Það sem maður lætur hafa sig út í ......

Í gær var ég úti í garði að vesenast þegar síminn hringdi. Það var Gréta vinkona............hæ, hvað segir þú .............við Þorbjörg ætlum í fjallgöngu................. ertu með.............?? Þar sem ég fór nú á Mosfell 2 dögum áður ákvað ég bara að skella mér................ já ég kem svara ég ............... fínt segir Gréta............... sjáumst á planinu kl.......... við ætlum á .............. Móskarðshnjúka.............. bæ bæ.

Ég ákvað að hætta garðvinnunni og undirbúa fjallgönguna, þetta fjall er víst eitthvað hærra en Mosfellið. Lopapeysan, regnjakkinn, djús í flösku, samloka, hnetur og rúsínur í poka - allt að verða klárt.

Þegar við komum að Skarðsá, þar sem gangan byrjar, reimum við á okkur skóna og setjum pokana á bakið. Þær fjallageiturnar með smá poka en ég með útbúnað fyrir FJALLGÖNGU. Til að gera langa sögu stutta þá var ég svo heppin að þær þurftu held ég þrisvar að taka myndir á leiðinni upp og einu sinni að pissa - svo ég gat smá kastað mæðinni. Ég hélt á tímabili að ég mundi ekki hafa þetta - þorði ekki að kíkja á símann hvort GSM samband væri ef hjartað færi út úr brjóstkassanum eins og allt útlit var fyrir. En einhvernveginn þokaðist þetta og á toppinn komst ég.

Þegar á toppinn var komið þá hvarf öll þreyta - þvílíkt útsýni og þvílíkur áfangi og þvílík gleði.móbergshnjúkar 013

Sveitt, þreytt og ánægð með þær stöllur að láta sér detta í hug að bjóða mér með var haldið heim. Í freyðibaði og með sérrýglasið hvarf þreytan og mín sofnaði eins og engill.

Hvert dettur þeim svo næst í hug að fara?? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband