Færsluflokkur: Dægurmál

prjóna-æði

hvít spari peysa

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn

nú er bara prjónablogg..........

Þetta finnst mér rosalega flott peysa hjá mér og hún klæðir mig líka vel. Chilli garnið sem er efst (og neðst) er ekki lengur til í þessum "gráa" lit, því miður. Ég byrjaði efst að prjóna peysuna - það er svo þægilegt og auðvelt. Ermarnar eru "Quarts" svo hún er svolítið spari. Fyrst prjónaði ég ermarnar, en það kom ekki nógu vel út, prófaði bæði að hafa þær "útvíðar" og beinar. Þegar ég heklaði þær - þá urðu þær flottar!!

 

Mig langar að gera svipaða peysu úr þessum orange litum. Kitten framleiðir ekki lengur appelsínugult en ég keypti þetta á austfjörðum í fyrrasumar. Samba garnið er einhverskonar pelsa-garn og var keypt í Frankfurt í vetur.Garn þar er jafndýrt og hérna heima - allavega þegar evran er svona há.

 

orange


Kundalini jóga

Ég vann tvo tíma í kundalini jóga hjá Ljósheimum. Er að hugsa um að skella mér og prófa..... þetta ku gera manni gott Smile

Á heimasíðu Ljósheima www.ljosheimar.is er eftirfarandi fróðleikur um Kundalini jóga:

"Kundalini jóga er stundum kallað jóga vitundar.  Það er kraftmikið og skjótvirkt og kemur jafnvægi á innkirtlastarfsemi þína, styrkir taugakerfið og gerir þér kleift að virkja orku huga og tilfinninga. Kundalini jóga styrkir einnig hjarta og æðakerfið og hefur góð áhrif á meltinguna."

"Kundalini jóga vísindin tvinna saman andardrátt, handstöður, augnfókus, möntrur, líkamslása og líkamsstöður á mjög ákveðinn og meðvitaðan hátt en það kemur á jafnvægi milli líkama, huga og sálar."

"Kundalini jóga er fyrir venjulegt fólk sem þarf að takast á við verkefni dagsins, vinnu, fjölskyldu og áreiti nútímans.  Allir geta iðkað Kundalini og krefst þess ekki að fólk breyti neinu í sínu daglega lífi."

"Kundalini orkan býr í hverju okkar en liggur í dvala við neðsta hryggjarliðinn hjá flestum.  Þessa orku er unnið með í kundalini jógatíma og hún látin rísa upp hryggjarsúluna.  Þegar það gerist gefur það okkur dýpri tengingu við okkur sjálf auk þess sem það eykur áhrif alls sem við gerum í tímanum."

Eigið góða helgar-rest Kissing

 


Auðveld leið til að grennast !!

Ég er ekki að tala um það að maður þurfi að hlaupa út um allar trissur eða vera pungsveittur með lóðin á líkamsræktarstöðinni, ekki heldur að borða hálfa brauðsneið með 0% osti í hádegismat - nei þetta er auðvelda leiðin Woundering

Leggstu fyrst uppí sófa, komdu þér vel fyrir, lokaðu augunum og andaðu djúpt. Hugsaðu þér að þú sért akkúrat í þeirri þyngd sem þú óskar þér - sléttur magi, stinnur rass og engin undirhaka......... væri það ekki dásamlegt? Hugsaðu þér að þú kæmist í öll flottu fötin sem eru orðin of lítil- sjáðu þig í anda í þeim, staldraðu við og njóttu þess.

Segðu svo 15 sinnum: "ég ætla að verða ___ kg"  eða " ég ætla að verða mjó" Segðu þetta 15 sinnum þegar þú vaknar á morgnanna, í hádeginu......... sem sagt nokkrum sinnum á dag.

Borðaðu svo fallegan og litríkan mat - hann er líka "kærleiksríkur" og hættu svo að borða þegar þú ert orðin södd, já þegar þú ert orðin SÖDD. Maður þarf ekki allan þennan mat, sem maður treður oní sig. 

Ef þú ert að hugsa um hreyfingu þá er sniðugt að koma sér út um útidyrnar og labba um hverfið. Ekki samt rölta í hægðum þínum Wink fólk gæti haldið að þú værir í nágrannavörslu. Þú gætir líka keyrt eitthvað og labbað þar...... niður í fjöru, í hverfi þar sem eru flottir garðar...... bara hvar sem er. Það má svo teygja í lokin svona eins og hlaupararnir gera - þú varst jú úti að hreyfa þig. Fáðu þér svo stórt vatnsglas kannski með sítrónusneið útí, það er svo flott. 

Önnur hreyfing gæti verið að hætta að taka lyftur, leggja bílnum lengra frá en venjulega, ryksuga og skúra, hlægja kröftuglega (styrkir magavöðva) og svo er do-doið líka fín hreyfing (ekki samt gera teygjuæfingar á eftir).

Að öllu gamni slepptu þá gæti þetta verið byrjunin - það eru allavega engar töfralausnir til ...... eða hvað? Kannski er þetta töfralausnin LoL


Það er eitthvað bogið við þetta......

........ eftir 70 þúsund atkvæði þá er niðurstaðan sú að það er 100,4% svörun. Er það löglegt ? Get ég kannski kært kosninguna ?? Það er í tísku að kæra allt sem hægt er Cool

Nei bara grín Whistling

Vona bara að Moggamenn sjái sóma sinn í því að segja satt og rétt frá........ eða reikna rétt...... .. eða passa innsláttarvillur - það eru kannski ekki prófarkalesarar á vakt um helgar Errm

 


mbl.is 57,7% hafna Icesave-lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð eru álög !!

Ef eitthvað er sagt við mann, sem kannski særir, þá eru það ekki álög. En á maður að láta annarra manna skoðun særa sig??

Ég varð svolítið sár í gær þegar verið var að tala um fatastílinn minn.

Það hefur alltaf verið ljóst að ég er ekki eins og aðrir þegar kemur að "outfittinu" ég er bara ég. Ég hef alltaf verið ánægð með það og finnst bara smart að vera ég sjálf. 

Fataskápurinn minn er fullur af fötum og þegar ég er að fara eitthvað þá máta ég nokkur dress, allt þarf að passa saman - skartgripir - taska......... 

Í gær var ein sem sagðist halda að ég klæddi mig bara til að hylja nekt mína -  og að ég væri óvenju fín fyrir utan "lopapeysuna" sem ég væri í. "Lopapeysan" er mohair peysa sem ég er nýbúin að prjóna og búa til (það heitir design í dag) og mörgum finnst hún flott - allavega er ég ánægð með hana.

Svo fór hún að tala um make-up og kom fram hjá konunni að þegar maður er kominn á "þennan aldur" (yfir fimmtugt) þá kemst maður ekki upp með að vera ómálaður og ómeikaður. Það voru allar með málningu og meik við borðið nema ég - ég með minn maskara og varalit. Ég var sem sagt frekar hallærisleg - ómáluð og í einhverjum fötum til að hylja nekt mína.

Ég var svo ánægð með mig þegar ég lagði af stað í boðið. Reyndi að láta þetta ekki hafa áhrif á mig en það gerði það samt. Hún er samt vinkona mín - hún í sínum stíl, máluð og alles og ég í mínum stíll.

Whistling

Nú er vorið komið, ég er komin í trékossana og farin úr sokkunum (meira að segja búin að draga fram ökklaböndin). Fuglarnir farnir að syngja "horný" söngva og flugurnar vaknaðar niður í fjöru.

Eigið góða viku allir saman - njótið þess að vera ÞIÐ SJÁLF og vera ánægð með það. Það ætla ég að gera.

p.s. bókin Orð eru álög eftir Siggu Kling er snilld og eiginlega skyldulesning!!


sími er ekki sama og sími.....

Ég er búin að eiga "venjulegan" síma sem er bara sími; ekki myndavél, ekki GPS tæki, ekki útvarp ... og svo videre. Þar til ég fékk nýja símann, sem er með ÖLLU og meira til.

En hann fer svo í taugarnar á mér að það hálfa væri hellingur Tounge.

Sonur minn á eins síma og hann er draumur í dós ( eins og sonurinn). Hann getur stillt sinn síma á GPS eitthvað og þá mælir síminn vegalengdina sem maður labbar, segir manni tímann og meðalhraða og alles. 

Minn sími gerir þetta ekki eins auðveldlega - þetta er samt sama sort Nokia eitthvað voða fínt. 

Það tók steininn úr í dag þegar ég ætlaði að mæla vegalengdina frá hliðinu hjá Seilu og heim, ég veit svo sem að þetta eru 2 km en langaði allt í einu að sjá það. Þá DÓ síminn - þetta var to much fyrir hann. Síminn lifnaði að vísu við þegar ég kom heim (því miður). Þetta er of dýr og fínn sími til að henda honum - ætli hann endi bara ekki hjá þeim fimmtuga - hann á gamlan síma.

Með öðrum orðum - ég vil bara síma sem er bara sími Cool svo er ég bara með iPodinn minn og þarf ekkert að vera nota GPS. Fer bara inná kortavefinn hjá www.ja.is og mæli það sem ég þarf að mæla.

Eigið góða viku Heart


Hef góða tilfynningu fyrir nýju ári.......

........ og horfi jákvæð fram á við. 

Jólin og áramótin eru æðislegur tími, þá borðar maður góðan mat, eyðir tímanum með fjölskyldunni og skemmtir sér.

Kveður svo gamla árið með blysum og skálar fyrir nýju ári.

Gleðilegt ár ALLIR og takk fyrir það gamla. Ég ætla að lifa í "núinu" og njóta þess sem ég hef og þess sem er að gerast núna.

Þeir sem eru með annan fótinn í fortíðinni og hinn í framtíðinni, pissa á nútíðina. 

Kærleikur til allra og knús Heart

jólamaturspilamennskablysskálað fyrir nýju ári

 

 


Verðið hækkar í tönkunum......

....... eða hvað ??

Vissulega hefur olían hækkað aðeins - en dollarinn hefur lækkað aftur, það kallar Olís víst breyting á gengi krónunnar. 

Mér finnst alveg undarlegt hvað olíufélögin á Íslandi hækka alltaf sama daginn, síðast 3. des. 

Er næstum því hlynnt ríkisrekstri með bensín - minni yfirbygging, en þessi yfirbygging kostar sitt því  olíu"furstarnir" hjá Olís, Shell og N1 eru allir með um 3 milljónir á mánuði í laun. 

Kannski er verið að ná inn fyrir "jólabónus" ??

Hafið það gott og keyrið varlega, ekki gefa í...... það kostar meira Wink


mbl.is Olís hækkaði um 5 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hera Björk og Kvennakór Hafnarfjarðar á tónleikum í Víðistaðakirkju í kvöld

Kvennakór Hafnarfjarðar

 Kvennakór Hafnarfjarðar ásamt Heru Björk halda tónleika í kvöld kl. 20 í Víðistaðakirkju. Miðaverð er aðeins 2000 kr.

Lög eins og Panis Angelicus, Pie Jesu, Ave Maria, Maríukvæði ........ verða sungin.

Hlakka bara til að sjá alla sem koma og njóta með okkur Heart

 

 

 


táknmál fyrir heyrnarlausa.........

Ég þykist geta "sagt" hvað ég heiti á táknmáli. En í kvöld þegar ég ætlaði að segja hvað ég heiti þá mundi ég ekki hvort var S og hvort var G og vildi ekki taka sénisnn á því að  heita Gisrún. Næst þegar heyrnarlausi sölumaðurinn kemur þá kannski man ég þetta. Þessi maður kemur reglulega til mín og selur mér eitthvað - núna almanak Þroskahjálpar, en ég kaupi einhvern veginn allt sem hann er að selja.

Mér finnst heyrnarleysi svo skelfilegt - ég man bara hvernig það var áður en ég fékk heyrnartækið - já ég þarf bara eitt tæki því ég er með þokkaleg heyrn á hinu eyranu - ennþá. 

Félagslega þá er maður "out" !! Ég man hvernig ég sat með fólki - brosti og þóttist heyra hvað talað var um - og missti af öllu. Ekkert mál ef maður var með einni manneskju, en það mátti ekki vera mikið af hljóðum í kring............... eintómt vesen, best að vera bara heima. Svo þótti ég merkileg með mig - svaraði ekki einu sinni þegar yrt var á mig.......... s.s. ég heyrði það ekki - en það sést ekki utaná manni að maður heyrir ekki. 

En heyrnartækið er algjör bjargvættur. Ég ætla ekki að fara út í verð, tryggingarstofnun og 25,5% virðisaukaskatt á heyrnartækjum - heldur ekki "nýmóðins" tæki sem alheyrandi eru að "þróa". Verð frekar fúl í skapi við svoleiðis hugleiðingar. Samt ætla ég einn daginn að skrifa bréf til ráðherra fjármála og fá rökstuðning fyrir þessum virðisaukaskatti á heyrnartækjum.  

 

Helgarkveðjur og knús til allra - og njótið þess að heyra  - ég geri það allavega.

Ef þið viljið kunna nafnið ykkar þá er það hérna


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband