjá konunni að þegar maður er kominn á "þennan aldur" (yfir fimmtugt) þá kemst maður ekki upp með að vera ómálaður og ómeikaður. Það voru allar með málningu og meik við borðið nema ég - ég með minn maskara og varalit. Ég var sem sagt frekar hallærisleg - ómáluð og í einhverjum fötum til að hylja nekt mína.

Ég var svo ánægð með mig þegar ég lagði af stað í boðið. Reyndi að láta þetta ekki hafa áhrif á mig en það gerði það samt. Hún er samt vinkona mín - hún í sínum stíl, máluð og alles og ég í mínum stíll.

Whistling

Nú er vorið komið, ég er komin í trékossana og farin úr sokkunum (meira að segja búin að draga fram ökklaböndin). Fuglarnir farnir að syngja "horný" söngva og flugurnar vaknaðar niður í fjöru.

Eigið góða viku allir saman - njótið þess að vera ÞIÐ SJÁLF og vera ánægð með það. Það ætla ég að gera.

p.s. bókin Orð eru álög eftir Siggu Kling er snilld og eiginlega skyldulesning!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigrún mín!

Maður á sko svo sannarlega að hafa leyfi til að vera maður sjálfur og ekki að þurfa að klæða sig og mála sig eins og hinir.

Vinkona og ekki vinkona, svona finnst mér bara ekki að vinir eigi að koma fram við mann

Þú ert flott, vinkona - vertu bara nákvæmlega eins og þú ert og vertu stolt af því!

Knús

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 3.4.2011 kl. 12:55

2 Smámynd: Sigrún Óskars

akkúrat Ásdís - ég hef litið á það sem frelsi að vera bara ég - þurfa ekki að hugsa um hvað öðrum finnst, en svo læt ég þetta sem hún sagði eitthvað trufla mig, en hún ætlaði örugglega ekki að særa mig viljandi. Hún var búin að fá sér í glas og þá losnar um málbeinið hjá mörgum

Ég skutlaði henni svo heim ásamt fleirum að boði loknu

knús til þín vinkona

Sigrún Óskars, 3.4.2011 kl. 13:53

3 Smámynd: Aprílrós

Ég er sammála Ásdísi, sona koma vinir ekki fram við mann, það er allavega ekki sama hvernig sona er sagt við mann. Halltu áfram þínu striki Sigrún mín, vertu þú sjálf og klæddu þig eins og þú vilt og líður best.  Áfengi er engin afsökun fyrir sona hegðun. Go girly. Knúsíknús

Aprílrós, 3.4.2011 kl. 23:54

4 Smámynd: Ragnheiður

mér finnst þú alltaf svo fín. Ég á ekki gott með að skilja svona konur eins og þessa sem þú fjallar um.

Í mínum huga er það svo út úr kú að spá í hvernig næsti maður klæðir sig.

Manni kemur það einfaldlega ekki við.

Auðvitað veistu eins og við að þú átt ekkert að hlusta en orð særa, þannig er það bara. Ég myndi lauma þessu kurteislega að henni - ófullri- og láta hana vita að þetta hafi sært.

Knús yfir ( ég er samt ekkert heima en knúsið hendist heim á undan mér :)

Ragnheiður , 4.4.2011 kl. 05:48

5 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Vertu þú sjálf.....það er númer eitt. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 4.4.2011 kl. 09:34

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég kannast við svona konu eins og þú ert að lýsa. Hún er því miður tengd mér fjölskylduböndum, en veistu hvað, þegar hún var búin að særa mig og fleiri endurtekið 16 ár og móðgaðist alltaf við alla þegar eitthvað var við hana sagt, þá bara hætti ég að hitta hana, mitt var valið og ég sé sko ekki eftir því, maður á bara ekkert að tala við svona leiðinlegt fólk því það er með ljóta og vonda sál. knús á þig og ég er viss um að þú ert jafn fullkomin og ég þó svo að ég hafi ekki hitt, þig, mér líkar vel við þig hér og það dugar mér.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2011 kl. 12:45

7 Smámynd: Sigrún Óskars

takk stelpur - ég ætla að vera bara eins og ég er

Mér finnst bara óþægilegt að láta þetta hafa svona áhrif á mig

Sigrún Óskars, 6.4.2011 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband