Færsluflokkur: Bloggar
.....nema áfengi og tóbak.
Afhverju gleymist þessi vöruflokkur, ég er ekkert að kvarta - finnst þetta bara skrítið!
Bloggar | Þriðjudagur, 24. júní 2008 (breytt kl. 19:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég er svo hrifin af sjálfshjálparbókum og mín uppáhalds er "skyndibitar fyrir sálina". Eftir að ég las hana þá uppgötvaði ég margt m.a. að ég á skítnógan pening. Og það er alveg satt. Ég á fyrir öllu sem ég þarf og meira til. Sagt er að peningarnir fara þangað sem þeir eru fyrir og þar sem ég á peninga þá koma þeir til mín. Maður þarf líka að gefa pening til að eignast pening - einskonar hringrás. Það er eins með brosið - ef maður brosir til fólks þá fær maður bros til baka. Við eigum nóg af brosi og kærleik - þetta eyðist ekki þótt við spreðum þessu út. Ég er ekki að tala um að maður fái peninginn aftur frá sama stað - heldur þaðan sem þeir eru. Kannski orðin of djúp núna?
Það gerir okkur allavega að betri manneskjum að gefa - hvað sem við gefum, bros, kærleik, pening, bænir............og við fáum það til baka með einhverjum hætti.
Mér datt þetta í hug þegar ég var að millifæra inná söfnunarreikninginn sem ég auglýsti á síðunni minni. Ég millifærði með kærleik í hjarta og vona að allt gangi vel hjá fjölskyldunni - allavega legg ég mitt á vogarskálarnar til að svo verði og hef fjölskylduna í bænum mínum.
Höfum eitt í huga: Einn daginn gætum við þurft á aðstoð að halda.
Bloggar | Þriðjudagur, 27. maí 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þetta kemur frá einni bloggvinkonu minni - munum að margt smátt gerir eitt stórt.
Leggjumst öll á eitt og hjálpum þessari fjölskyldu |
fimmtudagur, 22 maí 2008 | |
Sett hefur verið af stað söfnun vegna mikilla veikinda sem komið hafa upp hjá, Öldu Berglindi Þorvarðardóttur. Alda sem er borin og barnfæddur hornfirðingur, hefur nú greinst með illkynja sjúkdóm og framundan er strangur og erfiður tími hjá henni og fjölskyldu hennar. Ljóst er að eiginmaður hennar Lárus Óskarsson verður frá vinnu á þessum erfiðu tímum. Lárus og Alda eiga þrjár litlar stelpur á aldrinum 2ja til 7ára. sem þurfa á hans umönnun að halda, og einnig okkar stuðnings í þessari baráttu.Stofnaður hefur verið söfnununarreikningur handa þessari fjölskyldu í Sparisjóð Hornafjarðar. Látum okkur málið varða og sýnum samhug í verki og leggjum þeim lið!! Margt smátt gerir eitt stórt. Reikningsnúmerið er: 1147-05-401196 Kt: 260574-3379. Velunnarar. |
Bloggar | Föstudagur, 23. maí 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bókin "Burt með draslið" er algjör snilld fyrir fólk eins og mig. Ég á svo erfitt með að henda og láta frá mér dót en eftir lestur bókarinnar þá er allt auðveldara. Maður verður að vísu að lesa bókina reglulega til að minna sig á. Nú er ég einmitt að lesa bókina og hef farið hamförum - hent og gefið. Tók t.d. til í kringum tölvuna mína í gær, henti alls konar pappírsdrasli, hjúkrunargreinar sem ég á aldrei eftir að lesa aftur og flokkaði þær sem ég vil geyma. Svo tók ég myndir fyrir og eftir. Í dag fór ég í prjónakörfurnar mínar og tók allskonar garnafganga og henti og setti heilar dokkur í poka, sem ég er að hugsa um að gefa t.d. á Hrafnistu. Einnig fór ég í gegnum sjúkratöskuna, var með plástra og sjúkradót út um allt hús - viti menn - nú er allt á einum stað.
Lífið snýst ekki um að hafa og fá, heldur að vera og gera.
Á þessum spakmælum byrjar bókin. Svo held ég bara áfram að lesa og henda og gefa dót sem er annaðhvort ónýtt eða ég þarf ekki á að halda lengur.
Bloggar | Sunnudagur, 18. maí 2008 (breytt kl. 14:52) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Eins og áður hefur komið fram þá var hluta af ráðningarsamningi mínum (vaktalínunni) sagt upp og þar sem ég gat ekki samþykkt nýtt fyrirkomulag þá leit ég á það sem uppsögn. Með nýja fyrirkomulaginu þá verður að mínu mati skerðing á þjónustu og kaupið mitt lækkar. Algjörlega óásættanlegt. En málið er að það þarf að spara og það á að lækka laun skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga á LSH. Eins og við séum með svona hátt kaup. Þegar spurt er um markmið breytinganna þá er talað um einhverja vinnutilhögun evrópusambandsins. Þeir sem eru að skipuleggja breytingarnar eru í turninum og vita ekki hvernig málum er háttað í alvörunni. Nýlegt dæmi um það er þegar hjúkrunarforstjórinn (sem er held ég annar forstjóri LSH núna) sagði að það á að verða opið um helgar á skurðstofunni. Veit hún ekki að alltaf hefur verið opið um helgar - eða hélt hún í alvöru að allt væri lokað um helgar á skurðstofunni. Maður spyr sig.
Þetta verða grundvallarbreytingar á mínum vinnutíma og vinnusvæði mitt verður stækkað fyrir utan að launin mín lækka. Ég sem sagt hætti í vinnunni 1. maí - ég læt ekki vaða yfir mig á skítugum skónum, það hefur alltof oft verið gert á LSH - nú er bara komið nóg.
Bloggar | Þriðjudagur, 22. apríl 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eg hef haft thad gott i Ameriku, vedrid hefur leikid vid okkur. Skurdthingid var lika gott. Eitt sem stingur mig herna er feita folkid, thad er svo feitt ad eg hef aldrei sed annad eins. Enda eru matarskammtarnir thannig ad madur bordar taeplega helming. En Philadelphia er mjog flott borg og audvelt ad rata herna, svo er hun lika svo orugg einhvernvegin. Budirnar eru "agaetar", buin ad versla adeins, margt miklu odyrara herna.
Flyg heim i kvold, er komin i flugsokkana og med goda bok i toskunni. Hittumst hress a Islandi!
Bloggar | Sunnudagur, 13. apríl 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
...........allavega hef ég ekki gefið mér tíma til að blogga eða lesa bloggvinablogg. Búin að missa af öllu. En by the way ég er að pakka því á morgun flýg ég til Boston, gisti þar eina nótt og held áfram til Philadelphiu í USA. Verð í rúma viku í heimsókn hjá Bush. Aðallega verð ég á skurðþingi, sem fjallar um "scopiskar aðgerðir", sem sagt aðgerðir sem gerðar eru í speglun. Þetta verður bara spennandi, skemmtilegur ferðafélagi og flott hótel með sundlaug og alles. Það er líka skemmtilegt að fá þrif daglega, hendi bara handklæðinu á gólfið og fæ nýtt - þetta kallast húsmæðraorlof - tilbúin morgunmatur og ekkert uppvask. Eitthvað skoðar maður í búðarglugga (innanfrá) og verslar kannski eitthvað smá.
Jæja allir saman - hafið það gott á meðan ég hef það gott! Knús á línuna.
Bloggar | Laugardagur, 5. apríl 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Í 24 stundum var fyrirsögnin: Heimta aukavinnu. Þar er átt við skurðhjúkrunarfræðinga á LSH og sagt frá því að þessi stétt hefði sagt upp í stórum stíl. 24 stundir talaði við yfirmann mannauðsmála og ég vona að blaðamaður hafi eitthvað misskilið, nema mannauðsmálin gangi út á það að fara með staðlausar staðreyndir um blessaðan mannauðinn. Og þar sem ég er skurðhjúkrunarfræðingur á LSH þá veit ég að þessi frétt er ekki rétt. Mér var sagt upp hluta af ráðingarsamningnum mínum og ég get ekki unað breytingum sem á að gera á vinnutíma mínum. Grundvallarbreytingar sem ganga út á það að ég vinni fasta vinnu um helgar og á rauðum dögum í stað þess að taka bakvaktir og vera heima á milli aðgerða. Þess utan á að bæta við starfssvið mitt, eins og ég hef sagt áður þá á ég að vinna meira fyrir minni pening. Það á líka að skerða þjónustuna á skurðstofunni að mínu mati og þetta sætti ég mig ekki við. Rúsínan í pylsuendanum er að fá útlenskan mannauð til starfa, sem verður kannski viðráðanlegri en ég.
Kannski er ég að misskilja orðið mannauður - það þýðir kannski að ná sem mestum auði út úr starfsfólkinu.
Bloggar | Miðvikudagur, 12. mars 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
......þá er maður kominn útúr öllum skarkala og er einn í heiminum. Við fórum að Kleifarvatni í sólinni í gær, sem er með fallegri stöðum á landinu og algjört uppáhalds. Höfðum með okkur nesti og alles og settumst við borðstofuborð - þurftum bara að bursta snjónum ofan af því fyrst. Krísuvík er líka uppáhalds, heitir hverir og snjór í kring - þetta eru svo miklar andstæður og bara fallegt.
Mér finnst svo gaman að fara í dagsferðir með nesti.
Bloggar | Sunnudagur, 9. mars 2008 (breytt kl. 12:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggar | Sunnudagur, 3. febrúar 2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
-
holmdish
-
tigercopper
-
liljabolla
-
blavatn
-
totad
-
kruttina
-
gunnagusta
-
hlini
-
christinemarie
-
skordalsbrynja
-
gudrununa
-
hross
-
vilma
-
skelfingmodur
-
jeg
-
atvinnulaus
-
saedishaf
-
athena
-
sigrunsigur
-
maggatrausta
-
elina
-
bjarkitryggva
-
bjarnihardar
-
ingahel-matur
-
curvychic
-
gattin
-
pensillinn
-
songfuglinn
-
audurproppe
-
topplistinn
-
gudrunjona
-
hamingjustundir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar