snæfellsnes vísitasía....

völundarhús

Skarðsvík.... og ég fann nýjan stað sem ég hef ekki komið á. Skarðsvík, sem er á leiðinni á Öndverðarnes. Ljós sandur, klettar, hellir og alles - meira að segja borðstofusett til að borða nestið sitt.

Ég er búin að fara hundrað sinnum á Snæfellsnes og aldrei komið þangað - maður er alltaf að finna eitthvað nýtt.

Annað sem við fundum var völdundarhúsið á milli Djúpalónssands og Dritvíkur. Enginn veit hvað þetta er gamalt en talið er að verbúðarmenn hafi gert þetta sér til dægrastyttingar.

Það er Geocaching leikurinn sem leiðir mann á svona staði. Þetta er GPS leikur - alþjóðlegur og út um allan heim. Mjög skemmtilegur.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

þetta hefur verið skemmtileg ferð :)

Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2011 kl. 11:21

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Ásdís, það er alltaf skemmtilegt á Snæfellsnesi. Mér finnst líka svona dagsferðir æðislegar - leggja snemma af stað, taka með sér nesti, koma svo þreyttur og sæll heim.

Sigrún Óskars, 6.7.2011 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband