Færsluflokkur: Bloggar
og ég ákvað að fara með þeim, Grétu, Þorbjörgu og Birnu - fjallageitunum. Lagt var af stað Ketilstíg uppað Arnarvatni en þar var beygt af Ketilstígnum og haldið hringinn í kringum vatnið. Þar eru Hattur og Hetta og fleiri "fjöll" en þessi fjöll eru bara rúmlega 300 metra há.
Gengið var upp og niður, upp og niður, prílað og prílað. Gengið á hverasvæði, hrauni, mýri, farið yfir rafmagnsgirðingar, klifrað í klettum - frekar fjölbreytt landslag þarna þótt mestur hluti sé gróðurlítill. Umhverfið er svo fallegt þarna og útsýnið til allra átta. Það var svo bjart að maður sá Eyjafjallajökul, Ingólfsfjall og ........ ég kann ekki að nefna allt.
Þegar við komum að bílnum höfðum við gengið í 4 klst og ég þorði ekki að minnast á hvað ég var þreytt - er bara ánægð að halda í við þær og að þær bjóði mér alltaf með.
Þetta er bara yndislegt að ganga svona úti í náttúrunni sérstaklega með skemmtilegum göngufélögum.
Bloggar | Laugardagur, 22. ágúst 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Einhvernvegin hafa geitungar alveg farið fram hjá mér undanfarin ár. Eiginlega hef ég ekki þekkt þá í sjón almennilega - þar til í dag.
Skrapp í miðbæinn í dag með móður minni og settumst niður á Jómfrúnni. Fljótlega varð ég var við þessi kvikindi - geitunga - en þegar móðirin fékk eplasafann sem hún pantaði sér þá streymdu þeir að okkur. Þeir vilja sem sagt eplasafa blessaðir. Við borðuðum okkar dásamlega smørrebrød inni.
Aldrei klikkar Jómfúin - góð þjónusta - góður matur - viðráðanlegt verð og svo er bara boðið uppá geitunga úti.
Njótið góða veðursins og ekki gleyma "knúsi dagsins"
Bloggar | Sunnudagur, 16. ágúst 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
................... í dag - sólin tekur á móti manni þegar maður opnar hurðina í morgun - yndislegt. Ég er svo heppin að geta farið út á náttkjólnum með kaffið mitt á morgnanna og horft á sólina og blómin. Er mín að verða væmin - þarf einhver ógleðistillandi - nei nei ................................. ég er búin.
Sonur minn er algjör snillingur að taka myndir - setti inn nokkrar sem ég "hnupplaði" frá honum. Myndirnar af býflugunum "mínum" eru æðislegar. Mér finnst býflugurnar svo skemmtilegar - get horft endalaust á þær og hlustað á suðið í þeim.
Farin út í garð njótið helgarinnar allir saman og munum að vera góð við hvort annað.
Bloggar | Laugardagur, 15. ágúst 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
.................. trúið mér, það verður svo kalt allan næsta vetur að það getur enginn farið út nema með húfu. Þetta varir næstum alla vetrarmánuðina.
Þess vegna er upplagt að gefa húfur í jólagjöf. Sé fyrir mér að það verði aðal jólagjöfin í ár. Það vill svo skemmtilega til að ég hef til sölu húfur, sem þola þennan kulda sem verður í vetur - enda gerðar úr íslenskum lopa af bestu gerð.
Nánari upplýsingar eru....................
nei þetta er bara grín - ég sé að vísu vel þegar ég er með linsurnar mínar. Þetta er bara í stíl við jarðskjálfta- grínið sem blöðin kokgleyptu við.
Húfurnar prjónaði ég í sumarfríinu - ekki að það hafi verið kalt - var bara að hugsa um næsta vetur - ef það skyldi verða kalt
Bloggar | Miðvikudagur, 29. júlí 2009 (breytt kl. 11:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
..............búin að taka til, þurrka af og ryksuga - enginn aukaskítur þegar allt er yfirstaðið og matsmenn koma á vettvang. Svo er ég búin að fara í baðið og skipta um nærföt - ef maður skyldi lenda á slysó. Nei - bara grín - kannski ekkert grín - maður spyr sig. Allavega er þessi spádómur í huga manns, en ég er ekki hrædd við jarðskjálfta og vona að ef...... sá stóri kemur á eftir að ég verði bara róleg uppí rúmi að lesa.
Good night allesammen
Bloggar | Mánudagur, 27. júlí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þetta nýja skordýr er eins og lítill járnsmiður nema koparlitað, alveg gjáandi, næstum eins og gull. Mjög fallegt og hleypur á stéttinni eins fætur toga. Ég hef aldrei séð þetta áður. Það eru svona alveg eins pöddur í garðinum nema bara svartar. Þessar eru miklu fallegri.
Veit einhver hvað þetta getur verið??
Í dag komu til mín tveir ungir og huggulegir menn með Varðturninn. Af og til kemur hingað, lengst út á Álftanes, fólk frá Vottum Jehóva með þetta blað og gefur okkur. Það er ekki eins og við búum í alfaraleið. Þeir bara gefa þetta og vonast auðvitað til að maður frelsist og gangi í þeirra söfnuð - eða hvað. Þetta er líklegast bara góðmennska - þeir ganga jú á Guðsvegum. Maður spjallar aðeins við þá, svo bara fara þeir.
Farin í rúmið með "karlar sem hata konur" - vinnan á morgun + bakvakt. Good night og dreymi ykkur fallega
Bloggar | Miðvikudagur, 22. júlí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nú fer sumarfríið að klárast - byrja að vinna á fimmtudaginn - Skrítið hvað 4 vikur líða hratt!
Fríið hefur verið æðislegt - fórum vestur á strandir og á vestfirði, öll fimm saman. Veðrið var gott allan tímann, sem skiptir miklu máli. Gistingin "heppnaðist" vel en ég var búin að panta svefnpokagistingu fyrir okkur. Gistiþjónusta Sunnu á Drangsnesi toppar það samt alveg - mjög flott gisting fyrir sanngjarnt verð.
Ég á eftir að fara aftur á vestfirði, það er svo margt að sjá og skoða - engan vegin hægt að gera það í einni ferð.
Við fórum einnig í dagsferð uppí Landmannalaugar. Hjördís og Craig ætluðu þangað á "puttanum" en við skutluðum þeim bara - alltaf gaman að koma þangað, ganga "hringinn" inní Grænagil - ólýsanleg fegurð.
Ég er heppin að fá svona gott veður þessa viku - garðvinnan er svo miklu skemmtilegri í sól. Skrítið hvað arfinn vex hratt, þegar maður bregður sér af bæ í hálfan mánuð. En mér finnst nú skemmtilegt að liggja á hnjánum í garðinum ( mér finnst samt ósanngjarnt að ég fái ekki kúlurass)
hafið það gott alle sammen
Bloggar | Þriðjudagur, 21. júlí 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég er komin í sumarfrí og þess vegna verður gott veður, sól og hiti næstu 4 vikurnar. Undanfarið hef ég verið mikið að vinna - alltaf á bakvakt og alltaf að vinna á þessum bakvöktum - svo nú er komin tími á garðvinnu í góðu veðri; sól - hlýrabolur og vinnuvettlingar - panta svo rigningu á nóttunni svo ég þurfi ekki að vökva. Annars vökva ég bara á hlýrabolnum
![]() |
Verður 20 stiga múrinn rofinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 24. júní 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég bara spyr!
Á www.vedur.is er sýnt hvernig veðrið á höfuðborgarsvæðinu er núna og það á að vera léttskýjað sól og alles. Ég er búin að fara út og gá - sé enga sól - bara ský. Setti upp sólgleraugu - samt engin sól. Bara sól í hjarta og á vedur.is.
Ætla samt útí garð í garðverkin - enda er veður bara hugarfar og tákn á skjánum hjá veðurfræðingum veðurstofunnar. Eru ekki gluggar á veðurstofunni?
Eigið góðan dag allir saman - hvernig sem veðrið er
Bloggar | Sunnudagur, 21. júní 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir það fyrsta þá er vorið komið í alvörunni - ég sá lóuna í dag. Hún var að spóka sig í túninu hjá Bessastöðum.
Svo í öðru lagi þá eru bara flestir hættir að blogga eða búnir að læsa blogginu sínu. Hvað er að gerast? Kannski Facebook Mér finnst bloggið skemmtilegra - það eru víst ekki margir á sama máli. Þeir sem blogga - þeir blogga allir um það sama - styrkina - kreppuna - stjórnina..........
Hvar eru þeir sem blogga um lífið og tilveruna? Ég bara spyr?
Í þriðja lagi þá var kvöldverðarborðið ekki "kreppulegt" á mínu heimili. Hamborgarahryggur fyrir fleiri en okkur þrjú. Sem er ekki gott því þá verð ég á kafi í afganginum á morgun. Það þýðir bara eitt: Barbamömmu syndromið = verð eins og Barbamamma í laginu.
Hafið það gott yfir páskana elskurnar
Bloggar | Laugardagur, 11. apríl 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
-
holmdish
-
tigercopper
-
liljabolla
-
blavatn
-
totad
-
kruttina
-
gunnagusta
-
hlini
-
christinemarie
-
skordalsbrynja
-
gudrununa
-
hross
-
vilma
-
skelfingmodur
-
jeg
-
atvinnulaus
-
saedishaf
-
athena
-
sigrunsigur
-
maggatrausta
-
elina
-
bjarkitryggva
-
bjarnihardar
-
ingahel-matur
-
curvychic
-
gattin
-
pensillinn
-
songfuglinn
-
audurproppe
-
topplistinn
-
gudrunjona
-
hamingjustundir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar