Frá því í byrjun janúar hefur olíuverð verið að lækka "erlendis" - nú varð smá hækkun og þá stendur ekki á olíurisunum okkar.

5 febr Ég gæfi mikið fyrir að skilja verðlagningu olíufélaganna á Íslandi.

Nú í dag hækka öll þrjú félögin bensínið sitt í sömu krónutölu (og uppá sama aur), akkúrat þegar olían hefur verið að lækka - sjá mynd. Það er líka linkur hér til hliðar þar sem hægt er að fylgjast með olíuverði.

Þetta kallast ekki verðsamráð - þetta kallast samkeppni.

Það er eitthvað sem ég skil ekki og líklegast mun ég aldrei skilja þetta.

góða helgi alle sammen og gangi ykkur vel í "spar"akstrinum Wink


mbl.is Lítilsháttar hækkun á olíuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Halldórsson

Ef þú skilur orðiðin GRÆÐGI og GÍRUGUR þá skilurðu það. 

Hér er hægt að sjá smásöluverð (úr dælu á bíl) í henni USA á landsvísu eða eftir fylkjum.

1 US gallon ( 3,785 lítrar ) á $2,66 sem gera (2,66*129/3,785) 90,66 Kr. á lítir.  Þetta er verð til almennings með öllu álagi og ríkissköttum í henni ameríku, hvar er hin norræna væntumþykja.

http://tonto.eia.doe.gov/oog/info/gdu/gasdiesel.asp

Manni er spurn, er ennþá sami hátturinn hér á íslandi, alltað sama græðgin, og láta almenning borga gírugheitin. Ekki trúa því að þetta sé vegna legu íslands í norðurhöfum.

Gestur Halldórsson, 5.2.2010 kl. 21:46

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Gestur, þetta er rétt hjá þér - græðgi og aftur græðgi.

Sigrún Óskars, 5.2.2010 kl. 22:17

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Já...græðgi er þetta það er engin spurning, og almenningur borgar. Þetta er virkilega sorglegt ....vægt til orða tekið.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.2.2010 kl. 11:53

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ógeðsleg græðgi og skattpíning.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2010 kl. 18:12

5 identicon

tek undir ...

Gurra (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 23:17

6 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Bíð spennt efir "rafmagnsbílnum" í almenningseign hér uppi á Fróni.  Gaman að vita hvað "þeir" fara þá að verðleggja "rafmagnið" grimmt!

Sigríður Sigurðardóttir, 14.2.2010 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband