stolið blogg um flottustu hjón Íslands

 

stal þessu af bloggsíðu dóttur minnar. Hún skrifaði þetta í tilefni 30 ára brúðkaupsafmælis okkar foreldra hennar: Titillinn er:

Flottustu hjón Íslands

"Í dag eru 30 ár síðan foreldrar mínir gengu í það heilaga. Það er ekki síður tilefni fyrir mig að halda daginn hátíðlegan enda á ég mögulega lífið að launa þeim játningum sem opinberuð voru á þessum ágæta degi fyrir öllum þessum árum síðan.

Ég er þakklát foreldrum mínum fyrir að hafa staðið hvort með öðru í gegnum súrt og sætt, reynst mér góðar fyrirmyndir og fært mér bróður sem ég gæti ekki hugsað mér lífið án. Ég óska þ´vi ekki aðeins foreldrum mínum til hamingju með daginn, heldur allri fjölskyldunni. Því þökk sé þessum glæsilegu hjónum að við eigum hvort annað að í dag."

Ég hafði aldrei hugsað þetta svona og þetta er svo fallega orðað hjá henni. Enda er hún einstök og vel af Guði gerð. 

Við erum bara heppin öll að eiga hvort annað að í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já þetta eru yndisleg orð.

Ragnheiður , 6.9.2011 kl. 04:02

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 6.9.2011 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband