Svaðilför til Akureyrar......

Akureyri 002..... nei kannski ekki alveg rétt - en frúin er mjög bílhrædd og fer helst ekki yfir heiðar á veturna. Þegar ég var að undirbúa mig fyrir ferðina norður var eins og ég væri að fara í svaðilför - við öllu búin. Svo gekk auðvitað allt eins og í sögu og kvíðahnúturinn í maganum vikuna fyrir bröttför var ekki til staðar á leiðinni. Kommon! við erum á fjórhjóladrifnum bíl á góðum dekkjum, alvanur bílstjóri og vegheflar sem halda þjóðvegi 1 opnum. Svo sit ég afturí og prjóna á meðan unglingurinn sér um að hafa músík sem frúnni líkar Smile

En það var gaman að heimsækja Hjördísi og Craig, gott að búa hjá þeim og bara að vera með þeim. Á sunnudagskvöldinu elduðu þau handa okkur mexikanskan mat - þau eru mjög góðir kokkar - pizzan þeirra svíkur sko engann - allt homemade - hrist niður úr erminni.

Mér finnst Akureyri alltaf sjarmerandi - sérstaklega eftir að dóttirin og bretinn fluttu þangað - og er alveg til í aðra "svaðilför"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég þori ekki að heimsækja mína dóttur sem býr fyrir norðan á veturna.    Ég er svo veðurhrædd. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.2.2009 kl. 00:36

2 Smámynd: Aprílrós

Málið er bara að leggja af stað, ef eitthvað er þá gera ævintýri úr því , þá er ég að meina ef bíllinn bilar, festist í snjó, springur.

Aprílrós, 24.2.2009 kl. 07:32

3 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Best að taka ALLT með sér, þá gengur allt eins og smurt....gleymirðu hins vegar tannburstanum...eða varasalvanum...eða sokkum til skiptana, þá lendirðu líka í mergjaðri veislu með kæstan hákarl fastan á milli tanna, og færð bruna-kuldasár á varirnar, og vertu viss þú dúndrar á spariskónum beint ofan í ökkladjúpan drullupoll...!  Trúðu mér, er kona sem talar af (biturri) reynslu.

Sigríður Sigurðardóttir, 24.2.2009 kl. 08:16

4 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Akureyri er góður staður. Það var gott að þið nutuð dvalarinnar.

Guðrún Una Jónsdóttir, 25.2.2009 kl. 17:11

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 25.2.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband