Færsluflokkur: Bloggar
..... að eitthvað er að gerast í þjóðmálunum - vona samt að ekkert verði gert í fljótfærni. Tek hattinn ofan fyrir viðskiptaráðherra, sérstaklega fyrir að nú hefur Fjármálaeftirlitið tekið pokann sinn.
Það er samt eitt sem ég ekki skil og það er að yfirmaður Fjármálaeftirlitsins hættir ekki fyrr en 1. mars og þar að auki fær hann laun í eitt ár. Launin eru 17oo þúsund á mánuði - kannski svona há því hann ber einhverja ábyrgð. En hvar er ábyrgðin? Á hann ekki að hætta NÚNA? Og taka þar með ábyrgð. Það er eitthvað sem ég ekki skil. Kannski þarf hann að "ganga frá eftir sig" - bara hugmynd.
Annars er bloggstífla hjá frúnni, dagarnir líða bara og ég hef ekkert að segja. Þetta hefur verið vika heimsókna og hittings - maður hittir ekki bara fólk á facebook, sem betur fer. Samt er gaman hvað maður grefur upp gamla vini á facebook.
Elskurnar mínar, hafið það gott og njótið vikunnar sem framundan er.
Bloggar | Sunnudagur, 25. janúar 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
....... enda ekki ástæða til annars. Ég hef allt sem ég þarfnast; frábæra fjölskyldu, góða vini, heilsu vinnu, hús........... s.s. alles. Á þessu ári ætla ég að njóta þess sem ég hef, ekki hugsa um það sem ég hef ekki. Ætla að vera jákvæð, gera eins vel og ég get í því sem ég tek mér fyrir hendur og vera ánægð með það. Ég þakka líka fyrir það sem ég hef, það er sko ekkert sjálfsagt að hafa allt þetta. (er einhver væmin?)
Svo hef ég kynnst góðum og skemmtilegum bloggvinum. Mér finnst þetta bloggsamfélag bara gott og hef ekki orðið fyrir neinu aðkasti eða skítkasti, sem betur fer. Finnst eins og ég þekki suma - hef samt aldrei hitt þá - skrítið.
Segi við alla sem hingað koma; gleðilegt ár og megi gæfan, gleðin og kærleikurinn fylgja ykkur í öllu ykkar lífi Stórt kærleiksknús frá mér.
Bloggar | Laugardagur, 3. janúar 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
.......ég er hætt að reykja - það munar svona rosalega mikið um mig .
![]() |
Enn dregur úr reykingum landsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 21. október 2008 (breytt kl. 20:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
................. en einhvernveginn datt ég út úr blogginu, hef ekki gefið mér tíma - ekki einusinni til að lesa bloggvinina. Mér finnst gaman að lesa bloggið og kommentera hér og þar, vera inní því sem er að gerast. Skil ekki hvers vegna ég gef mér ekki tíma
Um síðustu helgi fórum við; ég og feðgarnir norður til Hjördísar dóttur okkar og Craigs. Við höfðum aldrei séð íbúðina sem þau leigja, en þetta er bara björt og góð íbúð á vegum Háskólans á Akureyri. Þegar við komum norður um áttaleytið á föstudegi þá voru þau búin að búa til pizzur handa okkur - ekki dónalegt, pizzur og pilsner. Það var svo notalegt að að vera hjá þeim. Við sáum andanefjurnar, keyrðum á Dalvík og Ólafsfjörð, þar sem endurnar stoppuðu bílinn og sníktu eitthvað í gogginn. Á laugardagskvöldið bauð ég svo á Bautann, sem klikkar aldrei. Mér finnst Akureyri bara fínasti bær og gæti alveg hugsað mér að búa þarna.
Fór út í góða veðrið í dag, gekk meðfram fjörunni og oní fjörunni. Það var glampandi sól og sjórinn rólegur. Fullt af fuglum sem ég kann ekki að nefna, þarf að gá í fuglabókina mína. Hélt að flestir fuglar væru flognir á burt. Ég geng alltaf seint á kvöldin og þá er ég alein á ferli, fyrir utan gæsirnar sem eru á Jörfaveginum, sé enga aðra fugla.
Sit límd við tölvuna - er að semja "skýrslu formanns" fyrir aðalfund Gígjunnar. Gengur svo sem ágætlega, en aðalmálið er að lesa þetta upp á fundinum - er þvílíkt stressuð og nervös. Hef samt alltaf sloppið lifandi frá svoleiðis uppákomum og á von á því að lifa þennan aðalfund af.
Í lokin: ég er ennþá hætt að reykja, þetta er vont og það versnar. Nei, ekki alveg satt, en mig langar oft í sígó - en mig langar ekki að falla. Finnst ég bara helv.... dugleg.
Bloggar | Laugardagur, 4. október 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nafna mín og kollegi klukkaði mig, svo nú hefst "klukkið"
1) störf sem ég hef unnið um ævina:
Barnapössun, garðyrkjustörf og sjoppuafgreiðsla (sem unglingur), hjúkrunarfræðingur á slysadeild, blóðskilunardeild, öldrunardeild og skólahjúkrun. Í dag er ég skurðhjúkrunarfræðingur á LSH v/Hringbraut. Ég hef einnig verið að kenna aðeins t.d. í Slysavarnarskóla sjómanna.
2) uppáhalds kvikmyndir:
Stella í orlofi er aðal, get horft aftur og aftur á hana.
Pretty women
3) staðir sem ég búið á:
Laugarneshverfi, Norðurmýrin, Seltjarnarnes og Álftanes.
4) staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
þeir eru ansi margir og ekki hægt að telja þá alla upp, en fallegustu staðirnir eru í Suður - Ameríku, eins og Iguassu fossarnir, Rio Janerio, Buenos Aires, Uruguay og Amazon skógurinn, en langmesta upplifun "ever" var að fara í skóginn og gista þar. Svo koma staðir eins og Frankfurt (fer þangað árlega fyrir jólin), Prag, San Fransisco, Barcelona og Snæfellsnes. Ég hef komið til 18 landa sem ég man eftir, fyrir utan Íslandið góða.
5) sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Horfi mjög lítið á sjónvarp en Monk er skemmtilegastur og ég horfi stundum á bold and the beautiful.
6) netsíður sem ég skoða daglega:
mbl.is er eina síðan sem ég skoða daglega, en fer oft inná visir.is og google.is
7) matur sem mér finnst góður:
Allt grænmeti, sem er "svissað" á pönnu og gratinerar í ofni. Hafragrautur með rúsínum (er ég hallærisleg?) Eru kókosbollur matur?
8) uppáhalds bækur / blöð
Uppáhaldsbókin er Skyndibitar fyrir sálina - bók sem allir ættu að lesa, þvílík snilld. Svo les ég glæpasögur eftir Tess Geritsen og Patriciu Cornwell, jú og James Patterson.
9) staðir sem ég vildi vera stödd á núna:
það er bara gott að vera á Álftanesinu, en ég væri alveg til í að vera í Buenos Aires.
10) bloggarar sem ég vil klukka:
klukka 3 kollega: Hólmdísi, Lilju og Guðrúnu Jónu
Bloggar | Miðvikudagur, 10. september 2008 (breytt kl. 22:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Gleðilegar fréttir sem ég fann á visisblogginu um litlu hetjuna hana Ellu Dís. Einhvernvegin hef ég fylgst með þeim mæðgum þótt ég þekki þær ekkert. En nú hefur TR sem sagt ákveðið að hjálpa þeim. Ég er svo glöð í hjarta mínu fyrir þeirra hönd.
http://blogg.visir.is/elladis/2008/08/27/tr-%c3%a6tlar-a%c3%b0-hjalpa-ellu-dis/
Bloggar | Föstudagur, 29. ágúst 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ég var alin upp við það að setja hnífapörin saman þegar ég var búin að borða, annars var sett meira á diskinn minn. En einhver kenndi mér það að ef maturinn er sérstaklega góður þá stingur maður hnífnum í eina raufina á gafflinum og lætur hnífapörin liggja þannig hlið við hlið. Er einhver sem þekkir þetta?
Ég var nefninlega að borða á Friðrik V á Akureyri um helgina og skildi hnífapörin eftir með þessum skilaboðum að maturinn væri góður - en enginn kannaðist við þessa borðsiði. Þjónninn var ekki menntaður þjónn og hafði aldrei séð þetta (hann var spurður). Þannig að ég auglýsi eftir sérfræðingum í borðsiðum hér með!
Jæja, ég er búin að fá dótturina elskulegu og Bretann heim til Íslands og búin að skila þeim til Akureyrar þar sem þau ætla að búa. Hjördís ætlar í Háskólann og Bretinn að vinna. Þau fengu íbúð á vegum Háskólans, en til að brúa bilið þar til þau fá íbúðina tókum við á leigu íbúð sem bókagerðarmenn eiga. Þau fóru í Fjölsmiðjuna og versluðu húsgögn fyrir "kúk og kanel" (sorrý orðbragðið - en allt er svo ódýrt þar). Þau eiga mjög lítið en voru búin að kaupa sér matarstell, potta og svoleiðis dót. Svo eiga þau hjól, sem þau keyptu í Asíu og hjóluðu á þeim um alla Vietnam. Hjólunum og allt sem þau fluttu með sér var troðið í tvo bíla og keyrt norður á föstudag. Mamma var á leið til Mývatns og var í samfloti með okkur og auðvitað var hennar bíll fylltur af dóti. Passaði eins og flís við rass - þurftum ekki að skilja neitt eftir heima.
Á Akureyri týndum við ber - bláber og það var étið með vöfflum, sem unglingurinn bakaði og rjóma. Engin megrun þar á bæ. Og auðvitað var farið á Bautann - hann klikkar aldrei get ég sagt ykkur; góður matur, mikið úrval, góð þjónusta og viðráðanlegt verð - ekki hægt að fara fram á meira.
Ég verslaði smá á Akureyri; tekksófaborð með stálfótum til að hafa í garðinum, úlpu og PC jakka - alveg nýjan (leðurlíki, þröngur sem gerir mig höj og slank) og allt þetta kostaði (haldið ykkur) 2,300 Ísl. kr. Það er allt svo ódýrt á Akureyri.
Svo er bara að fara að vinna á eftir, kvöldvakt. Búin að hafa það rosalega gott í fríinu - gott veður allann tímann og svei mér þá ef ég er ekki bara tilbúin í vinnuþjarkið aftur.
Bloggar | Þriðjudagur, 19. ágúst 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Búin að setja inn nokkrar myndir úr hringferðinni.
Þegar ég pantaði augnlinsurnar mínar síðast, þá pantaði ég einn pakka af "daufari"linsum og er að gera tilraun á sjálfri mér. Ég nota -3,25 á báðum augum og svo þarf ég lesgleraugu sem eru +2.0. Daufari linsurnar eru -1.25 og hef ég svoleiðis í öðru auganu og -3,25 í hinu. Þá þarf ég ekki lesgleraugu og finnst þetta bara frábært. Þarf því að panta meira af þessum daufari frá Sam frænda (USA). Þar eru augnlinsur mikið ódýrari en hér á Íslandi, enda skil ég ekki álagninguna á sumum vöruflokkum hér á landi. Fyrir utan lúxus-skattinn sem ég þarf að borga af linsunum (og gleraugum og heyrnartækjum), sem ég get endalaust talað um.
Talandi um heyrnartæki, þá ætla ég að kaupa mér nýtt og nýmóðins tæki núna í haust. Þegar ég sýndi feðgunum svona tæki (kona á næsta borði, sem var með svona tæki), þá fannst þeim mitt geta farið á þjóðminjasafnið. Þessi nýju tæki eru með systemi sem gerir það að verkum að ég get hlustað á Ipod í gegnum tækið. Yrði bara geggjað að hlusta á musik í báðum eyrum þegar maður gengur hér um Álftanesið.
Bloggar | Fimmtudagur, 7. ágúst 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
![]() |
Fjórtán sækja um forstjórastarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Miðvikudagur, 16. júlí 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Það er undarlegt að eyða öllum þessum tíma og peningum til að reyna að grafa undan mönnum sem fara í taugarnar á "landspabbanum". Hvað kom svo út úr þessu? Jú, eftir sex ára velting í dómskerfinu fær Jón Ásgeir 3 mánuði skilorðsbundna, en hann er náttúrulega löngu búin að taka út sinn dóm á þessum sex árum. Svo má hann ekki vera í stjórnum sinna félaga hér á landi og auðvitað fer hann úr landi og borgar skatta þar. Hver vinnur og hver tapar? Er landspabbinn ánægður með árangurinn?
Alþingismenn geta fengið inn varaþingmenn inn fyrir sig meðan þeir sitja af sér dóma í fangelsi. Skyldi ég fá afleysingu meðan ég færi í fangelsi, kæmi svo aftur eins og ekkert hefði í skorist. Kannski - það vantar svo hjúkrunarfræðinga - væri kannski horft fram hjá svona smotteríi eins og hjá alþingismönnum.
![]() |
Mun flytja einhver félög Baugs til annarra landa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Sunnudagur, 29. júní 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
-
holmdish
-
tigercopper
-
liljabolla
-
blavatn
-
totad
-
kruttina
-
gunnagusta
-
hlini
-
christinemarie
-
skordalsbrynja
-
gudrununa
-
hross
-
vilma
-
skelfingmodur
-
jeg
-
atvinnulaus
-
saedishaf
-
athena
-
sigrunsigur
-
maggatrausta
-
elina
-
bjarkitryggva
-
bjarnihardar
-
ingahel-matur
-
curvychic
-
gattin
-
pensillinn
-
songfuglinn
-
audurproppe
-
topplistinn
-
gudrunjona
-
hamingjustundir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar