Færsluflokkur: Menning og listir

vona bara að þetta sé ekki "búðasýning" eins og undanfarið....

.... en ég ætla ekki að fara þetta árið. Mér finnst þessi sýning hafa verið fyrst og fremst sölusýning;

maður borgar inn og svo skoðar maður "búðirnar" og "fjöldaframleiðslu". Verslanir eru mikið með bása þarna og eru bara að selja á næstum sama prís og í sjálfum verslununum.

Mér finnst vanta "handverkskonur" svona eins og mig Wink sem væru að "sýna" ekki selja.

 

 


mbl.is Handverkshátíð í Hrafnagili um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

snæfellsnes vísitasía....

völundarhús

Skarðsvík.... og ég fann nýjan stað sem ég hef ekki komið á. Skarðsvík, sem er á leiðinni á Öndverðarnes. Ljós sandur, klettar, hellir og alles - meira að segja borðstofusett til að borða nestið sitt.

Ég er búin að fara hundrað sinnum á Snæfellsnes og aldrei komið þangað - maður er alltaf að finna eitthvað nýtt.

Annað sem við fundum var völdundarhúsið á milli Djúpalónssands og Dritvíkur. Enginn veit hvað þetta er gamalt en talið er að verbúðarmenn hafi gert þetta sér til dægrastyttingar.

Það er Geocaching leikurinn sem leiðir mann á svona staði. Þetta er GPS leikur - alþjóðlegur og út um allan heim. Mjög skemmtilegur.  

 


Hera Björk og Kvennakór Hafnarfjarðar á tónleikum í Víðistaðakirkju í kvöld

Kvennakór Hafnarfjarðar

 Kvennakór Hafnarfjarðar ásamt Heru Björk halda tónleika í kvöld kl. 20 í Víðistaðakirkju. Miðaverð er aðeins 2000 kr.

Lög eins og Panis Angelicus, Pie Jesu, Ave Maria, Maríukvæði ........ verða sungin.

Hlakka bara til að sjá alla sem koma og njóta með okkur Heart

 

 

 


falleg prjónabúð er eins og listasafn......

unikat frankfurt

....... fyrir konu eins og mig (fallegar töskubúðir eru líka eins og listasafn). Ég hlakka svo til að fara í þessar búðir í Frankfurt - þær heita Wolle Rödel og Unikat. Það eru fleiri flottar garnbúðir þar og auðvitað fer ég í þær líka.

Mér finnst nú líklegt að það bætist í garn-safnið mitt. Það er ótrúlegt hvað manni getur vantað mikið af garni Wink

Langar á benda ykkur á flott prjónablöð ýtið hér

 

Vona að næsta vika fari vel með ykkur öll og verði full af kærleik og gleði Heart

 

wolle rödel frankfurt


táknmál fyrir heyrnarlausa.........

Ég þykist geta "sagt" hvað ég heiti á táknmáli. En í kvöld þegar ég ætlaði að segja hvað ég heiti þá mundi ég ekki hvort var S og hvort var G og vildi ekki taka sénisnn á því að  heita Gisrún. Næst þegar heyrnarlausi sölumaðurinn kemur þá kannski man ég þetta. Þessi maður kemur reglulega til mín og selur mér eitthvað - núna almanak Þroskahjálpar, en ég kaupi einhvern veginn allt sem hann er að selja.

Mér finnst heyrnarleysi svo skelfilegt - ég man bara hvernig það var áður en ég fékk heyrnartækið - já ég þarf bara eitt tæki því ég er með þokkaleg heyrn á hinu eyranu - ennþá. 

Félagslega þá er maður "out" !! Ég man hvernig ég sat með fólki - brosti og þóttist heyra hvað talað var um - og missti af öllu. Ekkert mál ef maður var með einni manneskju, en það mátti ekki vera mikið af hljóðum í kring............... eintómt vesen, best að vera bara heima. Svo þótti ég merkileg með mig - svaraði ekki einu sinni þegar yrt var á mig.......... s.s. ég heyrði það ekki - en það sést ekki utaná manni að maður heyrir ekki. 

En heyrnartækið er algjör bjargvættur. Ég ætla ekki að fara út í verð, tryggingarstofnun og 25,5% virðisaukaskatt á heyrnartækjum - heldur ekki "nýmóðins" tæki sem alheyrandi eru að "þróa". Verð frekar fúl í skapi við svoleiðis hugleiðingar. Samt ætla ég einn daginn að skrifa bréf til ráðherra fjármála og fá rökstuðning fyrir þessum virðisaukaskatti á heyrnartækjum.  

 

Helgarkveðjur og knús til allra - og njótið þess að heyra  - ég geri það allavega.

Ef þið viljið kunna nafnið ykkar þá er það hérna


ég er í grjótinu......

...... og líkar það vel! Grjót út um allt hús - bara flott!  

Í gær var ég að þvo grjótið mitt og raðaði því svo á borðstofuborðið. Svo get ég endalaust skoðað þessa steina, þeir eru svo flottir. Maður er náttúrulega ekki normal Whistling

gabbró steinar og fl.

 

 allskonar steinar

 allskonar steinar

 

 

 

 

Nú þarf ég að koma þeim fyrir - hver á sinn stað.

Hafið það gott allir á meðan ég hef það gott í grjótinu mínu Heart 


ég á líka square pianó....

...... nema mitt er ca 100 árum yngra. Mitt píanó er frá Hornung og Möller eins og stendur á skildinum sem er framan á píanóinu. Á safninu á Eyrarbakka er alveg eins píanó og mitt nema bara miklu minna - það er eins og það sé small en mitt large. 

Svona píanó kallast líka taffel piano - en í þessum hljóðfærum þá liggja strengirnir lárétt en í "venjulegum píanóum" þá standa strengirnir lóðrétt. 

(ég held að square nafnið sé enska en taffel danska). 

 

pianoi_006.jpg 

 

 

 

 

 

 

 

pianoi_002.jpg


mbl.is Fékk gefins píanó frá 1785
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

pílagrímsför á Snæfellsnes.....

Árlega fer ég á Snæfellsnesið - það er svo fallegt þar og maður kemur endurnærður til baka. 

Fyrst er farið að bænum Ölkelda, en þar fær maður sér ölkelduvatn úr krananum, sem ábúendur hafa komið upp og er opið almenningi. Ölkelduvatn er öðruvísi á bragðið en venjulegt vatn og þykir mjög hollt. (ég gleymdi að taka mynd af krananum)

Steinafjaran mín við Langaholt er næsta stopp en þar eru fallegir steinar og magnað

öldugangur

brim. Ég get setið endalaust og horft á sjóinn. Ég get líka endalaust handfjatlað fallegu steinana og horft á kríurna. en á þessum tíma hefur maður regnhlíf með sér - tilbúin þegar krían kemur og "hneggjar" fyrir ofan hausinn á manni.

 

 

 

Kaffihúsið á Hellnum; Fjöruhúsið er besta kaffihús á Íslandi!! Kökurnar þar eru örugglega

kakan mín bakaðar af kærleik því þær innihalda kærleikskaloríur og maður fitnar ekki af þeim.  Svo spillir umhverfið ekki. Gulrótarkakan er guðdómleg.

 

 

 

Djúpalónssandur er magnaður staður - brim og steinar. Lukkusteinarnir mínir finnast akkúrat þar; litlir sléttir ávalir steinar - og auðvitað setti ég nokkra í vasann.

ég að skoða
 steina

 

samlokan  mín

Svona dagsferð er svo skemmtileg, borða nestið við "borðstofuborðin" sem eru mjög víða. Ég er bara með gott nesti á svona ferðum, skinka- ostur-spínat og snakk á samlokuna. Prófið einhvern tímann að setja snakk (t.d. pringles) á samlokuna - það er æðislega gott.

 

Nú er maður endurnærður eftir svona ferð og tilbúin í "vinnuharkið" !! Það er endalaus orka á Snæfellsnesinu - nóg fyrir alla sem vilja. 


Garna-sýki....

 Í gær fór ég uppá Skaga í Garnbúðin.is. Þar er ég eins og krakki í nammibúð og auðvitað keypti ég mér garn. Þessi garnbúð er svo æðisleg og mikið til af flottu garni og ekki dýrt.

Nú sit ég bara og prjóna og prjóna - enda farið að rigna og þá nenni ég ekki út í garð.

Það er svo skrítið hvað maður þarf alltaf að eiga "nóg" af garni - ég keypti t.d. tvennslags garn í gær - þetta appelsínugula og svo brúnt aðeins loðið með glimmer í - það var á tilboði 350 kr. dokkan og mjög drúgt.  Ég er bara garna-sjúk og það verður bara að hafa það.

 

nýtt garn


prjóna-blogg

töskur

töskur

Efri myndirnar eru af sömu töskunni - töskur bara sitthvor hliðin. Hef  tölu á báðum hliðum - þá skiptir ekki máli hvernig hún  snýr. Bandið er prjónað "langsum" mér finnst það flottast.

 

 húfa

 

 

 

 

 

 

Ljósa taskan er hekluð úr léttlopa með skrautgarni sem ég keypti í garnbúðin.is

 

Húfan er með sama skrautgarni, annars hekluð úr tvöföldum lopa 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband