Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Strandir, Vestfirðir, Landmannalaugar, garðurinn og góða veðrið !!

Nú fer sumarfríið að klárast - byrja að vinna á fimmtudaginn - Skrítið hvað 4 vikur líða hratt! 

Fríið hefur verið æðislegt - fórum vestur á strandir og á vestfirði, öll fimm saman. Veðrið var gott allan tímann, sem skiptir miklu máli. Gistingin "heppnaðist" vel en ég var búin að panta svefnpokagistingu fyrir okkur. Gistiþjónusta Sunnu á Drangsnesi toppar það samt alveg - mjög flott gisting fyrir sanngjarnt verð.

Ég á eftir að fara aftur á vestfirði, það er svo margt að sjá og skoða - engan vegin hægt að gera það í einni ferð.

Við fórum einnig í dagsferð uppí Landmannalaugar. Hjördís og Craig ætluðu þangað á "puttanum"  en við skutluðum þeim bara - alltaf gaman að koma þangað, ganga "hringinn" inní Grænagil - ólýsanleg fegurð.

Sigrun, Ivar, Hjordis and Craig

Ég er heppin að fá svona gott veður þessa viku - garðvinnan er svo miklu skemmtilegri í sól. Skrítið hvað arfinn vex hratt, þegar maður bregður sér af bæ í hálfan mánuð. En mér finnst nú skemmtilegt að liggja á hnjánum í garðinum ( mér finnst samt ósanngjarnt að ég fái ekki kúlurass) Wink

hafið það gott alle sammen Heart


Ég er ekki sú eina sem elskar manninn minn........

.............. komst að því á árshátíð 365 í gærkveldi. Vissi þetta reyndar áður - enda fer ég með honum á árshátíðina á hverju ári. Konur og karlar koma í röðum til hans og lofa hann í hástert - hann er svo klár, bóngóður, reddar manni alltaf, kemur um leið og maður hringir ......... og svo videre. Eftir því sem fólk drakk meira þá var hann meira elskaður - einn hár og myndarlegur maður sagði við mig: þú skilur það kannski ekki en ég elska hann út af lífinu! Auðvitað skildi ég það mjög vel - ég hef elskað manninn í meira en 30 ár.

Tekið skal fram að ég fór ein með mínum manni heim Wink

Annað get ég sagt ykkur - rauðir skór eru í tísku. Rauðir skór og rautt veski. Ég var í svörtum skóm og ef ykkur langar að vita það þá voru skórnir mínir eldri en söngvari hljómsveitarinnar (Eyþór Ingi).

Ætla að hvíla mig í dag og hafa það "næs" - njótið þið dagsins elskurnar Heart 

 


í fyrsta, öðru og þriðja lagi! Barbamömmu syndromið í uppsiglingu!

Fyrir það fyrsta þá er vorið komið í alvörunni - ég sá lóuna í dag. Hún var að spóka sig í túninu hjá Bessastöðum.

Svo í öðru lagi  þá eru bara flestir hættir að blogga eða búnir að læsa blogginu sínu. Hvað er að gerast? Kannski Facebook Woundering Mér finnst bloggið skemmtilegra - það eru víst ekki margir á sama máli. Þeir sem blogga - þeir blogga allir um það sama - styrkina - kreppuna - stjórnina..........

Hvar eru þeir sem blogga um lífið og tilveruna? Ég bara spyr?

Í þriðja lagi  þá var kvöldverðarborðið ekki "kreppulegt" á mínu heimili. Hamborgarahryggur fyrir fleiri en okkur þrjú. Sem er ekki gott því þá verð ég á kafi í afganginum á morgun. Það þýðir bara eitt: Barbamömmu syndromið = verð eins og Barbamamma í laginu.

Hafið það gott yfir páskana elskurnar Heart


Þessi færsla er í boði Vox.....

....... kannski ekki alveg. En ég fór í brunch á veitingahúsið Vox í dag og þvílík hamingja. Hlaðborð af bestu gerð, úrvalið einstakt og þjónustan frábær. Og fyrir þetta borgar maður 2,750 á mann. Svo getur maður raðað í sig eins og maður getur og ekki stóð á því.

Við Nonni bróðir gáfum mömmu þetta í afmælisgjöf (hún á allt). Það er svo gaman að fara svona fjölskyldan saman og borða góðan mat. Sætustu strákar í heimi komu líka með; Aron (eldri)og Jón Tómas(yngri), afabörn Nonna - þeir eru æðislegir.Vox brunch 004Pawel pabbi þeirra er með Aron á myndinni.Vox brunch 005


Viðtal við flakkarann minn í Fréttablaðinu í dag!

http://vefblod.visir.is/index.php?s=2851&p=70580

Hún Hjördís dóttir mín er í viðtali við Fréttablaðið í dag og ég er svo stolt af henni. Hún er búin að ferðast um allann heiminn - er svo víðsýn og fróð um menningu; lönd og þjóðir. Þegar hún ferðast þá fræðist hún svo mikið um staðina, en hún talar mjög mörg tungumál svo hún á auðvelt með að tala við innfædda. T.d. útskrifaðist hún með stúdentspróf í sjö tungumálum fyrir utan íslensku - það er ekkert smá tungumálakunnátta.

Það er ekkert lítið sem hún er búin að safna í sarpinn - þetta hefur verið "skóli lífsins", en núna er hún í Háskólanum á Akureyri í samfélags- og hagþróunarfræði. Fyrir utan allt þetta þá er hún góður penni, kann að koma orðum á blað - ég veit ekki hvaðan hún hefur það (ekki frá mér) en ég veit heldur ekki hvaðan hún hefur teikni og málarahæfileikann (alls ekki frá foreldrum sínum).

Hún á sko framtíðina fyrir sér Smile

 


Barbapabba syndromið....

barbapabbi...... hef ég náð mér í núna um jólin. Þá er ég að meina vaxtarlagið. Ég er eins og barbamamma í laginu í þessum töluðu orðum enda ekkert skrítið. Hamborgarahryggur, hangikjöt og lakkrís eru afleiðingarnar. Jú má ekki gleyma kökunum og vindlunum. Ég er sem sagt "dottin í það" - en eru ekki jólin? Það verður bara Núpó-Létt hristingur í dag, allavega fram að kvöldmat Wink (Núpó-Létt er svo þvagræsandi).

Ég er búin að hafa það mjög gott, við fjölskyldan höfum verið að spila fram á nætur - hlegið og haft gaman. Svona á það að vera á jólunum; gleði, kærleikur og samvera. Ég var á bakvakt í gær og var ekkert kölluð út, það var sem sagt engin skurðaðgerð gerð í gær - sem betur fer.

Hafið það gott elskurnar og njótið alls þess sem þið hafið.

Jólaknús frá Barbamömmu Heart


Fimm fræknir í Frankfurt!

frankfurt 003Við erum komin heim frá Frankfurt og höfðum það rosalega gott. Versluðum auðvitað sama og ekkert, allt svo dýrt fyrir okkur - þar sem evran er yfir 180 kr. Við keyptum evrur á 174 kr. stk áður en við fórum, en í dag er hún 187 kr. Maður er alltaf að græða! 

Þetta er í fimmta skiptið allavega sem við förum til Frankfurt. Erum vön að fara tvö saman hjónin en nú buðum við börnunum öllum með (sonurinn, dóttirin og bretinn).  Við höfum ekki verslað mikið af jólagjöfum úti en ég kaupi mér alltaf eitthvað af fötum. Nú vantar mér ekkert (af því að verðlagið er óhagstætt), en ég á föt sem dugar fyrir a.m.k. þrjár konur og skartgripi fyrir enn fleiri, en þær þyrftu að vera smá hippý eins og ég.  

En það er svo notalegt að vera á jólamarkaðnum í Frankfurt, þar eru allir glaðir, allir eru góðir við hvert annað og allir eru bara að njóta. Maður fær sér bara eplavín og horfir á fólkið. Myndin er af stóra jólatrénu á markaðnum í Frankfurt.frankfurt 002

Það var bara eitt - ég fékk mér að reykja Whistling Keypti einhverja koníaks-legna smávindla með filter og þetta reykti ég með eplavíninu. Þegar ég hætti fyrir ca 15 árum þá fékk ég mér alltaf vindil við "hátíðleg" tækifæri. Þetta gerði ég í mörg ár - en alltíeinu fannst mér svo óhollt að fá mér vindil (þeir eru sterkari en sígó) svo ég fékk mér sígarettur og reykti bara meira og skítféll. Núna ætla ég ekki að falla í sama pittinn Wink fæ mér bara vindil við "hátíðleg" og ekki orð um það meir.

Mér hefur t.d. ekki langað að reykja síðan ég kom heim í gær Smile.

Set inn fleiri myndir seinna! Neðri myndin er af Hjördísi, Craig, Ívari og Gumma með Starbucks kaffi og kökur. Bara yndislegt.


ég má ekki missa af jólamarkaðinum

Á hverju ári förum við (ég og sá fimmtugi) til Frankfurt á jólamarkaðinn og líka til að vera hönd í hönd tvö saman (K.K. ferð). Á síðasta ári ákváðum við að taka börnin og bretann með okkur, vissum þá auðvitað ekki að Evran yrði 166 kr. en evran var 85 - 90 kr þegar þessi ákvörðun var tekin.

En við ætlum að fara og njóta þess bara. Það er svo gaman þegar við erum öll fimm saman - eitthvað svo notalegt. Dóttirin og bretinn hafa ekki komið til Frankfurt og ekki til Heidelberg sem er svo æðislegur staður. Maður fer bara með lest frá Frankfurt til Heidelberg - ó mæ god - þið ættuð að sjá jólamarkaðinn þar.

Þjóðverjar eru svo góðir heim að sækja - gera allt fyrir mann (allavega fyrir okkur) og jólastemningin er engu lík, maður getur ekki lýst því.

Þetta verður jólagjöfin okkar allra - við notum Robin Hood aðferðina - þeir sem eiga meiri pening, þeir borga.


Það er unglingamúsik í eldhúsinu.....

....því unglingurinn er að elda lasagna (frá Knorr), eins og hann gerir alltaf á mánudögum. Og hefur hvítlauksbrauð með. Hann setur graskers sneiðar í staðin fyrir pastaplöturnar "mín megin" og pepperoni hinum megin. Ég borða nefninlega ekki pastaplötur og ekki pepperoni. Svo setur hann extra mikinn ost, okkur finnst það best. 

Flakkarinn minn elskulegi og bretinn koma heim í kvöld - eftir 7 mánaða flakk um Asíu. Ég get varla beðið að hitta hana. Förum auðvitað út á flugvöll og bíðum "róleg" eftir þeim.


Fermingarbörn giftu sig fyrir 27 árum!

Í dag eru 27 ár síðan ég og sá fimmtugi giftum okkur. Hann var auðvitað ekki fimmtugur þá, var á fermingaraldri, alla vega samkvæmt brúðarmyndunum. Við vorum eins og fermingarbörn - við vorum svo ung og sæt - nú erum við bara sæt.

Þegar ég var 14 ára þá fluttum við í tvíbýli, á efri hæðina. Á neðri hæðinni var einhver gæi, létt hallærislegur en sæmilega skemmtilegur. Til að gera langa sögu stutta þá er þetta gæinn sem ég giftist. Pabbi striddi mér nú á þessu: Ef ég hefði keypt íbúð í blokk, værir þú þá ennþá að velja þér mannsefni? Eða - einsgott að ég keypti ekki einbýlishús - þá mundir þú pipra!

En ég átti sem sagt foreldra "uppi" og tengdaforeldra "niðri". Börnin áttu afa og ömmu "uppi" og afa og ömmu "niðri". Þetta var mjög patent -  tvær heimsóknir - ein ferð.

Ég var sko heppinn að ná í þennan gæja, hann hefur reynst vel; ég veit nákvæmlega hvar hann setur skítugu sokkana, get gengið að honum vísum við tölvuna og veit að hann þvær ekki klósettið. Hann elskar mig eins og ég er og ég elska hann eins og hann er. Taka skal fram að til að búa með mér þarf einstakan mann og það er akkúrtat þessi fimmtugi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband