Færsluflokkur: Dægurmál

Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.....

börnin mín tvö ..... litla barnið mitt orðinn 17 ára og kominn með bílpróf.

Hann er orðinn stærri en á þessari mynd, sem tekin var í fyrra - hann er s.s. stærri en ég og stóra systir hans. 

Hvar endar þetta ......... mér finnst vera pizza annan hvern dag en það er bara pizza á föstudögum. 

Ég er alltaf að fá útborgað........ 

Maður er alltaf að plana sumarfrí............

Það verður alltaf styttra og styttra á milli jóla......

En talandi um jólin.... þau koma eftir nokkra daga.......  eftir 10 vikur þá er jóladagur og of seint að senda jólakort og of seint að kaupa jólagjafir.......

Unglingurinn skrapp út á rúntinn með vini sínum - það er ekki laust við að maður sé smá stressaður.... en það er einn aðili sem er æðri en ég og gæti fylgt honum og hann er bara beðinn um það.

Sendi knús og kveðjur til ykkar allra....... 


Fólk og urriðar

 
Það var urriðaganga á Þingvöllum í gær og ég fór með mömmu minni. Ekki það að ég hafi áhuga á urriðum, en á meðan allir voru að glápa á fiskana með sérútbúin gleraugu þá horfði ég á fólkið. Það finnst mér gaman - að glápa á fólk - það er svo margbreytilegt. 
Litirnir eru svo auðvitað augnakonfekt þessa daganna, þótt rauði liturinn er að mestu farinn.
 
Eftir gönguna skellti móðir mín bakkelsinu uppá steinaborð, sem þarna var, setti tvo stóla við og bauð til veislu. Hjónabandssælan hennar er "unaður" með kókos og einhverju sem gerir hana ómótstæðilega - og svo grófu bollurnar hennar sem hún setur hnetur í og gerir þær líka ómótstæðilegar. 
 
Þingvellir
 
 
 
Þingvellir Þingvellir   

fyndin "google" þýðing......

 

 

Halló kærust vinur minn.


Mín var ánægjan að hitta ykkur, og hvernig ert þú að gera í dag?
Mitt nafn er Sophie Abdel Hamid, einni ungri stúlku 23 ára gamall, auðvelt að fara, heiðarlegur, umhyggja, kurteis, auðmjúkur, elskandi, logn og leita að þroska mann með góða kímnigáfu og ást, frekar að sjá það sem leið til skemmtilegt, sá ég uppsetningu á síðuna á meðan vafrað og ákvað að hafa samband við þig. Ég mun eins og okkur að vera vinir. Vinsamlegast hafðu samband við mig við ofangreint netfang, þá mun ég upplýsingar meira um sjálfa þig á næsta svar mitt til þín líka. vonumst til að heyra frá þér soonest. Takk og Guð blessi.
Hafa a ágætur dagur.

Kveðja.
Sophie

 

ég fæ mikið af allskonar bréfum á netfangið mitt (er með .com, ekki .is) - en þetta toppar þau öll - búin að hlægja mikið af þessu.Nú eru "hakkararnir" búnir að uppgötva google translate og þetta er útkoman. Þeir pikka líka upp einhver íslensk nöfn og nota í netföngin sín, svo maður heldur að það sé íslendingur að senda manni t.d. sigrid hjá yahoo ...........

Þessi kona er að leita að manni sem er m.a. logn, kurteis og auðmjúkur....LoL heldur að hann sé til á Íslandi. Ég veit að vísu ekki hvaða síðu hún vafraði inná nema þá þetta blogg, en myndin af mér er ekkert kallaleg - eða hvað. Hún er kannski að leita af manninum mínum Wink hann er allt þetta sem hún nefnir - gæti meira að segja verið logn Whistling

 

 

 


ég er í grjótinu......

...... og líkar það vel! Grjót út um allt hús - bara flott!  

Í gær var ég að þvo grjótið mitt og raðaði því svo á borðstofuborðið. Svo get ég endalaust skoðað þessa steina, þeir eru svo flottir. Maður er náttúrulega ekki normal Whistling

gabbró steinar og fl.

 

 allskonar steinar

 allskonar steinar

 

 

 

 

Nú þarf ég að koma þeim fyrir - hver á sinn stað.

Hafið það gott allir á meðan ég hef það gott í grjótinu mínu Heart 


..... og ég sem hélt að ég yrði ekki langlíf !!

en samkvæmt þessari nýju rannsókn verð ég sko langlíf;

- tek þétt í höndina á fólki

- stend hratt uppúr stól 

- get haldið jafnvægi á einni löpp, þegar ég er að teygja á lærvöðvum.

Það er eins gott að þessi rannsókn sé vel unnin og "alvöru"

en by the way hugmyndaflugið hjá þessum vísindamönnum í London, ég segi bara ekki annað.

 

Heartsendi ykkur öllum knús og kveðjur.


mbl.is Sterkt handaband tengt langlífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ljós í myrkrinu.........

............ eða hvað?? Nú ætla ég að kaupa B-vítamín fyrst það gæti "mögulega" komið í veg fyrir að maður versni W00t. Svo get ég farið að drekka meiri bjór - er hann ekki svo B-vítamínríkur?? Wink  og saðsamur, þannig að ég grennist líka Smile 

Ég er í góðum málum trallalla la Whistling 

Nei Alzheimer er ekkert grín - þetta er skelfilegur sjúkdómur og vona ég að hann banki ekki uppá í mínum húsum.


mbl.is B-vítamín draga úr heilahrörnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ég á líka square pianó....

...... nema mitt er ca 100 árum yngra. Mitt píanó er frá Hornung og Möller eins og stendur á skildinum sem er framan á píanóinu. Á safninu á Eyrarbakka er alveg eins píanó og mitt nema bara miklu minna - það er eins og það sé small en mitt large. 

Svona píanó kallast líka taffel piano - en í þessum hljóðfærum þá liggja strengirnir lárétt en í "venjulegum píanóum" þá standa strengirnir lóðrétt. 

(ég held að square nafnið sé enska en taffel danska). 

 

pianoi_006.jpg 

 

 

 

 

 

 

 

pianoi_002.jpg


mbl.is Fékk gefins píanó frá 1785
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að láta eitthvað ráða yfir sér...

venjuleg kona

Það er einn hlutur á heimilinu sem ræður því hvernig mér líður ......... eða réttara sagt ég læt þennan hlut ráða því.

Í morgun steig ég á þennan örlaga-hlut og "BING" dagurinn er ónýtur. 

Mér finnst samt svolítið hallærislegt að láta þetta hafa svona áhrif á sig - en tvö og hálft kíló í yfirvigt er of mikið finnst mér og mér líður eins og heimurinn sé að farast. Lít sem snöggvast í spegilinn og sé hvað hárið er eitthvað ömurlegt, svo fínlegt og asnalegt, húðin framan í mér er sko alveg..............hvaða pokar eru þetta???

Ég er náttúrulega ekki í lagi !!

Mitt í þessum hugarórum þá reyni ég að hugsa eitthvað jákvætt - ég er jú bara venjuleg kona.

Ég á fínan kall sem er búin að vera með mér í yfir þrjá áratugi, börnin mín eru bæði í góðum málum og ég er svo stolt af þeim. Ég er í vinnu, á hús og bíl (bíla) og allt af öllu. Svo kann ég ýmislegt fyrir mér og hef skemmtileg áhugamál, sem ég get sinnt þrátt fyrir vigtina Wink

Auðvitað á maður að vera ánægður með sig eins og maður er - en þessi auka kíló þurfa samt að fara og ég kann sko alveg aðferðina; borða minna-hreyfa sig meira.

Maður er bara það sem maður hugsar  

think thin (don´t feel fat).

 


þarf Lögreglan ekki að sanna brot mitt .........

.... til að geta sektað mig ?? eða eru það bara orð gegn orði ??

Kvöld eitt í apríl var ég á rauðu ljósi á Laugarvegi í bíl mínum og hélt á símanum mínum. Lögreglan stoppaði mig og sagði mig hafa verið að tala í símann undir stýri "beint fyrir framan nefið á þeim" (orðrétt eftir þeim haft). 

Þrír lögreglumenn létum mig leggja bíl mínum og tóku mig með sér í sinn bíl og lásu mér pistilinn. Ég sagði þeim að ég hafi ekki verið að tala í símann en þeir trúðu mér ekki.Skrifuðu þeir skýrsluna og létu mig skrifa undir. Tekið skal fram að ég var "nett" stressuð enda ekki vön að vera "hirt" af löggunni.

Það næsta sem ég veit er að í heimabankann minn kemur reikningur frá þeim, sem ég hef ekki borgað ennþá - örugglega dómsátt. Í gær fæ ég svo bréf frá þeim - einskonar ítrekun.

Samkvæmt Vodafon (símafyrirtækið mitt) hringdi ég ekkert á þessum tíma sem gefinn er upp í bréfinu en þótt við búum á tölvuöld þá get ég ekki fengið að vita hjá Vodafon hvort einhver hafi hringt í mig á þessum tíma - til að hafa sönnun á mínu máli gagnvart lögreglunni.

Getur lögreglan bara sektað mann án sannana? Þeir héldu eflaust að ég hafi verið að tala í símann í alvörunni og þeir voru þrír á móti mér einni.

Sektin er nú bara fimmþúsund - en ég fæ einn punkt sem ég er ósátt við.


Garna-sýki....

 Í gær fór ég uppá Skaga í Garnbúðin.is. Þar er ég eins og krakki í nammibúð og auðvitað keypti ég mér garn. Þessi garnbúð er svo æðisleg og mikið til af flottu garni og ekki dýrt.

Nú sit ég bara og prjóna og prjóna - enda farið að rigna og þá nenni ég ekki út í garð.

Það er svo skrítið hvað maður þarf alltaf að eiga "nóg" af garni - ég keypti t.d. tvennslags garn í gær - þetta appelsínugula og svo brúnt aðeins loðið með glimmer í - það var á tilboði 350 kr. dokkan og mjög drúgt.  Ég er bara garna-sjúk og það verður bara að hafa það.

 

nýtt garn


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband