verðmerkingar vs verð

Fór með þeim fimmtuga í  Krónuna, vorum bara að athuga hvort Krónan væri betri en Bónus. Við keyptum eins lítra kók og Trópí Tríó, en þetta fæst ekki lengur í Bónus. Báðar þessar vörur voru vitlaust verðmerktar miðað við það sem við borguðum. Kókið átti að kosta 15o kr. stykkið en kostaði 165 á kassa, Trópíið átti að kosta 188 kr. pakkinn en kostaði 225 kr. á kassa.

Skoðið alltaf miðann þegar þið verslið Wink gætið grætt á því.

Enginn smá munur þarna á ferð - enda fór sá fimmtugi og fékk endurgreitt. Förum ekki aftur í Krónuna allavega ekki þessa við höfnina í Hafnarfirði. Algjörlega óþolandi svona vitleysa. En þetta kemur nú fyrir í Bónus líka. Held að hann fari áfram í Bónus um helgar og versli fyrir vikuna - svo fer ég í Fjarðarkaup þess á milli. Fjarðarkaup er einhvernvegin alltaf besta búðin - heiðarlegust og vöruúrvalið það besta. Allavega fæst þar mikið úrval af grænmeti og ávöxtum, sem ekki fæst í Bónus, t.d. graskerið, sem er algjörlega ómissandi.

Góða helgi elskurnar og verið góð við hvort annað Heart 


Magadans ......

.... já frúin fór í magadans. Dreif sig uppí Baðhús keypti kort á tilboði (15.000 kr. og gildir til 1. júlí) og stökk svo inní salinn þar sem kenndur var magadans. Þvílíkt hvað ég er stíf, var "létt" hallærisleg, en ég er bara byrjandi. Þessi magadans er víst mjög góður fyrir bakið og liðkar mann - vonandi.

Á morgun ætla ég í Afró. Hef einu sinni farið í Afró og það var mjög skemmtilegt - maður hleypir fram af sér beislinu og dansar undir dillandi trommuslætti. Hlakka bara til  Wink Svo er að byrja salsa danstímar í Baðhúsinu - prófa það örugglega líka.

Mín er sem sagt í "streitustjórnun" - dugleg að fara út að labba og er að toga upp sjálfsmatið - markmiðið er að vera ánægð með sjálfan mig að öllu leiti og meina það í alvörunni.

 


Streitustjórnun........

.......... er málið! Frúin er byrjuð með sjálfan sig í streitustjórnun - enda veitir ekki af. Vöðvabólgan er í sögulegu hámarki þessa daganna, bakverkir og þreyta. Af einhverjum ástæðum þá hef ég ekki farið út að labba síðustu vikur - kannski vegna kulda, leti...... alla vega þá gengu þetta ekki lengur. Það eru þrjú atriði sem ég þarf að taka fyrir: hreyfingin, sjálfsmatið og maturinn ( ná af mér 3 kg). Þegar þessi þrjú atriði eru í mínus þá verður streitan í plús. Þetta veldur bara þreytu, verkjum og vanlíðan.

Ég kann helling í streitustjórnun en samt tekur maður ekki í taumana fyrr en allt of seint. En nú er þetta verkefni sem sagt hafið og gengur bara vel.  

Eigið góða helgi kæru vinir og verið góð við hvert annað og ekki síst góð við ykkur sjálf.


Tónsmíðahátíð í Tónlistarskóla Álftanes

ívar tónsmíða... 003ívar tónsmíða... 001

 

 

 

 

 

 

 

Það voru 13 krakkar sem tóku þátt í þessum tónleikum og spiluðu sín eigin lög. Það er alveg merkilegt hvað þau geta samið flotta músik - alveg sjálf. Þetta voru mjög skemmtilegir tónleikar - set inn mynd af krökkunum - Ívar sonur minn er í öftustu röð til vinstri. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram hvað hann var flottur, spilaði sitt lag bæði á píanó og þverflautu. Þegar hann spilaði á þverflautuna hafði hann undirspil á geisladiski sem hann tók upp sjálfur, og spilaði sjálfur á öll hljóðfærin; hljómborð, bassa og trommur.

Hin myndin er af Ívari með flautukennaranum; Lindu Margréti (til vinstri) og Sveinbjörgu skólastjóra, en hún spilaði undir á píanó þegar hann tók 5. stigið á þverflautuna um daginn. Núna er hann að æfa sig fyrir 4.stigið á píanóið, en hann tekur það próf í næstu viku.

Er það ekki merkilegt hvað manni finnst alltaf sinn fugl fallegastur?

Tónlistarskóli Álftanes er einstakur skóli að mínu mati. Einvala lið kennara og vel hugsað um nemendur. Allavega nýtur hann sín þarna, hann Ívar.

 


Ég er búin að kjósa mig í 1. sætið!

... og þar er ekki nýliðun á ferð og engin loforð um þetta og hitt - ætla bara að vera ég áfram.  Allir fjölmiðlar eru morandi af þessum auglýsingum - kjóstu mig í þetta og hitt sætið - vantar nýliðun - geri þetta og hitt - en hvað er að marka þessar yfirlýsingar. Ekkert! Þegar fólkið er komið á þing þá kemur annað hljóð í skrokkinn. Hvað geta þessir væntanlegu þingmenn verið að lofa - hafa aldrei verið á þingi og vita ekkert hvernig þetta virkar. Hafa heldur ekkert fjármagn til að gera það sem þau vilja. En allavega hafa margir fjármagn til að auglýsa sig - með flottum myndum og rosa fyrirsögnum. Gangi þeim bara vel !!

Ég er allavega búin að fá leið á þessu og set bara sjálfan mig í 1. sætið - svo kaus ég þann fimmtuga í 2. sætið - hann er fínn þar, heldur engin nýliðun þar - þarf heldur ekki.

 


Þessi færsla er í boði Vox.....

....... kannski ekki alveg. En ég fór í brunch á veitingahúsið Vox í dag og þvílík hamingja. Hlaðborð af bestu gerð, úrvalið einstakt og þjónustan frábær. Og fyrir þetta borgar maður 2,750 á mann. Svo getur maður raðað í sig eins og maður getur og ekki...

Viðtal við flakkarann minn í Fréttablaðinu í dag!

http://vefblod.visir.is/index.php?s=2851&p=70580 Hún Hjördís dóttir mín er í viðtali við Fréttablaðið í dag og ég er svo stolt af henni. Hún er búin að ferðast um allann heiminn - er svo víðsýn og fróð um menningu; lönd og þjóðir. Þegar hún ferðast þá...

Svaðilför til Akureyrar......

..... nei kannski ekki alveg rétt - en frúin er mjög bílhrædd og fer helst ekki yfir heiðar á veturna. Þegar ég var að undirbúa mig fyrir ferðina norður var eins og ég væri að fara í svaðilför - við öllu búin. Svo gekk auðvitað allt eins og í sögu og...

Konur eru æðislegar.....

...... allavega þær sem eru í Kvennakór Hafnarfjarðar. Það er svo merkilegt við þennan hóp hvað við erum allar jafnar (ætli við séum jafnaðarmenn?). Við erum líka svo góðar við hvor aðra og innan hópsins ríkir samkennd, gleði og kærleikur. Svona er bara...

Það var fyrir löngu síðan......

....... þegar ég var unglingur, að mamma og pabbi keyptu hæð í Norðurmýrinni. Á neðri hæðinni bjó einhver töffari með sítt að aftan og spilaði Slade og Queen af fullum krafti. Hann var "létt" hallærislegur fannst mér. Við urðum nú samt vinir og til að...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband