Segi nú bara sæl allir saman á 17. júní - hef ekki verið á blogginu í einn og hálfan mánuð.
Fékk allt í einu nóg af öllu þessu neikvæða í þjóðarumræðunni. Það var bara neikvæð stjórnmálaumræða og niðurrif - lítið talað um allt það góða sem er í kringum okkur. Kannski hefur þetta breyst - á eftir að kanna landið, lesa bloggvini - svei mér þá ef ég hef ekki saknað sumra. Það er ekki það að ég sé svona rosaleg jákvæð alltaf - get t.d. tapað mér yfir olíufélögunum, bensínverðinu, samráðinu ..........
Fyrstu helgina í júní fór ég ásamt Kvennakór Hafnarfjarðar á Kórastefnu 2009 á Mývatni. Það var auðvitað æðisleg ferð - sungið og hlegið alla helgina. Set inn myndir bráðum. Margrét Bóasdóttir sem er listrænn stjórnandi Kórastefnunnar og skipuleggur þetta alltsaman á heiður skilið - þvílík perla sem hún er. Sungið var í Dimmuborgum, í jarðböðunum og í lokin voru tónleikar við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Ég held að ég hafi fengið vængi þegar ég söng "Drottinn er minn hirðir" með Sinfóníuhljómsveitinni og öllum konunum.
Myndin er af mér og nokkrum kórsystra minna í kokteilboði við lok Kórastefnunar á Mývatni.
Bara til að minna ykkur á, þá eru konur sem syngja í kvennakór skemmtilegar og bara gaman að vera með þeim.
Setti inn myndir af syninum Ívari en hann var kynnir á hátíðarhöldunum á Álftanesi, annað árið í röð.
Njótið dagsins elskurnar og munum eftir "knúsi dagsins"
Dægurmál | Miðvikudagur, 17. júní 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þessi speki er úr kærleikskornum Guðrúnar Bergmann og ég dró þetta "spil" í morgun. Það fyrsta sem mér datt í hug er allt dótið sem ég geymi og má ekki henda eða láta í burtu. Ég er algjör safnari og held fast um allt sem ég á. Ekki er ég að kaupa mikið nýtt, nema þegar ég er á hippamörkuðum - þá vantar mér alltaf eitthvað En ég er til í að taka að mér gamalt dót, sem ég held að ég noti einhvern tímann, mögulega. Og ég elska að fá notuð föt.
Ég á bók, sem heitir "Burt með draslið" og segir þessi bók manni hvað er drasl og hvað ekki. Þessa bók þyrfti ég að lesa í hverjum mánuði því ég virðist alltaf gleyma hvað stendur í henni. Eftir lestur hennar þá fer alltaf eitthvað pínulítið í Sorpu eða í ruslið. T.d. er fatalagerinn hér á þessum bæ eins og þrjár konur búi hérna og eins er með skóna. Að vísu þá pakka ég skónum niður í kassa vel og vandlega og tek þá svo upp nokkrum árum seinna og set aðra ofan í kassann. Spariskórnir mínir þetta árið eru t.d. yfir 20 ára gamlir. Það verður ekki minnst á veskin - gæti sett upp verslun.
Ég á garn eins og það sé prjónaverksmiðja hérna (er að vísu dugleg að prjóna). Kaupi alltaf aðeins of mikið og þetta safnast fyrir og auðvitað hendi ég ekki garnafgöngum. Svona mætti lengi telja. En fyndnast finnst mér samt pakkaskrautið - bönd og slaufur - sem ég að vísu nota oft en það mætti nú alveg létta aðeins á þessu.
Líklegast er einhver í sömu sporum og ég en allavega veit ég hvaða bók ég tek með mér í rúmið í kvöld "Burt með draslið"
Ég er á bakvakt alla helgina svo ekki verður mikið tekið til - kannski eitthvað.
Góða helgi elskurnar og njótið vorsins og blíðunnar.
Lífstíll | Laugardagur, 2. maí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
..... sem vert er að prófa um helgina. Það er sem sagt búið að betrum bæta bjórinn sem heitir Kaldi. Sett hefur verið pínkulítið (já bara pínkulítið) af Víagra í hann og heitir hann núna ......................................Stinningskaldi
Spaugilegt | Fimmtudagur, 30. apríl 2009 (breytt kl. 21:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Kvennakór Hafnarfjarðar verður með vortónleika í Hásölum Hafnarfirði í kvöld kl. 20. Hásalir er salur safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.
Þetta verða fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar; íslensk lög og erlend, söngleikjalög, falleg "gæsahúðalög"...........
Miðaverð er aðeins 1500 og verða miðar seldir við innganginn. Stjórnandi er Erna Guðmundsdóttir og undirleikar er Antonia Hevesí, sem allir þekkja.
Skemmtilegir tónleikar - skemmtilegar konur - frábær skemmtun.
Tónlist | Þriðjudagur, 28. apríl 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
... gleymdi að minnast á það í síðustu færslu. Hann þarf að vera sterklegur, duglegur og það er betra ef hann er myndarlegur. Vitið þið um einhvern?
Þegar ég var úti í garði seinnipartinn þá komst ég að þessu. Ég þarf viðhaldið í garðvinnuna, þessa erfiðu. Það er það eina sem hann þarf að gera erfiðu garðvinnuna - sjá um erfiða viðhaldið á garðinum . Ég var að klippa í dag og taka stórar dauðar greinar af trjám sem eru vaxin mér upp fyrir höfuð. En í staðin fyrir að halda áfram þá fór ég að kroppa börkinn af dauðu greinunum, til að þurrka - úða börkinn og set inní stóra bók - eina gamla hjúkrunarbók, sem ég nota til að þurrka og pressa börk og jurtir. Þetta gengur ekkert svona - en ef "viðhaldið" sæi um þessi verk þá gæti ég dúllað mér
og ef hann er myndarlegur þá mætti glápa smá
Lífstíll | Sunnudagur, 26. apríl 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tónlist | Sunnudagur, 26. apríl 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Dægurmál | Sunnudagur, 19. apríl 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Matur og drykkur | Miðvikudagur, 15. apríl 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Dægurmál | Laugardagur, 11. apríl 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Lífstíll | Sunnudagur, 5. apríl 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
-
holmdish
-
tigercopper
-
liljabolla
-
blavatn
-
totad
-
kruttina
-
gunnagusta
-
hlini
-
christinemarie
-
skordalsbrynja
-
gudrununa
-
hross
-
vilma
-
skelfingmodur
-
jeg
-
atvinnulaus
-
saedishaf
-
athena
-
sigrunsigur
-
maggatrausta
-
elina
-
bjarkitryggva
-
bjarnihardar
-
ingahel-matur
-
curvychic
-
gattin
-
pensillinn
-
songfuglinn
-
audurproppe
-
topplistinn
-
gudrunjona
-
hamingjustundir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 83395
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar