táknmál fyrir heyrnarlausa.........

Ég þykist geta "sagt" hvað ég heiti á táknmáli. En í kvöld þegar ég ætlaði að segja hvað ég heiti þá mundi ég ekki hvort var S og hvort var G og vildi ekki taka sénisnn á því að  heita Gisrún. Næst þegar heyrnarlausi sölumaðurinn kemur þá kannski man ég þetta. Þessi maður kemur reglulega til mín og selur mér eitthvað - núna almanak Þroskahjálpar, en ég kaupi einhvern veginn allt sem hann er að selja.

Mér finnst heyrnarleysi svo skelfilegt - ég man bara hvernig það var áður en ég fékk heyrnartækið - já ég þarf bara eitt tæki því ég er með þokkaleg heyrn á hinu eyranu - ennþá. 

Félagslega þá er maður "out" !! Ég man hvernig ég sat með fólki - brosti og þóttist heyra hvað talað var um - og missti af öllu. Ekkert mál ef maður var með einni manneskju, en það mátti ekki vera mikið af hljóðum í kring............... eintómt vesen, best að vera bara heima. Svo þótti ég merkileg með mig - svaraði ekki einu sinni þegar yrt var á mig.......... s.s. ég heyrði það ekki - en það sést ekki utaná manni að maður heyrir ekki. 

En heyrnartækið er algjör bjargvættur. Ég ætla ekki að fara út í verð, tryggingarstofnun og 25,5% virðisaukaskatt á heyrnartækjum - heldur ekki "nýmóðins" tæki sem alheyrandi eru að "þróa". Verð frekar fúl í skapi við svoleiðis hugleiðingar. Samt ætla ég einn daginn að skrifa bréf til ráðherra fjármála og fá rökstuðning fyrir þessum virðisaukaskatti á heyrnartækjum.  

 

Helgarkveðjur og knús til allra - og njótið þess að heyra  - ég geri það allavega.

Ef þið viljið kunna nafnið ykkar þá er það hérna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hahaha hann kom líka til mín - auðvitað. Ég kaupi allt af honum. Hann er jaxl. Það er áreiðanlega ekkert auðvelt að þramma svona um allt.

Hérna gerði hann óvart mikla lukku. Hjalti fór til dyra og vildi ekkert kaupa fyrst en þá bað sölumaðurinn hann um að sækja mömmuogpabba....hvað hélt hann tautaði Hjalti, að ég væri fimm ára ?

kær kveðja yfir

Ragnheiður , 22.10.2010 kl. 22:58

2 Smámynd: Sigrún Óskars

já hann er jaxl þessi maður

Sigrún Óskars, 22.10.2010 kl. 23:23

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Ein vinkona mín þarf á heyrnartæki að halda en hún segir að það sé svo dýrt að hún sé til neydd að kaupa ódýrt tæki og fyrir annað eyrað ....það verra.

Ég þakka æðri máttarvöldum að halda ennþá heyrn.  

Takk fyrir innlitið.

Kveðja....Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 24.10.2010 kl. 12:16

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Sóldís, ef maður þarf heyrnartæki í annað eyrað þá þarf maður að borga allt sjálfur. Svo eru þessi "ódýrari" ekkert endilega verri - það er mín reynsla.

Og svo er ódýrast að versla við Ríkis-stöðina; Heyrnar-og talmeinastöð Íslands - þar er líka góð þjónusta.

Sigrún Óskars, 24.10.2010 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband