Færsluflokkur: Bloggar
Eitthvað kom fyrir á mínu heimili í gærkveldi - ég veit ekki hvað - en sá fimmtugi ruglaðist eitthvað í ríminu.
Þegar ég kom heim af raddæfingu í gærkveldi þá hafði sá fimmtugi staðið upp frá tölvunni fengið unglinginn í lið með sér og ........................................
rifið gólfdúkinn af eldhúsgólfinu og skrúfað af veggnum einn eldhússkáp. Segist svo ætla að flísaleggja eldhúsið. Ég er ekkert óánægð með þetta - enda hafa flísarnar beðið nógu lengi inni í þvottahúsi.
En ég hafði mestar áhyggjur af því að einhverju hefði verið hent - einhverju sem ég er að safna og ætla einhverntíman að nota - kannski . Tekið skal fram að þeir þorðu engu að henda, nema kexi sem var útrunnið 2008. Svo hafði ég auðvitað áhyggjur af feðgunum, hvað kom eiginlega yfir þá ??? Sá fimmtugi sá stjörnhrap um daginn - ætli það hafi eitthvað að segja
Núna er ég sem sagt að "taka til " í eldhússkápunum og losa þá - því það þarf að færa innréttinguna til að flísaleggja undir henni. Notaði tækifærið og byrjaði strax í gærkveldi að lesa bókina "Burt með draslið" og ætla að vera dugleg að henda - í alvörunni.
Fyrir konur eins og mig þá er þessi bók algjör biblía og verður að lesast reglulega. Annars væri ekkert pláss fyrir feðgana í húsinu fyrir dóti sem ég væri að sanka að mér og "geyma" og þá væri heldur ekkert flísalagt
Þeir eru auðvitað frábærir þessir feðgar og ég elska þá báða út af lífinu gerði það líka áður en framkvæmdir hófust
Hafið það gott allir saman - ég ætla að halda áfram með næst bestu bók í heimi: Burt með draslið.
Bloggar | Fimmtudagur, 26. nóvember 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
............. og fá lán í Íslandsbanka. Set að veði þann hluta (49%) Skeljungs sem ég kaupi.
Ef illa fer þá þá tapar Íslandsbanki en ef vel gengur þá græði ég.
Er þetta ekki svona sem kaupin gerast á "eyrinni"??
![]() |
49% hlutur í Skeljungi til sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Þriðjudagur, 24. nóvember 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
......... en þar var "ættarmót". Frænka mín; bæjarstjórafrúin, á þar stórt hús og þar hittumst við afkomendur afa og ömmu. Amma mín, Elín Gunnarsdóttir hefði orðið 100 ára 12 nóv. Það er svo gaman að hitta allt þetta skemmtilega fólk, sem maður þekkir alltof lítið.
Svo ætlum við frænkurnar að hittast aftur - frænkuhittingur - er það ekki í tísku núna??
Unglingurinn minn (litla barnið, sem er orðið stærra en ég) keyrði suðureftir eins og herforingi, búin að vera með æfingarleyfið í viku og keyrir allt sem farið er. Hann er fínasti bílstjóri, kurteis og varkár.
Hjörtun sem ég er að prjóna, eru rauð lopahjörtu, sem Prjóna-Jóna kórsystir mín hannaði og er að finna á facebook síðunni hennar. Ég set þau í þvottavélina og þæfi þau - bara flott.
Annars er ég í þvílíku prjónastuði þessa dagana, með lopa í stöflum og hugmyndirnar flæða. Þyrfti að hætta að vinna til að geta framkvæmt allar þessar hugmyndir - bæði prjóna- og föndurhugmyndirnar.
Þegar ég kemst á "pensjón" þá verður nóg að gera - ég skirfa nefninlega niður þessar hugmyndir mínar svo ég gleymi þeim ekki.
knús á alla - konur og kalla
Bloggar | Sunnudagur, 15. nóvember 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Við í Kvennakór Hafnarfjarðar og Kvennakór Garðabæjar ætlum að halda saman aðventutónleika ásamt frábærum hljóðfæraleikurum. Dagskráin verður vönduð og metnaðarfull.
Það er bara yndislegt að byrja aðventuna á fallegum tónleikum, en þeir verða haldnir í:
Digraneskirkju; 30 nóv. kl 20:00
Viðistaðakirkju; 2. des kl 20:00
Miðaverð er einungis 2000 kr. í forsölu og hægt er að nálgast miða m.a. hjá mér (gsm: 699 0346) en það verður örugglega uppselt fyrir tónleikana.
Bloggar | Fimmtudagur, 12. nóvember 2009 (breytt kl. 17:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skellti mér í prjónakaffi hjá Prjóna Jónu kórsystur minni. Fór "alein" - settist hjá konum sem ég þekkti ekkert, en í svona samkvæmi þá getur maður bara sest hjá hverjum sem er. Allir að prjóna - skoða hjá hinum og bara að spjalla.
Þarna lærði ég "nýtt prjónamunstur" eitthvað gamalt sem ég hef aldrei séð áður. Sá líka hvernig hægt er að sauma t.d. handföng á töskur með "girni" en ég var einmitt í vandræðum hvernig ég ætti að sauma/festa handfangið á þæfðu töskuna sem ég gerði um daginn.
Við hliðina á mér sat kona sem á fullt af fallegum steinum eins og ég - og hún vinnur í búð sem selur m.a. lím fyrir steina og fleira og fleira. Gat sagt mér allt sem ég þurfti að vita. Bara gaman að hitta svona konur, svo eru konur svo skemmtilegar.
Um daginn fór ég í prjónakaffi í Hafnarfirði og lærði "rússneskt hekl" sem er mjög sérstakt og flott.
Jólaskrautið hennar Prjónu Jónu er líka æðislegt - prjónað úr lopa og þæft - ég á pottþétt eftir að gera svoleiðis - frábært í gjafir, sérstaklega fyrir útlendinga.
Ég held áfram að mæta í prjónakaffi - maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.
Bloggar | Þriðjudagur, 20. október 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Það var vitað mál að nú færu þeir að hækka bensínið vegna hækkunar á "heimsmarkaðsverði". Ég var búin að sjá þessa hækkun - enda fylgist ég með verðinu á olíunni (linkur hér til hægri)
Olís var fyrst að hækka - hækkaði um 4 kr. Svo kom N1 sem hækkaði strax um 5 kall - þá gátu Olísmenn ekki verið með lægra bensínverð og hækkuðu um 1 kr. til viðbótar. Shell á eftir að hækka - gera það pottþétt líka.
Merkilegast við þetta er að á sama degi hækka allir risarnir og um sömu krónutölu. Er þetta samkeppni. Nei ekki að mínu viti. Það er líka merkilegt að allri risarnir sjá ástæðu til þess að borga símum forstjórum meira en 2 milljónir á mánuði í laun.
Það er margt merkilegt í þessum bransa. OB auglýsir og auglýsir 2 kr. lækkun og það sem meira er 5 kall í lækkun per lítra í fyrsta skipti. Það gera 250 kr á 50 lítra tank - þvílíkur sparnaður - heilar 250 krónur.
Ef ég keyri 20,000 km á ári - bíllinn eyðir 10 lítrum á 100 km þá kaupi ég 2,000 lítra á ári. Samtals spara ég því 4,000 kr. á ári með því að nota einhvern dælulykil. Það er auðvitað 4,000 kall en mér finnst þetta ekki nóg.
Annars get ég endalaust æst mig yfir þessum olíufélögum - skil ekki hvað þau komast upp með!
![]() |
Olís hækkar eldsneyti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Mánudagur, 19. október 2009 (breytt kl. 14:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Gullna hliðið er á Álftanesi og er veitingahús - ef einhver skildi ekki vita það. Enginn Lykla-Pétur, bara Bogi.
Þarna er held ég sá albesti matursem ég hef smakkað. Ég á bara ekki orð að lýsa þessum mat, fólk verður bara að fara og smakka. Þjónustan frábær og allt eitthvað svo krúttlegt, diskarnir og allt skrautið er svo flott en samt ekki " too much"
Nú verð ég allavega að fara í "Asian market" og kaupa engifer; einhvern engifer sem ég man ekki hvað heitir, vona bara að ég þekki nafnið þegar ég heyri það. Langar mest að bjóðast til að hjálpa kokkinum - kannski tvö kvöld og læra eitthvað af henni - þvílíkur lystakokkur.
Allavega fórum við saman rúmlega 20 af skurðstofunni og áttum saman frábært kvöld - enda bara skemmtilegt fólk sem vinnur á skurðstofu LSH.
Hafið það gott allesammen það sem eftir lifir helgar
Bloggar | Laugardagur, 10. október 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Klukkan er eitt eftir hádegi þegar ég leggst uppí sófa og hugsa; ÓMG ég nenni engu - ætla aðeins að leggja mig. Þar sem ég ligg þá hvarflar hugurinn að þvottavélinni - skildi hún vera búin að þvo? Ætti kannski að hengja uppúr henni áður en ég legg mig?
Biddu nú við hugsa ég - ég hef nú eitthvað gert í morgun fyrst þvottavélin er í gangi. Fór yfir í huganum hvað ég hafði verið að gera um morguninn og það var bara slatti.
Eldaði mér hafragraut með rúsinum, prjónaði lopahúfuna fyrir Craig, sem ég var búin að fytja uppá, gekk frá endum og þvoði hana, þvoði klósettið á neðrihæðinni, tók handklæðin niður af snúrunni, braut saman og gekk frá þeim, þvoði eina stóra og hengdi upp og setti í aðra, tók eftir hvað útidyrahurðin var orðin grá - skellti tekkolíu á hana (þetta er tekkhurð) og fyrst ég var komin með olíuna þá skellti ég henni líka á borðið undir svölunum. Að lokum eldaði ég mér gurmé grænmetisrétt í hádeginu; grasker, gulrætur, zucchini og sveppi í niðursoðinni kókosmjólk og kryddi.
Ég var sem sagt södd eftir hádegismatinn þegar ég lagðist uppí sófa, búin að öllu þessu - fyrir utan að horfa á Bold and the beautiful, lesa moggann, senda tölvupósta og lesa póstinn minn, fá mér kaffi og .... , borða mandarínu .........
Einu sinni var mér sagt að maður hefur val um tvennt:
að byggja upp - eða að brjóta niður
en einhvernvegin er ég meira í þessu seinna, þótt mig langi að vera í þessu fyrra.
En ég lagði mig í klukkutíma - og byggði mig upp !!
Bloggar | Þriðjudagur, 22. september 2009 (breytt kl. 15:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
.......... nautakjöt í tortilla kökum, en þar sem ég er lítið fyrir nautakjöt þá er ég búin að skera niður grænmeti fyrir mig. Feðgarnir á heimilinu eru KJÖTÆTUR og borða mjög lítið grænmeti. Þegar ég geri gúrme grænmetisrétti þá hef ég þá algjörlega fyrir mig. Í hádeginu gerði ég t.d. gazpacho súpu - sem er algjört æði (köld spænsk súpa) og þeir smakka ekki einu sinni.
Ég er svo dugleg að borða hollan mat, borða oft - 5-6 sinnum á dag, grænmeti og ávexti eins og enginn sé morgundagurinn, drekk vatn og ég léttist ekki um eitt ansk.... gram. Algjörlega óþolandi - er bara föst í vitlausri þyngd - að vísu eru bara 3 kg sem ég þarf að losna við - en það eru 3000 gröm - segi og skrifa 3000 grömm (6 smjörlíkisstykki).
Auðvitað á ég bara að vera ánægð að vera ekki feitari - en ég er aldrei ánægð - er samt að reyna það.
Hafið það gott næstu viku - allir saman - ég ætla allavega að gera mitt besta
knús á línuna
Bloggar | Sunnudagur, 20. september 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Það er bara gaman að vera í kvennakór - alla vega finnst mér það og okkur sem erum í Kvennakór Hafnarfjarðar.
Skráning nýrra kórfélaga verður í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar á
miðvikudag 2. sept kl 18,00 - 19,00
og
fimmtudag 3. sept kl. 18,30 - 19,30
Hlakka til að sjá nýjar konur sem eru til í að taka þátt í skemmtilegu starfi með okkur í vetur
Bloggar | Mánudagur, 31. ágúst 2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
-
holmdish
-
tigercopper
-
liljabolla
-
blavatn
-
totad
-
kruttina
-
gunnagusta
-
hlini
-
christinemarie
-
skordalsbrynja
-
gudrununa
-
hross
-
vilma
-
skelfingmodur
-
jeg
-
atvinnulaus
-
saedishaf
-
athena
-
sigrunsigur
-
maggatrausta
-
elina
-
bjarkitryggva
-
bjarnihardar
-
ingahel-matur
-
curvychic
-
gattin
-
pensillinn
-
songfuglinn
-
audurproppe
-
topplistinn
-
gudrunjona
-
hamingjustundir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar