Færsluflokkur: Dægurmál
.... en ég ætla ekki að fara þetta árið. Mér finnst þessi sýning hafa verið fyrst og fremst sölusýning;
maður borgar inn og svo skoðar maður "búðirnar" og "fjöldaframleiðslu". Verslanir eru mikið með bása þarna og eru bara að selja á næstum sama prís og í sjálfum verslununum.
Mér finnst vanta "handverkskonur" svona eins og mig sem væru að "sýna" ekki selja.
Handverkshátíð í Hrafnagili um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Fimmtudagur, 4. ágúst 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég fór í fyrsta sinn upp að Steini í dag, sem á að vera auðveld ganga samkvæmt skiltunum sem eru við göngustíginn. Mér fannst þetta ekki auðvelt, enda labba ég mest á jafnsléttu hérna á Álftanesinu.
Eftir þessa Esjugöngu er Helgafell "rúmlega hóll" - Mosfell og Úlfarsfell eru bara "hólar".
Í næstu viku er ég að fara í þýsku alpana að ganga - en það eru "auðveldar" göngur og mjög spennandi. Verð á fínu skíðahóteli með sauna og alles. Þetta er ferð fyrir fólk sem er "heilbrigt og getur hreyft sig" samkvæmt auglýsingu. Fyrst ég fór upp að steini á 88 mínútum þá get ég sett mig í þennan flokk - ekki satt?
Dægurmál | Miðvikudagur, 3. ágúst 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
NEI en það væri frétt ef lækkunin væri 8 krónur, sem væri í samræmi við verðlækkun erlendis og miðað við gengi dollars. Þeir eru bara að auka álagninguna hjá sér og eru samtaka í því.
Alltaf jafn skrítið að allir breyta verðinu hjá sér sama daginn og um sömu krónutölu......
ekki samráð - þeir eru bara samferða og samtaka - ekkert samræði hjá þeim
Skrítið hvað ég get látið þetta fara í taugarnar á mér
Eldneytisverð lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Miðvikudagur, 3. ágúst 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
...... allavega ættu þeir að geta það - nema þeir vilji hækka ennþá meira álagninguna hjá sér.
Ef skoðuð er staðan um miðjan júní þegar bensínverð var 236,3 kr. hjá Shell þá var olíuverð per tunnu svipað og nú og dollarinn var líka tæplega 117 kr.
Núna er bensínið 8 kr. dýrara þrátt fyrir sömu forsendur - þeir hljóta að lækka í dag.
Þessi færsla er í boði Pollýönnu
Olía lækkar í verði á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Þriðjudagur, 2. ágúst 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
....... ætli maður þurfi að borga í evrum eða hvað??
Svo kvarta þeir um "NOKKUR HUNDRUÐ MILLJÓNA TJÓN" sjá hér
Spurning er hvort þetta séu milljónir evra eða milljónir króna ??
Og ef þeir í Mýrdalnum eru að tapa nokkur hundruð milljónum á ca 2 vikum þá hljóta þeir að græða í venjulegu árferði og borga af því skatt
bara til gamans þá kostar ein nótt í Mýrdalnum fyrir einn 120 Evrur
Dægurmál | Mánudagur, 11. júlí 2011 (breytt kl. 22:41) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
.... henti þessu í blandarann og viti menn.............. æðislegt "mauk" sem ég set oná brauð í staðinn fyrir smjör. Nota þetta líka sem sósu með mat. Þetta er rosalega gott....... prófið bara.
Á myndinni er maukið komið í krukku .... fagurgrænt.
Dægurmál | Miðvikudagur, 6. júlí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
.... og ég fann nýjan stað sem ég hef ekki komið á. Skarðsvík, sem er á leiðinni á Öndverðarnes. Ljós sandur, klettar, hellir og alles - meira að segja borðstofusett til að borða nestið sitt.
Ég er búin að fara hundrað sinnum á Snæfellsnes og aldrei komið þangað - maður er alltaf að finna eitthvað nýtt.
Annað sem við fundum var völdundarhúsið á milli Djúpalónssands og Dritvíkur. Enginn veit hvað þetta er gamalt en talið er að verbúðarmenn hafi gert þetta sér til dægrastyttingar.
Það er Geocaching leikurinn sem leiðir mann á svona staði. Þetta er GPS leikur - alþjóðlegur og út um allan heim. Mjög skemmtilegur.
Dægurmál | Mánudagur, 4. júlí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
til að koma mér út ........ og hreyfa mig REGLULEGA og NÆGILEGA. Ég fer að vísu 1-2 í viku í 40 mín en það er ekki nægilegt og kílóafjöldinn utan á mér er í meira magni en ég er ánægð með.
Ef ég ætti að ráðleggja öðrum þá hef ég fullt af hugmyndum að hvatningu - en þegar kemur að mér sjálfri.... þá gerist ekkert.
Það væri t.d. hægt að taka þátt í Ratleik Hafnarfjarðar - hellings labb og hreyfing sem þarf til að finna spjöldin, svo er þetta bara skemmtilegur leikur.
Það væri hægt að skrá hreyfinguna inná lífshlaupið.is og sjá hvað maður hreyfir sig mikið.
það væri hægt að setja sér markmið t.d. ganga 16 km á viku og monta sig svo á "facebook" eftir mánuðinn (búin að labba 64 km í júlí..)
Svo er hægt að umbuna sig eftir hvert kíló - út að borða eftir eitt kg eða fótabað.... eða hvað sem er. Og eftir þrjú kg þá (já það eru þrjú kíló sem þurfa að fara) getur maður gert eitthvað spes.
Af hverju er svona erfitt að hvetja sjálfan sig og sparka í rassinn á sjálfum sér. Ég sé alveg ávinninginn en það er bara eitthvað.... Þetta er samt alveg yfirstíganlegt - 3 kíló er ekkert rosalegt þó þau séu svooo föst á mér.
Jæja vinir hafið það gott og ef einhver á leið hér um þá væri gott að fá "spark í rassinn"
knús á línuna
Dægurmál | Föstudagur, 1. júlí 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
í mars þegar eldsneytisverð erlendis var hærra en núna og dollarinn 115 kr. eins og nú þá var bensínverðið hjá Olíurisunum (Skeljungur, N1 og Olís) lægra en núna þ.e. 231,9 kr líterinn.
þetta er ótrúlegt - alltaf þegar olíuverð erlendis hækkar, þá hækka íslensku Risarnir, en eru lengi að lækka aftur. Auðvelt er að fylgjast með verðlaginu á
http://oil-price.net/dashboard.php?lang=en#TINY_CHART
Enn verra er að því hærra sem bensínverð hér er því meira fær Steingrímur í ríkissjóð - þannig að ríkisstjórnin hefur ekki efni á að gera neitt í málinu.
Forvitnilegt væri að vita hvort forstjórarnir séu enn á "ofurlaunum" - 3 milljónir á mánuði (af því þeir bera svo mikla ábyrgð).
Eldsneyti hækkar aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Fimmtudagur, 9. júní 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
þessi stórglæsilegi kvennakór verður með vortónleika í
Hásölum í Hafnarfirði kl. 16 í dag.
Lagaval kórstjórans er skemmtilegt, íslensk lög eins og:
Lotning - Þjóðlag / Þjóðvísa / úts. Sigurður Rúnar Jónsson ( fyrir Tótu-börn )
Betlikerlingin - Sigvaldi Kaldalóns / Gestur Pálsson
Jónasarlög - Atli Heimir Sveinsson / Jónas Hallgrímsson
Ásta · Dalvísa · Úr Hulduljóðum · Heylóarvísa · Vorvísa
Eftir hlé verða m.a. lög frá Afríku með "bongótrommu" undirspili, negrasálmar og þjóðlag frá Trinidad.
Undirleikari er að vanda Antonía Hevesi.
Vona svo að allir hafi það gott - alla vega ætla ég að skemmta mér á tónleikunum í dag.
Dægurmál | Laugardagur, 14. maí 2011 (breytt kl. 09:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 83311
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar