Fólk og urriðar

 
Það var urriðaganga á Þingvöllum í gær og ég fór með mömmu minni. Ekki það að ég hafi áhuga á urriðum, en á meðan allir voru að glápa á fiskana með sérútbúin gleraugu þá horfði ég á fólkið. Það finnst mér gaman - að glápa á fólk - það er svo margbreytilegt. 
Litirnir eru svo auðvitað augnakonfekt þessa daganna, þótt rauði liturinn er að mestu farinn.
 
Eftir gönguna skellti móðir mín bakkelsinu uppá steinaborð, sem þarna var, setti tvo stóla við og bauð til veislu. Hjónabandssælan hennar er "unaður" með kókos og einhverju sem gerir hana ómótstæðilega - og svo grófu bollurnar hennar sem hún setur hnetur í og gerir þær líka ómótstæðilegar. 
 
Þingvellir
 
 
 
Þingvellir Þingvellir   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtilegar myndir :)

Ásdís Sigurðardóttir, 10.10.2010 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband