Kannast einhver við að fá sér pullu.....................

.......................... með öllu??

En pullu með öllu nema hráum?  Á mínu heimili fáum við okkur pullu - hvaðan kemur þetta orð eiginlega? Eða fröllurnar?? Það eru pantaðar fröllur með hamborgaranum - en ég veit að þetta orð kemur frá Hjördísi dóttur minni. Hún er eins og pabbi sinn - býr til orð - en það hefur hann alltaf gert. Orð sem við notum og þegar börnin voru lítil þá héldu þau að allir fengju sér morgara, vissu ekki að "venjulegt" fólk talar bara um morgunmat.

Ég hef aldrei "búið til" orð - apa bara upp eftir hinum á heimilinu og finnst það eðlilegt. Maður er náttúrulega bara skrítin Wink 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sniðugt, Sigrún mín!

Ég á mann sem er svolítið í því að búa til orð, hann segir til dæmis stundum "pullu" þegar hann er að tala um pulsu

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 18:50

2 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Ég segi nú bara pylsu.  En skemmtilegt að það skuli hálfpartinn vera svona sérstök mállíska á þínu heimili. Annars eru þau merkileg þessi mismunandi orð yfir sama hlutinn. Maður sér það vel þegar maður hefur búið í sitthvorum landshlutanum.

En knús í klemm annars bara.

Þórhildur Daðadóttir, 18.1.2010 kl. 09:14

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ég hefði ekki kannast við pylsu sem pullu skýringarlaust. Og hvað eru fröllur ?

Eins gott að ég bý ekki áykkar málsvæði.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.1.2010 kl. 18:10

4 Smámynd: Sigrún Óskars

fröllur eru franskar kartöflur

Sigrún Óskars, 18.1.2010 kl. 19:00

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér höfum við meira að segja "pullara" þar sem allir geta fengið að borða.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2010 kl. 18:29

6 Smámynd: Aprílrós

Verði ykkur að góðu á þínu heimili

Aprílrós, 24.1.2010 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband