Færsluflokkur: Dægurmál

Sund bætir, kætir, léttir og alles.....

 

Samkvæmt þessari  grein hérna er sund gott fyrir þunglynda. Ég er sem betur fer ekki þunglynd en það má alltaf bæta í manni lundina - ekki satt?

Ég er alltaf á leiðinni að vera dugleg að fara í sund - en einhvernvegin "drulla" ég mér ekki af stað. Er samt með þessa fínu Álftaneslaug hérna rétt hjá, sem er bara flott og góð sundlaug. 

Þeir sem fara reglulega í sund eru alltaf útiteknir, líta vel út og svei mér þá ef þeir eru bara ekki glaðari en aðrir.

 

 

 

 

 


prjóna-blogg

töskur

töskur

Efri myndirnar eru af sömu töskunni - töskur bara sitthvor hliðin. Hef  tölu á báðum hliðum - þá skiptir ekki máli hvernig hún  snýr. Bandið er prjónað "langsum" mér finnst það flottast.

 

 húfa

 

 

 

 

 

 

Ljósa taskan er hekluð úr léttlopa með skrautgarni sem ég keypti í garnbúðin.is

 

Húfan er með sama skrautgarni, annars hekluð úr tvöföldum lopa 

 

 

 


þrjár peysur

ákvað að setja myndir af peysum sem ég hef búið til í vetur.3 peysur 004

þessi er úr kitten garni, sem ég hrifnust af fyrir utan lopa. Maður hendir kitten peysum bara í þvottavélina - ekkert mál. Finnst þessi peysa ekkert spes.

3 peysur 006

Lopapeysa úr tvöföldum plötulopa. notaði chilli garn í munstur - kemur bara vel út.3 peysur 003

Þetta er líka lopi - tvöfaldur. Efst er rosalega mjúkt garn sem ég keypti í garnbúðinni á Akranesi. Ég byrjaði efst á peysunni, í hálsmálinu og prjónaði hana niður. Er bara ánægð með þessa.

Búin að prjóna 2 kjóla og einn skokk sem ég þarf að taka myndir af og setja inn.

 

 


ég er svo "margbreytileg" að ef fólk hittir mig ekki í nokkur ár þá þekkir það mig ekki .........

....... mér finnst þetta alltaf jafn kostulegt - en ég er hætt að taka þetta nærri mér.

Þegar ég var "yngri" þá var ég ljóshærð - en fyrir mörgum árum þá fór ég að lita á mér hárið. Varð rauðbrúnhærð og það klæddi mig bara vel. Eftir það hætti fólk að þekkja mig. Fólk sem ég vann með lengi og hitti ekki í nokkur ár - það hafði bara ekki hugmynd um hver ég var og gekk fram hjá mér. Ég breytti engu öðru en háralitnum - er ennþá sami hippinn Wink (bara ljóska í felum)

Ég tók þetta nærri mér lengi en núna finnst mér þetta bara kostulegt.

Skrítið, en á meðan mitt nánasta þekkir mig þá er þetta ekkert mál Smile

 

 


Líterinn hefur hækkað um 20 kall frá áramótum - olíuverð lækkaði í byrjun febrúar á "heimsmarkaði" en ekki á Íslandi

10 mars

Frá áramótum hefur bensínverð hækkað um 20 krónur - úr 188,20 kr í 208,20kr. 

Samt lækkaði bensínverðið um mánaðarmótin jan / febr. en ekki á Íslandi.

Í fréttinni segir að bensínverð hjá N1 sé lægra en hjá hinum - það er ekki rétt - auðvitað hækka allir sama daginn og allir með sama verð.

Það þarf að gera eitthvað í þessu - við getum ekki látið þetta yfir okkur ganga endalaust. 

  


mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var að hugsa um sumarbústaðaferð um páskana en ....... sorrý, ég borga ekki svona mikið fyrir sumarbústaðaleigu .......

Við sendum fyrirspurn hvað kostaði að vera í litlum krúttlegum bústað með heitum potti yfir páskana. Jú svarið kom............ 15.000 sólarhringurinn = 75.000 yfir páskana.

Er þetta eðlilegt??

Núna skil ég af hverju er rifist um sumarbústaði stéttarfélaganna - en páskarnir kosta 21.000 kr. með heitum potti og alles. (stærri bústaður)

Verð bara heima og græði helling

Eigið góða viku og verum góð við hvort annað. Brosum, hrósum og leikum okkur.


Hvar er Á - listinn á Álftanesi ? Verður hann kannski ekki í framboði ?

Ég bíð spennt eftir því að sjá hvaða menn verða á listanum og hverjir ekki.

Ekkert hefur heyrst af listanum - hann er kannski bara að lognast út af??

Kannski eru einhverjir sem vilja vera með en fá ekki - og kannski eru einhverjir sem fá að vera með en vilja ekki.

Bíð bara spennt eftir fréttum ...........


Kannast einhver við að fá sér pullu.....................

.......................... með öllu??

En pullu með öllu nema hráum?  Á mínu heimili fáum við okkur pullu - hvaðan kemur þetta orð eiginlega? Eða fröllurnar?? Það eru pantaðar fröllur með hamborgaranum - en ég veit að þetta orð kemur frá Hjördísi dóttur minni. Hún er eins og pabbi sinn - býr til orð - en það hefur hann alltaf gert. Orð sem við notum og þegar börnin voru lítil þá héldu þau að allir fengju sér morgara, vissu ekki að "venjulegt" fólk talar bara um morgunmat.

Ég hef aldrei "búið til" orð - apa bara upp eftir hinum á heimilinu og finnst það eðlilegt. Maður er náttúrulega bara skrítin Wink 

 


Amerísk rannsókn komst að því að þeir sem fara að sofa eftir miðnætti fá minni svefn en þeir sem sofna fyrir kl. 22

Vísindagreinar Moggans eru hreint ótrúlegar og auðvitað kvittar enginn blaðamaður undir þetta, ekki frekar en aðrar "fréttir".

En Mogginn er sem sagt að fræða okkur um þessa rannsókn og orðrétt segir: "að skortur á svefni sé áhættuþáttur í þinglyndi"

Hvað er áhættuþáttur í þinglyndi?? Auðvitað er þetta innsláttarklúður með þinglyndið en rétt ætti að vera "áhættuþáttur þunglyndis" (ekkert í neinu)

Svona skrif og svona lélegar þýðingar ættu ekki að sjást - nema ef grunnskólanemar væru að æfa sig í þýðingum - þá mundi maður fyrirgefa það.

En kæru Moggalesendur - þið vitið þá þetta: ef unga fólkið fer að sofa eftir miðnætti, þá fær það minni svefn en þeir sem sofna fyrir kl. 22 á kvöldin.

 

 


mbl.is Svefnleysi veldur þunglyndi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

nú árið er liðið í aldanna skaut.....

skál fyrir mér..... og aldrei það kemur til baka.

Gleðilegt ár alle sammen og takk fyrir öll samskiptin á árinu sem er að líða.

Ég varð fimmtug þann 29. des og auðvitað var skálað af því tilefni enda hef ég aldrei verið eins gömul og reyndar hef ég heldur ekki verið eins ung og ég er í dag.

kærleiksknús til allra HeartKissing


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband