Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
stal þessu af bloggsíðu dóttur minnar. Hún skrifaði þetta í tilefni 30 ára brúðkaupsafmælis okkar foreldra hennar: Titillinn er:
Flottustu hjón Íslands
"Í dag eru 30 ár síðan foreldrar mínir gengu í það heilaga. Það er ekki síður tilefni fyrir mig að halda daginn hátíðlegan enda á ég mögulega lífið að launa þeim játningum sem opinberuð voru á þessum ágæta degi fyrir öllum þessum árum síðan.
Ég er þakklát foreldrum mínum fyrir að hafa staðið hvort með öðru í gegnum súrt og sætt, reynst mér góðar fyrirmyndir og fært mér bróður sem ég gæti ekki hugsað mér lífið án. Ég óska þ´vi ekki aðeins foreldrum mínum til hamingju með daginn, heldur allri fjölskyldunni. Því þökk sé þessum glæsilegu hjónum að við eigum hvort annað að í dag."
Ég hafði aldrei hugsað þetta svona og þetta er svo fallega orðað hjá henni. Enda er hún einstök og vel af Guði gerð.
Við erum bara heppin öll að eiga hvort annað að í dag.
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 5. september 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
..... asnalegt orð - en ég er ekki mjög frændrækin.
Fór samt í dag austur fyrir fjall til Gunnars frænda. Sá hann síðast fyrir 5 árum - er þetta hægt?
Það er alltaf gaman að hitta fólkið sitt og ætti maður að gera það oftar - annars hættir maður að þekkja það
á myndinni er Gunnar frændi, Inga Hanna Gunnarsdóttir, Elín og ég.
Elín gerir mjög fallega skartgripi og keypti ég þrjá hluti - þurfti að passa að fara ekki fram úr mér. En þegar ég las yfir Moggann þá sá ég stjörnuspá fyrir steingeitina og þar stóð:
Búðu þig undir smávegis kaupæði í dag.Hefði átt að lesa þetta áður en ég fór austur
Svo segi ég eins og venjulega - eigið góða viku alle sammen og verum góð við hvert annað
Vinir og fjölskylda | Sunnudagur, 28. ágúst 2011 (breytt kl. 21:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
.... og ég fann nýjan stað sem ég hef ekki komið á. Skarðsvík, sem er á leiðinni á Öndverðarnes. Ljós sandur, klettar, hellir og alles - meira að segja borðstofusett til að borða nestið sitt.
Ég er búin að fara hundrað sinnum á Snæfellsnes og aldrei komið þangað - maður er alltaf að finna eitthvað nýtt.
Annað sem við fundum var völdundarhúsið á milli Djúpalónssands og Dritvíkur. Enginn veit hvað þetta er gamalt en talið er að verbúðarmenn hafi gert þetta sér til dægrastyttingar.
Það er Geocaching leikurinn sem leiðir mann á svona staði. Þetta er GPS leikur - alþjóðlegur og út um allan heim. Mjög skemmtilegur.
Vinir og fjölskylda | Mánudagur, 4. júlí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ef eitthvað er sagt við mann, sem kannski særir, þá eru það ekki álög. En á maður að láta annarra manna skoðun særa sig??
Ég varð svolítið sár í gær þegar verið var að tala um fatastílinn minn.
Það hefur alltaf verið ljóst að ég er ekki eins og aðrir þegar kemur að "outfittinu" ég er bara ég. Ég hef alltaf verið ánægð með það og finnst bara smart að vera ég sjálf.
Fataskápurinn minn er fullur af fötum og þegar ég er að fara eitthvað þá máta ég nokkur dress, allt þarf að passa saman - skartgripir - taska.........
Í gær var ein sem sagðist halda að ég klæddi mig bara til að hylja nekt mína - og að ég væri óvenju fín fyrir utan "lopapeysuna" sem ég væri í. "Lopapeysan" er mohair peysa sem ég er nýbúin að prjóna og búa til (það heitir design í dag) og mörgum finnst hún flott - allavega er ég ánægð með hana.
Svo fór hún að tala um make-up og kom fram hjá konunni að þegar maður er kominn á "þennan aldur" (yfir fimmtugt) þá kemst maður ekki upp með að vera ómálaður og ómeikaður. Það voru allar með málningu og meik við borðið nema ég - ég með minn maskara og varalit. Ég var sem sagt frekar hallærisleg - ómáluð og í einhverjum fötum til að hylja nekt mína.
Ég var svo ánægð með mig þegar ég lagði af stað í boðið. Reyndi að láta þetta ekki hafa áhrif á mig en það gerði það samt. Hún er samt vinkona mín - hún í sínum stíl, máluð og alles og ég í mínum stíll.
Nú er vorið komið, ég er komin í trékossana og farin úr sokkunum (meira að segja búin að draga fram ökklaböndin). Fuglarnir farnir að syngja "horný" söngva og flugurnar vaknaðar niður í fjöru.
Eigið góða viku allir saman - njótið þess að vera ÞIÐ SJÁLF og vera ánægð með það. Það ætla ég að gera.
p.s. bókin Orð eru álög eftir Siggu Kling er snilld og eiginlega skyldulesning!!
Vinir og fjölskylda | Sunnudagur, 3. apríl 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
........ og horfi jákvæð fram á við.
Jólin og áramótin eru æðislegur tími, þá borðar maður góðan mat, eyðir tímanum með fjölskyldunni og skemmtir sér.
Kveður svo gamla árið með blysum og skálar fyrir nýju ári.
Gleðilegt ár ALLIR og takk fyrir það gamla. Ég ætla að lifa í "núinu" og njóta þess sem ég hef og þess sem er að gerast núna.
Þeir sem eru með annan fótinn í fortíðinni og hinn í framtíðinni, pissa á nútíðina.
Kærleikur til allra og knús
Vinir og fjölskylda | Sunnudagur, 2. janúar 2011 (breytt kl. 14:26) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
..... litla barnið mitt orðinn 17 ára og kominn með bílpróf.
Hann er orðinn stærri en á þessari mynd, sem tekin var í fyrra - hann er s.s. stærri en ég og stóra systir hans.
Hvar endar þetta ......... mér finnst vera pizza annan hvern dag en það er bara pizza á föstudögum.
Ég er alltaf að fá útborgað........
Maður er alltaf að plana sumarfrí............
Það verður alltaf styttra og styttra á milli jóla......
En talandi um jólin.... þau koma eftir nokkra daga....... eftir 10 vikur þá er jóladagur og of seint að senda jólakort og of seint að kaupa jólagjafir.......
Unglingurinn skrapp út á rúntinn með vini sínum - það er ekki laust við að maður sé smá stressaður.... en það er einn aðili sem er æðri en ég og gæti fylgt honum og hann er bara beðinn um það.
Sendi knús og kveðjur til ykkar allra.......
Vinir og fjölskylda | Laugardagur, 16. október 2010 (breytt kl. 22:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
............ eða hvað?? Nú ætla ég að kaupa B-vítamín fyrst það gæti "mögulega" komið í veg fyrir að maður versni . Svo get ég farið að drekka meiri bjór - er hann ekki svo B-vítamínríkur?? og saðsamur, þannig að ég grennist líka
Ég er í góðum málum trallalla la
Nei Alzheimer er ekkert grín - þetta er skelfilegur sjúkdómur og vona ég að hann banki ekki uppá í mínum húsum.
B-vítamín draga úr heilahrörnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 9. september 2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er einn hlutur á heimilinu sem ræður því hvernig mér líður ......... eða réttara sagt ég læt þennan hlut ráða því.
Í morgun steig ég á þennan örlaga-hlut og "BING" dagurinn er ónýtur.
Mér finnst samt svolítið hallærislegt að láta þetta hafa svona áhrif á sig - en tvö og hálft kíló í yfirvigt er of mikið finnst mér og mér líður eins og heimurinn sé að farast. Lít sem snöggvast í spegilinn og sé hvað hárið er eitthvað ömurlegt, svo fínlegt og asnalegt, húðin framan í mér er sko alveg..............hvaða pokar eru þetta???
Ég er náttúrulega ekki í lagi !!
Mitt í þessum hugarórum þá reyni ég að hugsa eitthvað jákvætt - ég er jú bara venjuleg kona.
Ég á fínan kall sem er búin að vera með mér í yfir þrjá áratugi, börnin mín eru bæði í góðum málum og ég er svo stolt af þeim. Ég er í vinnu, á hús og bíl (bíla) og allt af öllu. Svo kann ég ýmislegt fyrir mér og hef skemmtileg áhugamál, sem ég get sinnt þrátt fyrir vigtina
Auðvitað á maður að vera ánægður með sig eins og maður er - en þessi auka kíló þurfa samt að fara og ég kann sko alveg aðferðina; borða minna-hreyfa sig meira.
Maður er bara það sem maður hugsar
think thin (don´t feel fat).
Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 26. ágúst 2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Árlega fer ég á Snæfellsnesið - það er svo fallegt þar og maður kemur endurnærður til baka.
Fyrst er farið að bænum Ölkelda, en þar fær maður sér ölkelduvatn úr krananum, sem ábúendur hafa komið upp og er opið almenningi. Ölkelduvatn er öðruvísi á bragðið en venjulegt vatn og þykir mjög hollt. (ég gleymdi að taka mynd af krananum)
Steinafjaran mín við Langaholt er næsta stopp en þar eru fallegir steinar og magnað
brim. Ég get setið endalaust og horft á sjóinn. Ég get líka endalaust handfjatlað fallegu steinana og horft á kríurna. en á þessum tíma hefur maður regnhlíf með sér - tilbúin þegar krían kemur og "hneggjar" fyrir ofan hausinn á manni.
Kaffihúsið á Hellnum; Fjöruhúsið er besta kaffihús á Íslandi!! Kökurnar þar eru örugglega
bakaðar af kærleik því þær innihalda kærleikskaloríur og maður fitnar ekki af þeim. Svo spillir umhverfið ekki. Gulrótarkakan er guðdómleg.
Djúpalónssandur er magnaður staður - brim og steinar. Lukkusteinarnir mínir finnast akkúrat þar; litlir sléttir ávalir steinar - og auðvitað setti ég nokkra í vasann.
Svona dagsferð er svo skemmtileg, borða nestið við "borðstofuborðin" sem eru mjög víða. Ég er bara með gott nesti á svona ferðum, skinka- ostur-spínat og snakk á samlokuna. Prófið einhvern tímann að setja snakk (t.d. pringles) á samlokuna - það er æðislega gott.
Nú er maður endurnærður eftir svona ferð og tilbúin í "vinnuharkið" !! Það er endalaus orka á Snæfellsnesinu - nóg fyrir alla sem vilja.
Vinir og fjölskylda | Sunnudagur, 20. júní 2010 (breytt kl. 12:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
....... mér finnst þetta alltaf jafn kostulegt - en ég er hætt að taka þetta nærri mér.
Þegar ég var "yngri" þá var ég ljóshærð - en fyrir mörgum árum þá fór ég að lita á mér hárið. Varð rauðbrúnhærð og það klæddi mig bara vel. Eftir það hætti fólk að þekkja mig. Fólk sem ég vann með lengi og hitti ekki í nokkur ár - það hafði bara ekki hugmynd um hver ég var og gekk fram hjá mér. Ég breytti engu öðru en háralitnum - er ennþá sami hippinn (bara ljóska í felum)
Ég tók þetta nærri mér lengi en núna finnst mér þetta bara kostulegt.
Skrítið, en á meðan mitt nánasta þekkir mig þá er þetta ekkert mál
Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 11. mars 2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar