Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Var að hugsa um sumarbústaðaferð um páskana en ....... sorrý, ég borga ekki svona mikið fyrir sumarbústaðaleigu .......

Við sendum fyrirspurn hvað kostaði að vera í litlum krúttlegum bústað með heitum potti yfir páskana. Jú svarið kom............ 15.000 sólarhringurinn = 75.000 yfir páskana.

Er þetta eðlilegt??

Núna skil ég af hverju er rifist um sumarbústaði stéttarfélaganna - en páskarnir kosta 21.000 kr. með heitum potti og alles. (stærri bústaður)

Verð bara heima og græði helling

Eigið góða viku og verum góð við hvort annað. Brosum, hrósum og leikum okkur.


Kannast einhver við að fá sér pullu.....................

.......................... með öllu??

En pullu með öllu nema hráum?  Á mínu heimili fáum við okkur pullu - hvaðan kemur þetta orð eiginlega? Eða fröllurnar?? Það eru pantaðar fröllur með hamborgaranum - en ég veit að þetta orð kemur frá Hjördísi dóttur minni. Hún er eins og pabbi sinn - býr til orð - en það hefur hann alltaf gert. Orð sem við notum og þegar börnin voru lítil þá héldu þau að allir fengju sér morgara, vissu ekki að "venjulegt" fólk talar bara um morgunmat.

Ég hef aldrei "búið til" orð - apa bara upp eftir hinum á heimilinu og finnst það eðlilegt. Maður er náttúrulega bara skrítin Wink 

 


nú árið er liðið í aldanna skaut.....

skál fyrir mér..... og aldrei það kemur til baka.

Gleðilegt ár alle sammen og takk fyrir öll samskiptin á árinu sem er að líða.

Ég varð fimmtug þann 29. des og auðvitað var skálað af því tilefni enda hef ég aldrei verið eins gömul og reyndar hef ég heldur ekki verið eins ung og ég er í dag.

kærleiksknús til allra HeartKissing


Falleg tónlist getur algjörlega bjargað manni.........

................... þegar maður er að fara á límingunum.

Það er að komast mynd á eldhúsið mitt - þetta er allt að koma - en ég er að fara á límingunum, finnst þetta ekki ganga nógu hratt fyrir sig - kannast einhver við svona bráðlæti ??

En það verður allt nýtt í eldhúsinu nema ísskápurinn og ég Wink. Jú gamla leirtauið verður líka í nýju innréttingunni. Það hefur ýmislegt farið til Frú Sorpu - ótrúlegt en satt - ég hef hent helling - enda les ég bókina "Burt með draslið" aftur á bak og áfram.

Svo er ég búin að velja mér ofn og uppþvottavél. Aldrei í lífinu hef ég haft uppþvottavél svo ég þekki ekki þægindin og ofninn minn er ca 50 ára gamall Siemens - ekki með blæstri - svo núna verður "ungfrú Álftanes" bæði með uppþvottavél og blástursofn - vona bara að hún kunni að meta þessi "þægindi".

Móttettukórinn (jóladiskurinn) er bara settur á og haldið áfram að raða í skápana. Unglingurinn á heimilinu hefur sko skoðun á því hvernig er raðað í fínu stóru skúffurnar. Uppgötvaði það að hann er oftast látinn leggja á borðið - því hann vill hafa hnífapör, glös og diska í röð - bara frábært.

Njótið dagsins Heart eins og ég ætla að gera Kissing

 


er búin að njóta hverra einustu hitaeiningu.......

................. sem ég hef látið oní mig um helgina. Þetta er cirka mánaðarskammtur - ekki minna.

Jólahlaðborðið á Loftleiðum á föstudagskvöldið var svo gott - fór örugglega átta ferðir og borðaði fyrir allan peninginn. Það er ótrúlegt hvað maður getur borðað - situr í nokkra klukkutíma borðar og talar og getur svo varla hneppt að sér kápunni þegar maður fer heim.

Hitaeiningarnar soguðust að mér og eltu mig alla helgina, neyddist til að kaupa sumar þeirra - þær voru svo aðgangsharðar.

Annars hefur helgin verið matur, söngur og gleði. Svo verð ég bara að ganga af mér hitaeiningarnar í vikunni - þ.e.a.s. ef ég nenni því Wink

Hafið það sem allra best kæru vinir (og hinir líka) og njótið aðventunnar Heart 


Burt með draslið !!

Eitthvað kom fyrir á mínu heimili í gærkveldi - ég veit ekki hvað - en sá fimmtugi ruglaðist eitthvað í ríminu.

Þegar ég kom heim af raddæfingu í gærkveldi þá hafði sá fimmtugi staðið upp frá tölvunni Wink fengið unglinginn í lið með sér og ........................................

rifið gólfdúkinn af eldhúsgólfinu og skrúfað af veggnum einn eldhússkáp. Segist svo ætla að flísaleggja eldhúsið. Ég er ekkert óánægð með þetta - enda hafa flísarnar beðið nógu lengi inni í þvottahúsi.

En ég hafði mestar áhyggjur af því að einhverju hefði verið hent - einhverju sem ég er að safna og ætla einhverntíman að nota - kannski Blush. Tekið skal fram að þeir þorðu engu að henda, nema kexi sem var útrunnið 2008.  Svo hafði ég auðvitað áhyggjur af feðgunum, hvað kom eiginlega yfir þá ??? Sá fimmtugi sá stjörnhrap um daginn - ætli það hafi eitthvað að segja Errm

Núna er ég sem sagt að "taka til " í eldhússkápunum og losa þá - því það þarf að færa innréttinguna til að flísaleggja undir henni. Notaði tækifærið og byrjaði strax í gærkveldi að lesa bókina "Burt með draslið" og ætla að vera dugleg að henda - í alvörunni.

Fyrir konur eins og mig þá er þessi bók algjör biblía og verður að lesast reglulega. Annars væri ekkert pláss fyrir feðgana í húsinu fyrir dóti sem ég væri að sanka að mér og "geyma" og þá væri heldur ekkert flísalagt Grin

Þeir eru auðvitað frábærir þessir feðgar og ég elska þá báða út af lífinu InLove gerði það líka áður en framkvæmdir hófust Heart

Hafið það gott allir saman - ég ætla að halda áfram með næst bestu bók í heimi: Burt með draslið.


Prjónaði hjörtu ♥ á leiðinni út í Garð.......

......... en þar var "ættarmót". Frænka mín; bæjarstjórafrúin, á þar stórt hús og þar hittumst við afkomendur afa og ömmu. Amma mín, Elín Gunnarsdóttir hefði orðið 100 ára 12 nóv. Það er svo gaman að hitta allt þetta skemmtilega fólk, sem maður þekkir alltof lítið.

Svo ætlum við frænkurnar að hittast aftur - frænkuhittingur - er það ekki í tísku núna??

Unglingurinn minn (litla barnið, sem er orðið stærra en ég) keyrði suðureftir eins og herforingi, búin að vera með æfingarleyfið í viku og keyrir allt sem farið er. Hann er fínasti bílstjóri, kurteis og varkár.

Hjörtun sem ég er að prjóna, eru rauð lopahjörtu, sem Prjóna-Jóna kórsystir mín hannaði og er að finna á facebook síðunni hennar. Ég set þau í þvottavélina og þæfi þau - bara flott.

Annars er ég í þvílíku prjónastuði þessa dagana, með lopa í stöflum og hugmyndirnar flæða. Þyrfti að hætta að vinna til að geta framkvæmt allar þessar hugmyndir - bæði prjóna- og föndurhugmyndirnar.

Þegar ég kemst á "pensjón" þá verður nóg að gera - ég skirfa nefninlega niður þessar hugmyndir mínar svo ég gleymi þeim ekki.

knús á alla - konur og kalla Heart Kissing 


Bók-hveiti.....

.... allt er nú til - bókhveitinúðlur - smakkaði þær í kvöld - það var Nings í matinn. "Bókhveiti núðlur innihalda mikið að trefjum og góðum snefilefnum og vítamínum" segir á nings.is. Þar er líka sagt frá fleiri tegundum og nú vill ég smakka þær allar.

"Konnyaku núðlur er heilsusprengja frá Japan" segja meira að segja að þetta sé Guðs gjöf - ég legg nú ekki meira á ykkur í bili. Jú annars

"Green tea núðlur eru unnar úr bókhveiti sem hefur verið bætt með dufti úr grænu tei" og þakka t.d. Japanir græna teinu langlífi sitt.

Mín ætlar í "heilsubúð" eftir helgi að versla.

Þessi færsla er í boði Nings Wink

Annars var minn dagur mjög góður, fór út að ganga (klukkustundarganga) og hitti hestana á Grund, krumma í fjörunni, trukkabílstjóra fyrir aftan Sjávargötu og mann með hund. Þegar ég kom heim þá heilsaði hann mér hann Keli í næsta húsi - var samt ekki ánægður með mig og ég vona bara að lyktin af stóra hundinum sem ég heilsaði áður hafi verið orsökin. Sat svo undir svölunum í sólinni og prjónaði á meðan feðgarnir fóru með bílinn minn og settu vetrardekkin undir. þeir eru svo góðir við mig þessir feðgar enda hef ég alltaf verið þakklát fyrir þá.

Nonni uppáhaldsbróðir og Guðrún kona hans ásamt mömmu komu og borðuðu með okkur Nings - sem klikkar aldrei. Auðvitað var grænt te með - við ætlum öll að verða langlíf, eða þannig sko.

Njótum augnabliksins og verum góð við hvert annað  HeartKissing

 


Enn einn góður dagur .......

................... í dag - sólin tekur á móti manni þegar maður opnar hurðina í morgun - yndislegt. Ég er svo heppin að geta farið út á náttkjólnum með kaffið mitt á morgnanna og horft á sólina og blómin. Er mín að verða væmin - þarf einhver ógleðistillandi - nei nei ................................. ég er búin.

Sonur minn er algjör snillingur að taka myndir - setti inn nokkrar sem ég "hnupplaði" frá honum. Myndirnar af býflugunum "mínum" eru æðislegar. Mér finnst býflugurnar svo skemmtilegar - get horft endalaust á þær og hlustað á suðið í þeim.

Farin út í garð Cool njótið helgarinnar allir saman og munum að vera góð við hvort annað.

 


Ég fór í alvörunni uppá fjall !!

Ég sem geng bara á jafnsléttu því Álftanesið er allt lárétt og ég geng ekki út fyrir það. En heppnin var með mér í gær og ég fór með 3 skemmtilegum fjallageitum uppá Mosfell. Já ég veit að fjallið nær ekki 300 metrum en það er fjall engu að síður.

Veðrið var gott, fyrir utan smá rok, gott útsýni yfir höfuðborgina og í allar áttir. Þessar fjallageitur hafa gengið uppá hvert fjallið á fætur öðru, með fjallabók í hanskahólfinu, sem þær merkja í.

mosfell, kýrgilmosfellmosfell 31.júlí 010En útiveran og góður félagsskapur er stórt atriði og ég skemmti mér vel.

Þegar komið var heim, þá var sá fimmtugi að grilla - unglingurinn, Nonni bróðir og mamma öll að gera klárt svo við Gréta gengum eiginlega beint að þessu frábæra matarborði.

Ís með sýrópi og rjóma í eftirmat  - þarf einhver að passa línurnar Halo - nei ekki sú sem fær sér svo bláberjagraut með rjóma í morgunmat Wink


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband