Færsluflokkur: Dægurmál

Falleg tónlist getur algjörlega bjargað manni.........

................... þegar maður er að fara á límingunum.

Það er að komast mynd á eldhúsið mitt - þetta er allt að koma - en ég er að fara á límingunum, finnst þetta ekki ganga nógu hratt fyrir sig - kannast einhver við svona bráðlæti ??

En það verður allt nýtt í eldhúsinu nema ísskápurinn og ég Wink. Jú gamla leirtauið verður líka í nýju innréttingunni. Það hefur ýmislegt farið til Frú Sorpu - ótrúlegt en satt - ég hef hent helling - enda les ég bókina "Burt með draslið" aftur á bak og áfram.

Svo er ég búin að velja mér ofn og uppþvottavél. Aldrei í lífinu hef ég haft uppþvottavél svo ég þekki ekki þægindin og ofninn minn er ca 50 ára gamall Siemens - ekki með blæstri - svo núna verður "ungfrú Álftanes" bæði með uppþvottavél og blástursofn - vona bara að hún kunni að meta þessi "þægindi".

Móttettukórinn (jóladiskurinn) er bara settur á og haldið áfram að raða í skápana. Unglingurinn á heimilinu hefur sko skoðun á því hvernig er raðað í fínu stóru skúffurnar. Uppgötvaði það að hann er oftast látinn leggja á borðið - því hann vill hafa hnífapör, glös og diska í röð - bara frábært.

Njótið dagsins Heart eins og ég ætla að gera Kissing

 


STEINGEITIN stjörnuspá dagsins..............

.................... Þú ert upp á þitt besta og getur nánast samið um hvað sem er því þú færð fólk svo auðveldlega á þitt band. Taktu þér tíma til þess að sinna sjálfum þér og byggja þig upp.

Seinni setningin á mjög vel við - þarf einmitt að gefa mér tíma í að sinna sjálfum mér.

Þetta kemur frá Mogganum - og ekki lýgur Mogginn Heart


er búin að njóta hverra einustu hitaeiningu.......

................. sem ég hef látið oní mig um helgina. Þetta er cirka mánaðarskammtur - ekki minna.

Jólahlaðborðið á Loftleiðum á föstudagskvöldið var svo gott - fór örugglega átta ferðir og borðaði fyrir allan peninginn. Það er ótrúlegt hvað maður getur borðað - situr í nokkra klukkutíma borðar og talar og getur svo varla hneppt að sér kápunni þegar maður fer heim.

Hitaeiningarnar soguðust að mér og eltu mig alla helgina, neyddist til að kaupa sumar þeirra - þær voru svo aðgangsharðar.

Annars hefur helgin verið matur, söngur og gleði. Svo verð ég bara að ganga af mér hitaeiningarnar í vikunni - þ.e.a.s. ef ég nenni því Wink

Hafið það sem allra best kæru vinir (og hinir líka) og njótið aðventunnar Heart 


það gleymist að segja frá okkur - við hitum upp fyrir Buffið ........

............. Kvennakór Hafnarfjarðar syngur á Thorsplani klukkan tvö, syngjum skemmtileg jólalög eins og okkur einum er lagið.

Kvennakórinn er einnig með eitt jólahúsið og frábæran varning til sölu á hóflegu verði.

Ef fólk vill koma sér í jólastemningu - þá er bara að koma í Jólaþorpið og njóta.


mbl.is Jólastemning á Thorsplani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólamarkaður um helgina - jólagjafir í lange bane á hóflegu verði

........ í kvöld og á morgun verður Kvennakór Hafnarfjarðar með sölubás í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Margt sniðugt og flott verður til sölu t.d.

handverk úr þæfðri ull Pottaleppar, úr ísl. lopa - hannað af Sigrúnu Óskars, smákökur, kryddbrauð, pönnukökur, sultur og margt fleira.

Verði verður stillt í hóf.

Það er alltaf stemning að fara á jólamarkað, hitta fólk sem er í jólaskapi og kaupa "öðruvísi" jólagjafir.

Kvennakórinn syngur í Jólaþorpinu kl. 14:00 og eins og svo margir vita þá erum við bara góðar.

Vona svo að allir hafi það sem allra best yfir helginaHeart


Burt með draslið !!

Eitthvað kom fyrir á mínu heimili í gærkveldi - ég veit ekki hvað - en sá fimmtugi ruglaðist eitthvað í ríminu.

Þegar ég kom heim af raddæfingu í gærkveldi þá hafði sá fimmtugi staðið upp frá tölvunni Wink fengið unglinginn í lið með sér og ........................................

rifið gólfdúkinn af eldhúsgólfinu og skrúfað af veggnum einn eldhússkáp. Segist svo ætla að flísaleggja eldhúsið. Ég er ekkert óánægð með þetta - enda hafa flísarnar beðið nógu lengi inni í þvottahúsi.

En ég hafði mestar áhyggjur af því að einhverju hefði verið hent - einhverju sem ég er að safna og ætla einhverntíman að nota - kannski Blush. Tekið skal fram að þeir þorðu engu að henda, nema kexi sem var útrunnið 2008.  Svo hafði ég auðvitað áhyggjur af feðgunum, hvað kom eiginlega yfir þá ??? Sá fimmtugi sá stjörnhrap um daginn - ætli það hafi eitthvað að segja Errm

Núna er ég sem sagt að "taka til " í eldhússkápunum og losa þá - því það þarf að færa innréttinguna til að flísaleggja undir henni. Notaði tækifærið og byrjaði strax í gærkveldi að lesa bókina "Burt með draslið" og ætla að vera dugleg að henda - í alvörunni.

Fyrir konur eins og mig þá er þessi bók algjör biblía og verður að lesast reglulega. Annars væri ekkert pláss fyrir feðgana í húsinu fyrir dóti sem ég væri að sanka að mér og "geyma" og þá væri heldur ekkert flísalagt Grin

Þeir eru auðvitað frábærir þessir feðgar og ég elska þá báða út af lífinu InLove gerði það líka áður en framkvæmdir hófust Heart

Hafið það gott allir saman - ég ætla að halda áfram með næst bestu bók í heimi: Burt með draslið.


ég ætla að bjóða í félagið .........

.............  og fá lán í Íslandsbanka. Set að veði þann hluta (49%) Skeljungs sem ég kaupi.

Ef illa fer þá þá tapar Íslandsbanki en ef vel gengur þá græði ég.

Er þetta ekki svona sem kaupin gerast á "eyrinni"??

 


mbl.is 49% hlutur í Skeljungi til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prjónaði hjörtu ♥ á leiðinni út í Garð.......

......... en þar var "ættarmót". Frænka mín; bæjarstjórafrúin, á þar stórt hús og þar hittumst við afkomendur afa og ömmu. Amma mín, Elín Gunnarsdóttir hefði orðið 100 ára 12 nóv. Það er svo gaman að hitta allt þetta skemmtilega fólk, sem maður þekkir alltof lítið.

Svo ætlum við frænkurnar að hittast aftur - frænkuhittingur - er það ekki í tísku núna??

Unglingurinn minn (litla barnið, sem er orðið stærra en ég) keyrði suðureftir eins og herforingi, búin að vera með æfingarleyfið í viku og keyrir allt sem farið er. Hann er fínasti bílstjóri, kurteis og varkár.

Hjörtun sem ég er að prjóna, eru rauð lopahjörtu, sem Prjóna-Jóna kórsystir mín hannaði og er að finna á facebook síðunni hennar. Ég set þau í þvottavélina og þæfi þau - bara flott.

Annars er ég í þvílíku prjónastuði þessa dagana, með lopa í stöflum og hugmyndirnar flæða. Þyrfti að hætta að vinna til að geta framkvæmt allar þessar hugmyndir - bæði prjóna- og föndurhugmyndirnar.

Þegar ég kemst á "pensjón" þá verður nóg að gera - ég skirfa nefninlega niður þessar hugmyndir mínar svo ég gleymi þeim ekki.

knús á alla - konur og kalla Heart Kissing 


Frábærir tónleikar í vændum !!

Adventutonleikar

Við í Kvennakór Hafnarfjarðar og Kvennakór Garðabæjar ætlum að halda saman aðventutónleika ásamt frábærum hljóðfæraleikurum. Dagskráin verður vönduð og metnaðarfull.

Það er bara yndislegt að byrja aðventuna á fallegum tónleikum, en þeir verða haldnir í:

Digraneskirkju; 30 nóv. kl 20:00

Viðistaðakirkju; 2. des kl 20:00

Miðaverð er einungis 2000 kr. í forsölu og hægt er að nálgast miða m.a. hjá mér (gsm: 699 0346) en það verður örugglega uppselt fyrir tónleikana.

 


Prjónakaffi......

Skellti mér í prjónakaffi hjá Prjóna Jónu kórsystur minni. Fór "alein" - settist hjá konum sem ég þekkti ekkert, en í svona samkvæmi þá getur maður bara sest hjá hverjum sem er. Allir að prjóna - skoða hjá hinum og bara að spjalla.

Þarna lærði ég "nýtt prjónamunstur" eitthvað gamalt sem ég hef aldrei séð áður. Sá líka hvernig hægt er að sauma t.d. handföng á töskur með "girni" en ég var einmitt í vandræðum hvernig ég ætti að sauma/festa handfangið á þæfðu töskuna sem ég gerði um daginn. 

Við hliðina á mér sat kona sem á fullt af fallegum steinum eins og ég - og hún vinnur í búð sem selur m.a. lím fyrir steina og fleira og fleira. Gat sagt mér allt sem ég þurfti að vita. Bara gaman að hitta svona konur, svo eru konur svo skemmtilegar.  

Um daginn fór ég í prjónakaffi í Hafnarfirði og lærði "rússneskt hekl" sem er mjög sérstakt og flott.

Jólaskrautið hennar Prjónu Jónu er líka æðislegt - prjónað úr lopa og þæft - ég á pottþétt eftir að gera svoleiðis - frábært í gjafir, sérstaklega fyrir útlendinga.

Ég held áfram að mæta í prjónakaffi - maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband