Færsluflokkur: Menning og listir

þrjár peysur

ákvað að setja myndir af peysum sem ég hef búið til í vetur.3 peysur 004

þessi er úr kitten garni, sem ég hrifnust af fyrir utan lopa. Maður hendir kitten peysum bara í þvottavélina - ekkert mál. Finnst þessi peysa ekkert spes.

3 peysur 006

Lopapeysa úr tvöföldum plötulopa. notaði chilli garn í munstur - kemur bara vel út.3 peysur 003

Þetta er líka lopi - tvöfaldur. Efst er rosalega mjúkt garn sem ég keypti í garnbúðinni á Akranesi. Ég byrjaði efst á peysunni, í hálsmálinu og prjónaði hana niður. Er bara ánægð með þessa.

Búin að prjóna 2 kjóla og einn skokk sem ég þarf að taka myndir af og setja inn.

 

 


það gleymist að segja frá okkur - við hitum upp fyrir Buffið ........

............. Kvennakór Hafnarfjarðar syngur á Thorsplani klukkan tvö, syngjum skemmtileg jólalög eins og okkur einum er lagið.

Kvennakórinn er einnig með eitt jólahúsið og frábæran varning til sölu á hóflegu verði.

Ef fólk vill koma sér í jólastemningu - þá er bara að koma í Jólaþorpið og njóta.


mbl.is Jólastemning á Thorsplani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólamarkaður um helgina - jólagjafir í lange bane á hóflegu verði

........ í kvöld og á morgun verður Kvennakór Hafnarfjarðar með sölubás í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Margt sniðugt og flott verður til sölu t.d.

handverk úr þæfðri ull Pottaleppar, úr ísl. lopa - hannað af Sigrúnu Óskars, smákökur, kryddbrauð, pönnukökur, sultur og margt fleira.

Verði verður stillt í hóf.

Það er alltaf stemning að fara á jólamarkað, hitta fólk sem er í jólaskapi og kaupa "öðruvísi" jólagjafir.

Kvennakórinn syngur í Jólaþorpinu kl. 14:00 og eins og svo margir vita þá erum við bara góðar.

Vona svo að allir hafi það sem allra best yfir helginaHeart


Frábærir tónleikar í vændum !!

Adventutonleikar

Við í Kvennakór Hafnarfjarðar og Kvennakór Garðabæjar ætlum að halda saman aðventutónleika ásamt frábærum hljóðfæraleikurum. Dagskráin verður vönduð og metnaðarfull.

Það er bara yndislegt að byrja aðventuna á fallegum tónleikum, en þeir verða haldnir í:

Digraneskirkju; 30 nóv. kl 20:00

Viðistaðakirkju; 2. des kl 20:00

Miðaverð er einungis 2000 kr. í forsölu og hægt er að nálgast miða m.a. hjá mér (gsm: 699 0346) en það verður örugglega uppselt fyrir tónleikana.

 


Prjónakaffi......

Skellti mér í prjónakaffi hjá Prjóna Jónu kórsystur minni. Fór "alein" - settist hjá konum sem ég þekkti ekkert, en í svona samkvæmi þá getur maður bara sest hjá hverjum sem er. Allir að prjóna - skoða hjá hinum og bara að spjalla.

Þarna lærði ég "nýtt prjónamunstur" eitthvað gamalt sem ég hef aldrei séð áður. Sá líka hvernig hægt er að sauma t.d. handföng á töskur með "girni" en ég var einmitt í vandræðum hvernig ég ætti að sauma/festa handfangið á þæfðu töskuna sem ég gerði um daginn. 

Við hliðina á mér sat kona sem á fullt af fallegum steinum eins og ég - og hún vinnur í búð sem selur m.a. lím fyrir steina og fleira og fleira. Gat sagt mér allt sem ég þurfti að vita. Bara gaman að hitta svona konur, svo eru konur svo skemmtilegar.  

Um daginn fór ég í prjónakaffi í Hafnarfirði og lærði "rússneskt hekl" sem er mjög sérstakt og flott.

Jólaskrautið hennar Prjónu Jónu er líka æðislegt - prjónað úr lopa og þæft - ég á pottþétt eftir að gera svoleiðis - frábært í gjafir, sérstaklega fyrir útlendinga.

Ég held áfram að mæta í prjónakaffi - maður er alltaf að læra eitthvað nýtt.

 


Sungum fyrir gamla fólkið.....

...... á Sólvangi í dag og á Hrafnistu í síðustu viku - þar glöddum við í Kvennakór Hafnarfjarðar gömul hjörtu Heart 

Á þriðjudagskvöld verðum við með tónleika í Hásölum í Hafnarfirði kl. 20.00 - skemmtilega tónleika auðvitað. Það kostar bara 1500 kr. miðinn. Við syngjum fjölbreytta dagskrá; söngleikjalög, íslensk, eitt ítalskt og eitt frá Brasilíu, svo fátt eitt sé talið. Þeir sem halda með Liverpool geta komið og hlustað á "You never walk alone".

Það er ótrúlega gaman að syngja í kór - endorfínið flæðir á æfingum og tónleikar toppa þetta alveg.

Í maí förum við að undirbúa Kórastefnuna sem við ætlum að skunda á 4. júní á Mývatni. Margrét Bóasdóttir hefur veg og vanda að þessari kórastefnu, sem haldin er ár hvert á Mývatni. Svona ferðalög með kórkonum eru ólýsanlega skemmtileg - konur saman - bara gaman.

Best að koma sér fyrir í sófanum með prjónana, södd eftir grillaða hamborgara að hætti húsbóndans.

Eigið góða viku framundan KissingHeart 

 


slá þú hjartans hörpu strengi...

... þetta er yfirskrift tónleika Kvennakórs Hafnarfjarðar þessi jólin. Elísabet Waage hörpuleikari leikur með okkur ásamt Hildi Þórðardóttir flautuleikara og ég get lofað fallegum tónleikum. Þeir verða fimmtudagskvöldið 11. desember kl: 20:00 í Víðistaðakirkju og kostar miðinn aðeins 1500 kr.

... það gefur manni svo margt að hlusta á fallega tónlist og það gefur mér mjög mikið að syngja fallega tónlist. Bara koma og njóta! Kvennakór Hafnarfjarðar


Tónleikar í dag í Víðistaðakirkju kl. 15

Kvennakór Hafnarfjarðar verður með tónleika í dag í víðistaðakirkju kl. 15 og bera þeir nafnið: "Þú hýri Hafnarfjörður".  Hafnarfjarðarbær verður 100 ára í ár og syngjum við lög eftir Friðrik Bjarnason í því tilefni. Hjörleifur Valsson fiðluleikari spilar með okkur, en hann er snillingur eins og allir vita sem á hann hafa hlustað. Þetta verða fallegir og skemmtilegir tónleikar eins og okkur er von og vísa.

Mín er samt alltaf með smá hnút í maganum fyrir tónleika, við syngjum alltaf nótulausar og þurfum því að kunna alla texta utanbókar og kunna laglínurnar algjörlega. En alltaf gengur þetta vel hjá okkur og ekki ástæða til að ætla annað með tónleikana í dag.

Það er ótrúlegt hvað svona félagsskapur getur gefið manni. Samstaðan í kórnum er algjör og við erum allar jafnar (það er engin jafnari en önnur). Þetta er held ég ein besta geðrækt sem ég get hugsað mér, enda er ég búin að vera í meira en 10 ár í þessum kór.

Segi bara tu tu á mig.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband