Ég er ánægð með......

..... að eitthvað er að gerast í þjóðmálunum - vona samt að ekkert verði gert í fljótfærni. Tek hattinn ofan fyrir viðskiptaráðherra, sérstaklega fyrir að nú hefur Fjármálaeftirlitið tekið pokann sinn.

Það er samt eitt sem ég ekki skil og það er að yfirmaður Fjármálaeftirlitsins hættir ekki fyrr en 1. mars og þar að auki fær hann laun í eitt ár. Launin eru 17oo þúsund á mánuði - kannski svona há því hann ber einhverja ábyrgð. En hvar er ábyrgðin? Á hann ekki að hætta NÚNA? Og taka þar með ábyrgð. Það er eitthvað sem ég ekki skil. Kannski þarf hann að "ganga frá eftir sig" - bara hugmynd.

Annars er bloggstífla hjá frúnni, dagarnir líða bara og ég hef ekkert að segja. Þetta hefur verið vika heimsókna og hittings - maður hittir ekki bara fólk á facebook, sem betur fer. Samt er gaman hvað maður grefur upp gamla vini á facebook.

Elskurnar mínar, hafið það gott og njótið vikunnar sem framundan er.

HeartHeartHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Bloggstífla hjá fleirum ;) það koma bara svona dagar inná milli ;)

Aprílrós, 25.1.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.1.2009 kl. 01:21

3 Smámynd: Auður Proppé

Já, við skulum vona að það verði engin fljótfærni, þó ég verði nú að segja að stjórnin hafi tekið sinn tíma hingað til.

Auður Proppé, 26.1.2009 kl. 10:50

4 Smámynd: Þórhildur Daðadóttir

Já því miður virðist allt taka ógurlega langan tíma eitthvað.

Knús á þig

Þórhildur Daðadóttir, 26.1.2009 kl. 11:03

5 Smámynd: Tína

Ég viðurkenni fúslega að ég er ansi hrædd um það sem mun gerast næstu vikurnar. Vonandi hef ég bara rangt fyrir mér.

Ætlaði annars rétt sem snöggvast að senda á þig knús dúllan mín. Sérstaklega þegar haft er í huga hversu langt er nú liðið frá því ég leit síðast inn hérna.

Farðu rokna vel með þig krútta

Tína, 26.1.2009 kl. 20:32

6 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Já nú eru hlutirnir heldur betur að gerast. Við búum þessa stundina í stjórnlausu landi. Spáðu í það ! Það hefur nú reyndar verið hálf stjórnlaust sl mánuði þrátt fyrir sitjandi ríkisstjórn. Já nú er fróðlegt að vita hvað gerist næstu klukkutímana.

 Annars sit ég á rólegri kvöldvakt á gæslunni og freistaðist því inná bloggið. Það er gott þegar fólk þarf ekki á gjörgæslu að halda .

Eigðu gott mánudagskvöld.

Guðrún Una Jónsdóttir, 26.1.2009 kl. 20:54

7 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

Botnar maður eitthvað í þessu?   Sei, sei nei!  1700 þúsundir á mánuði!  Í dag fengum við hjónaleysin BJÖRGUN frá ríkinu...heilar 2.200 krónur á mann...sem sagt eina bíóferð með djásninu, en fólk sem hætt er störfum fær 1700 þúsundir í heilt ár! No  Eitthvað er meira en lítið bogið við þetta! 





Sigríður Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 19:48

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Við hjónin fengum líka "björgun" frá ríkinu í dag; sitthvorar 610 krónur sent í sitthvoru umslaginu. Þetta er sorglegt alltsaman og meira en lítið bogið við þetta

Sigrún Óskars, 30.1.2009 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband