Hver kann borðsiði?

Ég var alin upp við það að setja hnífapörin saman þegar ég var búin að borða, annars var sett meira á diskinn minn. En einhver kenndi mér það að ef maturinn er sérstaklega góður þá stingur maður hnífnum í eina raufina á gafflinum og lætur hnífapörin liggja þannig hlið við hlið. Er einhver sem þekkir þetta?

Ég var nefninlega að borða á Friðrik V á Akureyri um helgina og skildi hnífapörin eftir með þessum skilaboðum að maturinn væri góður - en enginn kannaðist við þessa borðsiði. Þjónninn var ekki menntaður þjónn og hafði aldrei séð þetta (hann var spurður). Þannig að ég auglýsi eftir sérfræðingum í borðsiðum hér með! 

Jæja, ég er búin að fá dótturina elskulegu og Bretann heim til Íslands og búin að skila þeim til Akureyrar þar sem þau ætla að búa. Hjördís ætlar í Háskólann og Bretinn að vinna. Þau fengu íbúð á vegum Háskólans, en til að brúa bilið þar til þau fá íbúðina tókum við á leigu íbúð sem bókagerðarmenn eiga. Þau fóru í Fjölsmiðjuna og versluðu húsgögn fyrir "kúk og kanel" (sorrý orðbragðið - en allt er svo ódýrt þar). Þau eiga mjög lítið en voru búin að kaupa sér matarstell, potta og svoleiðis dót. Svo eiga þau hjól, sem þau keyptu í Asíu og hjóluðu á þeim um alla Vietnam. Hjólunum og allt sem þau fluttu með sér var troðið í tvo bíla og keyrt norður á föstudag. Mamma var á leið til Mývatns og var í samfloti með okkur og auðvitað var hennar bíll fylltur af dóti. Passaði eins og flís við rass - þurftum ekki að skilja neitt eftir heima.

Á Akureyri týndum við ber - bláber og það var étið með vöfflum, sem unglingurinn bakaði og rjóma. Engin megrun þar á bæ. Og auðvitað var farið á Bautann - hann klikkar aldrei get ég sagt ykkur; góður matur, mikið úrval, góð þjónusta og viðráðanlegt verð - ekki hægt að fara fram á meira.

Ég verslaði smá á Akureyri; tekksófaborð með stálfótum til að hafa í garðinum, úlpu og PC jakka - alveg nýjan (leðurlíki, þröngur sem gerir mig höj og slank) og allt þetta kostaði (haldið ykkur) 2,300 Ísl. kr. Það er allt svo ódýrt á Akureyri.

Svo er bara að fara að vinna á eftir, kvöldvakt. Búin að hafa það rosalega gott í fríinu - gott veður allann tímann og svei mér þá ef ég er ekki bara tilbúin í vinnuþjarkið aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

En æðislegt að fríið heppnaðist svona glimmrandi með góðu veðri og alles...en þetta með hnífapörin að þá heyrði ég það að þegar hnífurinn er settur á gaffalinn í eina raufina að þá væri maður hættur að borða...ég hef ekki heyrt um hitt sem þú ert að tala um.

En hvernig fannst þér að borða þarna á Friðrik V???? Ég borðaði einmitt þarna þegar ég fór norður í júlí og bloggaði einmitt um það...

Knús og klemm, kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 19.8.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Hef heyrt þetta með hnífapörin og svo eitthvað maus með að snúa þeim rétt.  Er löngu búin að gleyma þessu.

  Hmmm.... ódýrt segirðu!  kannski maður verði að fara að vísitera Akureyri.

Sigríður Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 22:07

3 Smámynd: Söngfuglinn

Jebb, kannast við þetta með hnífapörin. Setja hnífinn í eina raufina á gafflinum þýðir að maður vilji ekki meir. En ef pörin eru aðskilinn til sitthvorrar hliðar þýðir það, já takk meira fyrir mig.  En  sjálfsagt eru misjafnir siðirnir með þetta eins og annað.  En mér finnst alltaf snyrtilegast að setja í raufina þegar maður er búin að borða. Hef einvhern vegin tamið mér það.  Og svo var ég nú á Akureyri þarna um daginn og fann ekkert svona hrikalega ódýrt. Nema eitt veski, en það kostaði nú samt heilar 3 þúsund krónur. Hmm. Hvar verslar þú eiginlega.....

Söngfuglinn, 19.8.2008 kl. 22:49

4 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Kannast vel við skilaboðin með hnífapörin, þ.e að þau tákni að ,,ég viji ekki meir" en ekki það að tákni að  mér finnist maturinn góður.

Mér sýnist  fríið þitt hafa lukkast vel sem er frábært. Ekki veitir af að hlaða batteríin fyrirnæstu vinnutörn, álagið gríðalegt á ykkur á LSH. Þið eigið aðdáun og virðingu mína alla fyrir fumlaus og fagleg vinnubrögð og einstaklega mikla virðingu fyrir skjólstæðingum ykkar. Í mínum huga eruð þið flaggskip spítalans.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 20.8.2008 kl. 00:48

5 Smámynd: Sigrún Óskars

Guðrún Ágústa ég fann færsluna um Friðrik V og ég er alveg sammála þér, flottur staður og maturinn svo flott borin fram. Sósur í krúttlegum litlum skálum og svo er þjónustan alveg frábær. Hjá okkur lá ekki rómantík í loftinu eins og hjá þér - mamma og börnin stór og smá voru með okkur og við vorum öll ánægð.

Sigrún Óskars, 20.8.2008 kl. 02:12

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

geng sjálf  svona frá hnífapörunum....sem merki um að ég hætt að borða.

Hólmdís Hjartardóttir, 24.8.2008 kl. 16:34

7 Smámynd: Tína

Tek undir það sem allir eru búin að skrifa hérna með hnífapörin. En ég hef aldrei heyrt þetta með að maður sé að hrósa matnum ef hnífurinn er settur í eina raufina á gafflinum. Alltaf lærir maður eitthvað nýtt greinilega .

Hafðu það gott í dag ljúfan. 

Tína, 25.8.2008 kl. 09:21

8 Smámynd: Lilja G. Bolladóttir

Ég segi eins og Guðrún Ágústa, þegar ég er búin og vil ekki meira, þá set ég gaffalinn í eina raufina á hnífnum. Svo fyrir mér, eiga þjónarnir að koma fljótlega eftir að maturinn er kominn á borðið, og spyrja hvernig smakkist. Ég nenni ekki að standa í einhverju táknmáli með hnífapör varðandi það.....

Lilja G. Bolladóttir, 27.8.2008 kl. 21:38

9 Smámynd: Vilma Kristín

Ég hef bara heyrt þetta með að setja hnífapörin saman til að láta vita að maður vilji ekki meir. Hitt hef ég ekki heyrt, en er sniðugt.

Vilma Kristín , 28.8.2008 kl. 21:49

10 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

þannig eru merki um að ég hætt að borða.Gamall siður

Hafðu það gott

Anna Ragna Alexandersdóttir, 28.8.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband