Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt.....

börnin mín tvö ..... litla barnið mitt orðinn 17 ára og kominn með bílpróf.

Hann er orðinn stærri en á þessari mynd, sem tekin var í fyrra - hann er s.s. stærri en ég og stóra systir hans. 

Hvar endar þetta ......... mér finnst vera pizza annan hvern dag en það er bara pizza á föstudögum. 

Ég er alltaf að fá útborgað........ 

Maður er alltaf að plana sumarfrí............

Það verður alltaf styttra og styttra á milli jóla......

En talandi um jólin.... þau koma eftir nokkra daga.......  eftir 10 vikur þá er jóladagur og of seint að senda jólakort og of seint að kaupa jólagjafir.......

Unglingurinn skrapp út á rúntinn með vini sínum - það er ekki laust við að maður sé smá stressaður.... en það er einn aðili sem er æðri en ég og gæti fylgt honum og hann er bara beðinn um það.

Sendi knús og kveðjur til ykkar allra....... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

SKil þig svo vel, þetta líður allt of hratt

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2010 kl. 16:20

2 Smámynd: Ragnheiður

Þetta er þvílíkt vandað og flott eintak af strák. Fyrsta sumarið hér, erfiða sumarið, þá sat ég oft og horfði á krakkana leika úti. Hann elstur en nennti alveg að brasa með litlu krökkunum. Hann er eðalstrákur.

Það er best að ég biðji þennan sem á að passa hann að vera á varðbergi alla tíð.

Knús yfir

Ragnheiður , 19.10.2010 kl. 21:46

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Takk Ragnheiður

knús á móti

Sigrún Óskars, 19.10.2010 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband