Færsluflokkur: Mannréttindi

þarf Lögreglan ekki að sanna brot mitt .........

.... til að geta sektað mig ?? eða eru það bara orð gegn orði ??

Kvöld eitt í apríl var ég á rauðu ljósi á Laugarvegi í bíl mínum og hélt á símanum mínum. Lögreglan stoppaði mig og sagði mig hafa verið að tala í símann undir stýri "beint fyrir framan nefið á þeim" (orðrétt eftir þeim haft). 

Þrír lögreglumenn létum mig leggja bíl mínum og tóku mig með sér í sinn bíl og lásu mér pistilinn. Ég sagði þeim að ég hafi ekki verið að tala í símann en þeir trúðu mér ekki.Skrifuðu þeir skýrsluna og létu mig skrifa undir. Tekið skal fram að ég var "nett" stressuð enda ekki vön að vera "hirt" af löggunni.

Það næsta sem ég veit er að í heimabankann minn kemur reikningur frá þeim, sem ég hef ekki borgað ennþá - örugglega dómsátt. Í gær fæ ég svo bréf frá þeim - einskonar ítrekun.

Samkvæmt Vodafon (símafyrirtækið mitt) hringdi ég ekkert á þessum tíma sem gefinn er upp í bréfinu en þótt við búum á tölvuöld þá get ég ekki fengið að vita hjá Vodafon hvort einhver hafi hringt í mig á þessum tíma - til að hafa sönnun á mínu máli gagnvart lögreglunni.

Getur lögreglan bara sektað mann án sannana? Þeir héldu eflaust að ég hafi verið að tala í símann í alvörunni og þeir voru þrír á móti mér einni.

Sektin er nú bara fimmþúsund - en ég fæ einn punkt sem ég er ósátt við.


atvinnulausir og ellilífeyrisþegar borga það sama - en þeir sem fá minni laun en atvinnulausir - vinna á lágmarkslaunum ??

Þetta er algjört óréttlæti !! Ég er að tala um lágmarkslaun sem sumir þurfa að þiggja, en væru betur settir á atvinnuleysisbótum.

Ég er ekki á móti atvinnuleysisbótum - langt frá því, en það er eitthvað að þegar maður "hefur það betra" á bótum en að vinna.

Lyfjakostnaður er eitthvað sem ég legg ekki í að ræða, man bara fyrir nokkrum árum þegar TR (Tryggingastofnun Ríkisins) borgaði blóðþrýstingslyfin, þá kostuðu þau mörgum sinnum það sem þau kosta núna. S.s ef TR tekur þátt í kostnaði þá kosta lyfin meira en annars - þetta er staðreynd.


mbl.is Sparnaður vegna lyfja um 1,6 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vona að eitthvað verði eftir fyrir mig ef......

.........  mér verður sagt upp á næsta ári. Þá á að segja upp 450 - 500 manns á LSH og ég get verið í þeim hóp eins og hver annar. Samt trúir maður því ekki. Ég trúi ekki að það eigi að leggja á hliðina allt það sem byggt hefur verið upp á LSH og skerða eigi þjónustu svona mikið.

En eitt er ég samt ánægð með - það er viðurkennt að þjónustan skerðist. Lengi hefur verið talað um að þjónustan eigi ekki að skerðast en nú er ekki hægt lengur að fara í felur með það. 

Mér finnst einnig mjög nauðsynlegt að spítalinn eigi að skilgreina hvaða þjónusta verður í boði - og hvað ekki.

Á morgun ætlar framkvæmdastjóri hitta okkur á minni deild ásamt mannauðsráðgjafa. Ég er með margar spurningar til þeirra - en þorir maður að spyrja spurninga? Þorir maður að segja sitt álit? Fer maður þá kannski efst á uppsagnarlistann?

Ef ég fæ að vita hvað mannauðsráðgjafi er og hvað hann gerir á LSH, þá segi ég ykkur, þ.e. ef ég þori að spyrja.

 


mbl.is 25 milljarðar í atvinnuleysisbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumir eru Quizzandi út í eitt !

Ég hef aldrei skilið þetta quiz - hvað maður heitir á japönsku, hvenær maður deyr, hvaða eðalsteinn maður er ............. og ég veit ekki hvað og hvað.

já eitt enn - hvað foreldrar mínir hefðu átt að skíra mig ??? Til hvers ?? ´

Þvílíkt bull.

Og í ofanálag eru þessir vinir mínir sem eru quizzandi að dreifa upplýsingum um mig - úr mínum "prófíl".  Nú fer ég yfir "prófílinn" minn Blush Crying að vísu er ég ekki með nein leyndarmál þar - það er samt óþægilegt að upplýsingar um mann fari um víðan völl.


mbl.is Upplýsingum deilt á Fésbókinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðun! Hvar var "ritskoðun" mbl.is fyrir síðustu kosningar?

Ég bara spyr. Þá var skrifað margt og mikið um nafngreinda menn, og margt miður fallegt. Maður fékk stundum í magann yfir orðbragðinu, þótt sumt hafi verið satt. Aðallega fannst mér ummmæli um DO og Ástþór vera hræðilegust.

Kannski var einhverjum bloggurum úthýst þá - bara þegjandi og hljóðalaust og engin umræða um það. En það sem skrifað hefur verið um "sjáandann" kemst ekki með tærnar þar sem "kosningaumræðan" hafði hælanna. Doktorinn er bara eins og "túnfífill" miðað við marga.

En by the way - hús sem þolir 12 á righter ! Sá sem þetta segir veit ekkert um þennan skala, en hann hefur margföldunaráhrif - man ekki hvað þetta heitir.  Ef jarðskjálfti upp á 12 kæmi hér, þá færi allt nema jarðskjálftahúsið og maður yrði einn eftir með Icesave! Hvað er varið í það?

Góða helgi alle sammen


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband