Færsluflokkur: Dægurmál
Ég sem geng bara á jafnsléttu því Álftanesið er allt lárétt og ég geng ekki út fyrir það. En heppnin var með mér í gær og ég fór með 3 skemmtilegum fjallageitum uppá Mosfell. Já ég veit að fjallið nær ekki 300 metrum en það er fjall engu að síður.
Veðrið var gott, fyrir utan smá rok, gott útsýni yfir höfuðborgina og í allar áttir. Þessar fjallageitur hafa gengið uppá hvert fjallið á fætur öðru, með fjallabók í hanskahólfinu, sem þær merkja í.
En útiveran og góður félagsskapur er stórt atriði og ég skemmti mér vel.
Þegar komið var heim, þá var sá fimmtugi að grilla - unglingurinn, Nonni bróðir og mamma öll að gera klárt svo við Gréta gengum eiginlega beint að þessu frábæra matarborði.
Ís með sýrópi og rjóma í eftirmat - þarf einhver að passa línurnar - nei ekki sú sem fær sér svo bláberjagraut með rjóma í morgunmat
Dægurmál | Laugardagur, 1. ágúst 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég bara spyr. Þá var skrifað margt og mikið um nafngreinda menn, og margt miður fallegt. Maður fékk stundum í magann yfir orðbragðinu, þótt sumt hafi verið satt. Aðallega fannst mér ummmæli um DO og Ástþór vera hræðilegust.
Kannski var einhverjum bloggurum úthýst þá - bara þegjandi og hljóðalaust og engin umræða um það. En það sem skrifað hefur verið um "sjáandann" kemst ekki með tærnar þar sem "kosningaumræðan" hafði hælanna. Doktorinn er bara eins og "túnfífill" miðað við marga.
En by the way - hús sem þolir 12 á righter ! Sá sem þetta segir veit ekkert um þennan skala, en hann hefur margföldunaráhrif - man ekki hvað þetta heitir. Ef jarðskjálfti upp á 12 kæmi hér, þá færi allt nema jarðskjálftahúsið og maður yrði einn eftir með Icesave! Hvað er varið í það?
Góða helgi alle sammen
Dægurmál | Föstudagur, 31. júlí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
.................. trúið mér, það verður svo kalt allan næsta vetur að það getur enginn farið út nema með húfu. Þetta varir næstum alla vetrarmánuðina.
Þess vegna er upplagt að gefa húfur í jólagjöf. Sé fyrir mér að það verði aðal jólagjöfin í ár. Það vill svo skemmtilega til að ég hef til sölu húfur, sem þola þennan kulda sem verður í vetur - enda gerðar úr íslenskum lopa af bestu gerð.
Nánari upplýsingar eru....................
nei þetta er bara grín - ég sé að vísu vel þegar ég er með linsurnar mínar. Þetta er bara í stíl við jarðskjálfta- grínið sem blöðin kokgleyptu við.
Húfurnar prjónaði ég í sumarfríinu - ekki að það hafi verið kalt - var bara að hugsa um næsta vetur - ef það skyldi verða kalt
Dægurmál | Miðvikudagur, 29. júlí 2009 (breytt kl. 11:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
..............búin að taka til, þurrka af og ryksuga - enginn aukaskítur þegar allt er yfirstaðið og matsmenn koma á vettvang. Svo er ég búin að fara í baðið og skipta um nærföt - ef maður skyldi lenda á slysó. Nei - bara grín - kannski ekkert grín - maður spyr sig. Allavega er þessi spádómur í huga manns, en ég er ekki hrædd við jarðskjálfta og vona að ef...... sá stóri kemur á eftir að ég verði bara róleg uppí rúmi að lesa.
Good night allesammen
Dægurmál | Mánudagur, 27. júlí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta nýja skordýr er eins og lítill járnsmiður nema koparlitað, alveg gjáandi, næstum eins og gull. Mjög fallegt og hleypur á stéttinni eins fætur toga. Ég hef aldrei séð þetta áður. Það eru svona alveg eins pöddur í garðinum nema bara svartar. Þessar eru miklu fallegri.
Veit einhver hvað þetta getur verið??
Í dag komu til mín tveir ungir og huggulegir menn með Varðturninn. Af og til kemur hingað, lengst út á Álftanes, fólk frá Vottum Jehóva með þetta blað og gefur okkur. Það er ekki eins og við búum í alfaraleið. Þeir bara gefa þetta og vonast auðvitað til að maður frelsist og gangi í þeirra söfnuð - eða hvað. Þetta er líklegast bara góðmennska - þeir ganga jú á Guðsvegum. Maður spjallar aðeins við þá, svo bara fara þeir.
Farin í rúmið með "karlar sem hata konur" - vinnan á morgun + bakvakt. Good night og dreymi ykkur fallega
Dægurmál | Miðvikudagur, 22. júlí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú fer sumarfríið að klárast - byrja að vinna á fimmtudaginn - Skrítið hvað 4 vikur líða hratt!
Fríið hefur verið æðislegt - fórum vestur á strandir og á vestfirði, öll fimm saman. Veðrið var gott allan tímann, sem skiptir miklu máli. Gistingin "heppnaðist" vel en ég var búin að panta svefnpokagistingu fyrir okkur. Gistiþjónusta Sunnu á Drangsnesi toppar það samt alveg - mjög flott gisting fyrir sanngjarnt verð.
Ég á eftir að fara aftur á vestfirði, það er svo margt að sjá og skoða - engan vegin hægt að gera það í einni ferð.
Við fórum einnig í dagsferð uppí Landmannalaugar. Hjördís og Craig ætluðu þangað á "puttanum" en við skutluðum þeim bara - alltaf gaman að koma þangað, ganga "hringinn" inní Grænagil - ólýsanleg fegurð.
Ég er heppin að fá svona gott veður þessa viku - garðvinnan er svo miklu skemmtilegri í sól. Skrítið hvað arfinn vex hratt, þegar maður bregður sér af bæ í hálfan mánuð. En mér finnst nú skemmtilegt að liggja á hnjánum í garðinum ( mér finnst samt ósanngjarnt að ég fái ekki kúlurass)
hafið það gott alle sammen
Dægurmál | Þriðjudagur, 21. júlí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég er komin í sumarfrí og þess vegna verður gott veður, sól og hiti næstu 4 vikurnar. Undanfarið hef ég verið mikið að vinna - alltaf á bakvakt og alltaf að vinna á þessum bakvöktum - svo nú er komin tími á garðvinnu í góðu veðri; sól - hlýrabolur og vinnuvettlingar - panta svo rigningu á nóttunni svo ég þurfi ekki að vökva. Annars vökva ég bara á hlýrabolnum
![]() |
Verður 20 stiga múrinn rofinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Miðvikudagur, 24. júní 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég bara spyr!
Á www.vedur.is er sýnt hvernig veðrið á höfuðborgarsvæðinu er núna og það á að vera léttskýjað sól og alles. Ég er búin að fara út og gá - sé enga sól - bara ský. Setti upp sólgleraugu - samt engin sól. Bara sól í hjarta og á vedur.is.
Ætla samt útí garð í garðverkin - enda er veður bara hugarfar og tákn á skjánum hjá veðurfræðingum veðurstofunnar. Eru ekki gluggar á veðurstofunni?
Eigið góðan dag allir saman - hvernig sem veðrið er
Dægurmál | Sunnudagur, 21. júní 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Segi nú bara sæl allir saman á 17. júní - hef ekki verið á blogginu í einn og hálfan mánuð.
Fékk allt í einu nóg af öllu þessu neikvæða í þjóðarumræðunni. Það var bara neikvæð stjórnmálaumræða og niðurrif - lítið talað um allt það góða sem er í kringum okkur. Kannski hefur þetta breyst - á eftir að kanna landið, lesa bloggvini - svei mér þá ef ég hef ekki saknað sumra. Það er ekki það að ég sé svona rosaleg jákvæð alltaf - get t.d. tapað mér yfir olíufélögunum, bensínverðinu, samráðinu ..........
Fyrstu helgina í júní fór ég ásamt Kvennakór Hafnarfjarðar á Kórastefnu 2009 á Mývatni. Það var auðvitað æðisleg ferð - sungið og hlegið alla helgina. Set inn myndir bráðum. Margrét Bóasdóttir sem er listrænn stjórnandi Kórastefnunnar og skipuleggur þetta alltsaman á heiður skilið - þvílík perla sem hún er. Sungið var í Dimmuborgum, í jarðböðunum og í lokin voru tónleikar við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Ég held að ég hafi fengið vængi þegar ég söng "Drottinn er minn hirðir" með Sinfóníuhljómsveitinni og öllum konunum.
Myndin er af mér og nokkrum kórsystra minna í kokteilboði við lok Kórastefnunar á Mývatni.
Bara til að minna ykkur á, þá eru konur sem syngja í kvennakór skemmtilegar og bara gaman að vera með þeim.
Setti inn myndir af syninum Ívari en hann var kynnir á hátíðarhöldunum á Álftanesi, annað árið í röð.
Njótið dagsins elskurnar og munum eftir "knúsi dagsins"
Dægurmál | Miðvikudagur, 17. júní 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þessi speki er úr kærleikskornum Guðrúnar Bergmann og ég dró þetta "spil" í morgun. Það fyrsta sem mér datt í hug er allt dótið sem ég geymi og má ekki henda eða láta í burtu. Ég er algjör safnari og held fast um allt sem ég á. Ekki er ég að kaupa mikið nýtt, nema þegar ég er á hippamörkuðum - þá vantar mér alltaf eitthvað En ég er til í að taka að mér gamalt dót, sem ég held að ég noti einhvern tímann, mögulega. Og ég elska að fá notuð föt.
Ég á bók, sem heitir "Burt með draslið" og segir þessi bók manni hvað er drasl og hvað ekki. Þessa bók þyrfti ég að lesa í hverjum mánuði því ég virðist alltaf gleyma hvað stendur í henni. Eftir lestur hennar þá fer alltaf eitthvað pínulítið í Sorpu eða í ruslið. T.d. er fatalagerinn hér á þessum bæ eins og þrjár konur búi hérna og eins er með skóna. Að vísu þá pakka ég skónum niður í kassa vel og vandlega og tek þá svo upp nokkrum árum seinna og set aðra ofan í kassann. Spariskórnir mínir þetta árið eru t.d. yfir 20 ára gamlir. Það verður ekki minnst á veskin - gæti sett upp verslun.
Ég á garn eins og það sé prjónaverksmiðja hérna (er að vísu dugleg að prjóna). Kaupi alltaf aðeins of mikið og þetta safnast fyrir og auðvitað hendi ég ekki garnafgöngum. Svona mætti lengi telja. En fyndnast finnst mér samt pakkaskrautið - bönd og slaufur - sem ég að vísu nota oft en það mætti nú alveg létta aðeins á þessu.
Líklegast er einhver í sömu sporum og ég en allavega veit ég hvaða bók ég tek með mér í rúmið í kvöld "Burt með draslið"
Ég er á bakvakt alla helgina svo ekki verður mikið tekið til - kannski eitthvað.
Góða helgi elskurnar og njótið vorsins og blíðunnar.
Dægurmál | Laugardagur, 2. maí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
-
holmdish
-
tigercopper
-
liljabolla
-
blavatn
-
totad
-
kruttina
-
gunnagusta
-
hlini
-
christinemarie
-
skordalsbrynja
-
gudrununa
-
hross
-
vilma
-
skelfingmodur
-
jeg
-
atvinnulaus
-
saedishaf
-
athena
-
sigrunsigur
-
maggatrausta
-
elina
-
bjarkitryggva
-
bjarnihardar
-
ingahel-matur
-
curvychic
-
gattin
-
pensillinn
-
songfuglinn
-
audurproppe
-
topplistinn
-
gudrunjona
-
hamingjustundir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 83395
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar