Færsluflokkur: Dægurmál

Shell búin að hækka - þið megið geta hvað hann kostar þar ........

........... auðvitað vissuð þið það - hann kostar 186,80 kr. lítrinn.

Sama og hjá hinum - enda bullandi samkeppni á þessum markaði.


mbl.is N1 hækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullna hliðið !

Gullna hliðið er á Álftanesi og er veitingahús - ef einhver skildi ekki vita það. Enginn Lykla-Pétur, bara Bogi. 

Þarna er held ég sá albesti matursem ég hef smakkað. Ég á bara ekki orð að lýsa þessum mat, fólk verður bara að fara og smakka. Þjónustan frábær og allt eitthvað svo krúttlegt, diskarnir og allt skrautið er svo flott en samt ekki " too much"

Nú verð ég allavega að fara í "Asian market" og kaupa engifer; einhvern engifer sem ég man ekki hvað heitir, vona bara að ég þekki nafnið þegar ég heyri það. Langar mest að bjóðast til að hjálpa kokkinum - kannski tvö kvöld og læra eitthvað af henni - þvílíkur lystakokkur.

Allavega fórum við saman rúmlega 20 af skurðstofunni og áttum saman frábært kvöld - enda bara skemmtilegt fólk sem vinnur á skurðstofu LSH.

Hafið það gott allesammen það sem eftir lifir helgar Heart Kissing


Bók-hveiti.....

.... allt er nú til - bókhveitinúðlur - smakkaði þær í kvöld - það var Nings í matinn. "Bókhveiti núðlur innihalda mikið að trefjum og góðum snefilefnum og vítamínum" segir á nings.is. Þar er líka sagt frá fleiri tegundum og nú vill ég smakka þær allar.

"Konnyaku núðlur er heilsusprengja frá Japan" segja meira að segja að þetta sé Guðs gjöf - ég legg nú ekki meira á ykkur í bili. Jú annars

"Green tea núðlur eru unnar úr bókhveiti sem hefur verið bætt með dufti úr grænu tei" og þakka t.d. Japanir græna teinu langlífi sitt.

Mín ætlar í "heilsubúð" eftir helgi að versla.

Þessi færsla er í boði Nings Wink

Annars var minn dagur mjög góður, fór út að ganga (klukkustundarganga) og hitti hestana á Grund, krumma í fjörunni, trukkabílstjóra fyrir aftan Sjávargötu og mann með hund. Þegar ég kom heim þá heilsaði hann mér hann Keli í næsta húsi - var samt ekki ánægður með mig og ég vona bara að lyktin af stóra hundinum sem ég heilsaði áður hafi verið orsökin. Sat svo undir svölunum í sólinni og prjónaði á meðan feðgarnir fóru með bílinn minn og settu vetrardekkin undir. þeir eru svo góðir við mig þessir feðgar enda hef ég alltaf verið þakklát fyrir þá.

Nonni uppáhaldsbróðir og Guðrún kona hans ásamt mömmu komu og borðuðu með okkur Nings - sem klikkar aldrei. Auðvitað var grænt te með - við ætlum öll að verða langlíf, eða þannig sko.

Njótum augnabliksins og verum góð við hvert annað  HeartKissing

 


að byggja upp eða að brjóta niður ....

Klukkan er eitt eftir hádegi þegar ég leggst uppí sófa og hugsa; ÓMG ég nenni engu - ætla aðeins að leggja mig. Þar sem ég ligg þá hvarflar hugurinn að þvottavélinni - skildi hún vera búin að þvo? Ætti kannski að hengja uppúr henni áður en ég legg mig?

Biddu nú við hugsa ég - ég hef nú eitthvað gert í morgun fyrst þvottavélin er í gangi. Fór yfir í huganum hvað ég hafði verið að gera um morguninn og það var bara slatti.

Eldaði mér hafragraut með rúsinum, prjónaði lopahúfuna fyrir Craig, sem ég var búin að fytja uppá, gekk frá endum og þvoði hana, þvoði klósettið á neðrihæðinni, tók handklæðin niður af snúrunni, braut saman og gekk frá þeim, þvoði eina stóra og hengdi upp og setti í aðra, tók eftir hvað útidyrahurðin var orðin grá - skellti tekkolíu á hana (þetta er tekkhurð) og fyrst ég var komin með olíuna þá skellti ég henni líka á borðið undir svölunum. Að lokum eldaði ég mér gurmé grænmetisrétt í hádeginu; grasker, gulrætur, zucchini og sveppi í niðursoðinni kókosmjólk og kryddi.  

Ég var sem sagt södd eftir hádegismatinn þegar ég lagðist uppí sófa, búin að öllu þessu - fyrir utan að horfa á Bold and the beautiful, lesa moggann, senda tölvupósta og lesa póstinn minn, fá mér kaffi og .... , borða mandarínu ......... 

Einu sinni var mér sagt að maður hefur val um tvennt:

að byggja upp - eða að brjóta niður

en einhvernvegin er ég meira í þessu seinna, þótt mig langi að vera í þessu fyrra.

En ég lagði mig í klukkutíma - og byggði mig upp !!


Sumir eru Quizzandi út í eitt !

Ég hef aldrei skilið þetta quiz - hvað maður heitir á japönsku, hvenær maður deyr, hvaða eðalsteinn maður er ............. og ég veit ekki hvað og hvað.

já eitt enn - hvað foreldrar mínir hefðu átt að skíra mig ??? Til hvers ?? ´

Þvílíkt bull.

Og í ofanálag eru þessir vinir mínir sem eru quizzandi að dreifa upplýsingum um mig - úr mínum "prófíl".  Nú fer ég yfir "prófílinn" minn Blush Crying að vísu er ég ekki með nein leyndarmál þar - það er samt óþægilegt að upplýsingar um mann fari um víðan völl.


mbl.is Upplýsingum deilt á Fésbókinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langar þig að syngja?

Kvennakór Hafnarfjarðar

 

Það er bara gaman að vera í kvennakór - alla vega finnst mér það og okkur sem erum í Kvennakór Hafnarfjarðar.

Skráning nýrra kórfélaga verður í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á

miðvikudag 2. sept kl 18,00 - 19,00

og

fimmtudag 3. sept kl. 18,30 - 19,30

Hlakka til að sjá nýjar konur sem eru til í að taka þátt í skemmtilegu starfi með okkur í vetur

 


Bara létt ganga og ekkert príl.......

og ég ákvað að fara með þeim, Grétu, Þorbjörgu og Birnu - fjallageitunum. Lagt var af stað Ketilstíg uppað Arnarvatni en þar var beygt af Ketilstígnum og haldið hringinn í kringum vatnið. Þar eru Hattur og Hetta og fleiri "fjöll" en þessi fjöll eru bara rúmlega 300 metra há.

Gengið var upp og niður, upp og niður, prílað og prílað. Gengið á hverasvæði, hrauni, mýri, farið yfir rafmagnsgirðingar, klifrað í klettum - frekar fjölbreytt landslag þarna þótt mestur hluti sé gróðurlítill. Umhverfið er svo fallegt þarna og útsýnið til allra átta. Það var svo bjart að maður sá Eyjafjallajökul, Ingólfsfjall og ........ ég kann ekki að nefna allt.

Þegar við komum að bílnum höfðum við gengið í 4 klst og ég þorði ekki að minnast á hvað ég var þreytt - er bara ánægð að halda í við þær og að þær bjóði mér alltaf með.ketilstígur 21 ágúst 010 

Þetta er bara yndislegt að ganga svona úti í náttúrunni sérstaklega með skemmtilegum göngufélögum.

 


Geitungar í höfuðborginni !!

Einhvernvegin hafa geitungar alveg farið fram hjá mér undanfarin ár. Eiginlega hef ég ekki þekkt þá í sjón almennilega - þar til í dag. 

Skrapp í miðbæinn í dag með móður minni og settumst niður á Jómfrúnni. Fljótlega varð ég var við þessi kvikindi - geitunga - en þegar móðirin fékk eplasafann sem hún pantaði sér þá streymdu þeir að okkur. Þeir vilja segeitungurm sagt eplasafa blessaðir. Við borðuðum okkar dásamlega smørrebrød inni.

Aldrei klikkar Jómfúin - góð þjónusta - góður matur - viðráðanlegt verð og svo er bara boðið uppá geitunga úti.

Njótið góða veðursins og ekki gleyma "knúsi dagsins" Heart


Enn einn góður dagur .......

................... í dag - sólin tekur á móti manni þegar maður opnar hurðina í morgun - yndislegt. Ég er svo heppin að geta farið út á náttkjólnum með kaffið mitt á morgnanna og horft á sólina og blómin. Er mín að verða væmin - þarf einhver ógleðistillandi - nei nei ................................. ég er búin.

Sonur minn er algjör snillingur að taka myndir - setti inn nokkrar sem ég "hnupplaði" frá honum. Myndirnar af býflugunum "mínum" eru æðislegar. Mér finnst býflugurnar svo skemmtilegar - get horft endalaust á þær og hlustað á suðið í þeim.

Farin út í garð Cool njótið helgarinnar allir saman og munum að vera góð við hvort annað.

 


Það sem maður lætur hafa sig út í ......

Í gær var ég úti í garði að vesenast þegar síminn hringdi. Það var Gréta vinkona............hæ, hvað segir þú .............við Þorbjörg ætlum í fjallgöngu................. ertu með.............?? Þar sem ég fór nú á Mosfell 2 dögum áður ákvað ég bara að skella mér................ já ég kem svara ég ............... fínt segir Gréta............... sjáumst á planinu kl.......... við ætlum á .............. Móskarðshnjúka.............. bæ bæ.

Ég ákvað að hætta garðvinnunni og undirbúa fjallgönguna, þetta fjall er víst eitthvað hærra en Mosfellið. Lopapeysan, regnjakkinn, djús í flösku, samloka, hnetur og rúsínur í poka - allt að verða klárt.

Þegar við komum að Skarðsá, þar sem gangan byrjar, reimum við á okkur skóna og setjum pokana á bakið. Þær fjallageiturnar með smá poka en ég með útbúnað fyrir FJALLGÖNGU. Til að gera langa sögu stutta þá var ég svo heppin að þær þurftu held ég þrisvar að taka myndir á leiðinni upp og einu sinni að pissa - svo ég gat smá kastað mæðinni. Ég hélt á tímabili að ég mundi ekki hafa þetta - þorði ekki að kíkja á símann hvort GSM samband væri ef hjartað færi út úr brjóstkassanum eins og allt útlit var fyrir. En einhvernveginn þokaðist þetta og á toppinn komst ég.

Þegar á toppinn var komið þá hvarf öll þreyta - þvílíkt útsýni og þvílíkur áfangi og þvílík gleði.móbergshnjúkar 013

Sveitt, þreytt og ánægð með þær stöllur að láta sér detta í hug að bjóða mér með var haldið heim. Í freyðibaði og með sérrýglasið hvarf þreytan og mín sofnaði eins og engill.

Hvert dettur þeim svo næst í hug að fara?? 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband