Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Frá því í byrjun janúar hefur olíuverð verið að lækka "erlendis" - nú varð smá hækkun og þá stendur ekki á olíurisunum okkar.

5 febr Ég gæfi mikið fyrir að skilja verðlagningu olíufélaganna á Íslandi.

Nú í dag hækka öll þrjú félögin bensínið sitt í sömu krónutölu (og uppá sama aur), akkúrat þegar olían hefur verið að lækka - sjá mynd. Það er líka linkur hér til hliðar þar sem hægt er að fylgjast með olíuverði.

Þetta kallast ekki verðsamráð - þetta kallast samkeppni.

Það er eitthvað sem ég skil ekki og líklegast mun ég aldrei skilja þetta.

góða helgi alle sammen og gangi ykkur vel í "spar"akstrinum Wink


mbl.is Lítilsháttar hækkun á olíuverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er Á - listinn á Álftanesi ? Verður hann kannski ekki í framboði ?

Ég bíð spennt eftir því að sjá hvaða menn verða á listanum og hverjir ekki.

Ekkert hefur heyrst af listanum - hann er kannski bara að lognast út af??

Kannski eru einhverjir sem vilja vera með en fá ekki - og kannski eru einhverjir sem fá að vera með en vilja ekki.

Bíð bara spennt eftir fréttum ...........


atvinnulausir og ellilífeyrisþegar borga það sama - en þeir sem fá minni laun en atvinnulausir - vinna á lágmarkslaunum ??

Þetta er algjört óréttlæti !! Ég er að tala um lágmarkslaun sem sumir þurfa að þiggja, en væru betur settir á atvinnuleysisbótum.

Ég er ekki á móti atvinnuleysisbótum - langt frá því, en það er eitthvað að þegar maður "hefur það betra" á bótum en að vinna.

Lyfjakostnaður er eitthvað sem ég legg ekki í að ræða, man bara fyrir nokkrum árum þegar TR (Tryggingastofnun Ríkisins) borgaði blóðþrýstingslyfin, þá kostuðu þau mörgum sinnum það sem þau kosta núna. S.s ef TR tekur þátt í kostnaði þá kosta lyfin meira en annars - þetta er staðreynd.


mbl.is Sparnaður vegna lyfja um 1,6 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vona að eitthvað verði eftir fyrir mig ef......

.........  mér verður sagt upp á næsta ári. Þá á að segja upp 450 - 500 manns á LSH og ég get verið í þeim hóp eins og hver annar. Samt trúir maður því ekki. Ég trúi ekki að það eigi að leggja á hliðina allt það sem byggt hefur verið upp á LSH og skerða eigi þjónustu svona mikið.

En eitt er ég samt ánægð með - það er viðurkennt að þjónustan skerðist. Lengi hefur verið talað um að þjónustan eigi ekki að skerðast en nú er ekki hægt lengur að fara í felur með það. 

Mér finnst einnig mjög nauðsynlegt að spítalinn eigi að skilgreina hvaða þjónusta verður í boði - og hvað ekki.

Á morgun ætlar framkvæmdastjóri hitta okkur á minni deild ásamt mannauðsráðgjafa. Ég er með margar spurningar til þeirra - en þorir maður að spyrja spurninga? Þorir maður að segja sitt álit? Fer maður þá kannski efst á uppsagnarlistann?

Ef ég fæ að vita hvað mannauðsráðgjafi er og hvað hann gerir á LSH, þá segi ég ykkur, þ.e. ef ég þori að spyrja.

 


mbl.is 25 milljarðar í atvinnuleysisbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðun! Hvar var "ritskoðun" mbl.is fyrir síðustu kosningar?

Ég bara spyr. Þá var skrifað margt og mikið um nafngreinda menn, og margt miður fallegt. Maður fékk stundum í magann yfir orðbragðinu, þótt sumt hafi verið satt. Aðallega fannst mér ummmæli um DO og Ástþór vera hræðilegust.

Kannski var einhverjum bloggurum úthýst þá - bara þegjandi og hljóðalaust og engin umræða um það. En það sem skrifað hefur verið um "sjáandann" kemst ekki með tærnar þar sem "kosningaumræðan" hafði hælanna. Doktorinn er bara eins og "túnfífill" miðað við marga.

En by the way - hús sem þolir 12 á righter ! Sá sem þetta segir veit ekkert um þennan skala, en hann hefur margföldunaráhrif - man ekki hvað þetta heitir.  Ef jarðskjálfti upp á 12 kæmi hér, þá færi allt nema jarðskjálftahúsið og maður yrði einn eftir með Icesave! Hvað er varið í það?

Góða helgi alle sammen


Ég er búin að kjósa mig í 1. sætið!

... og þar er ekki nýliðun á ferð og engin loforð um þetta og hitt - ætla bara að vera ég áfram.  Allir fjölmiðlar eru morandi af þessum auglýsingum - kjóstu mig í þetta og hitt sætið - vantar nýliðun - geri þetta og hitt - en hvað er að marka þessar yfirlýsingar. Ekkert! Þegar fólkið er komið á þing þá kemur annað hljóð í skrokkinn. Hvað geta þessir væntanlegu þingmenn verið að lofa - hafa aldrei verið á þingi og vita ekkert hvernig þetta virkar. Hafa heldur ekkert fjármagn til að gera það sem þau vilja. En allavega hafa margir fjármagn til að auglýsa sig - með flottum myndum og rosa fyrirsögnum. Gangi þeim bara vel !!

Ég er allavega búin að fá leið á þessu og set bara sjálfan mig í 1. sætið - svo kaus ég þann fimmtuga í 2. sætið - hann er fínn þar, heldur engin nýliðun þar - þarf heldur ekki.

 


Bensínverð hefur LÆKKAÐ um 10% í dag - nema á Íslandi þar hækkar það

Nú þurfa olíukóngarnir að svara fyrir þessa verðhækkun, ekki spurning. Síðan í desember hefur dollarinn hækkað úr 122 kr. í 129 kr. og verð á olíutunnunni hefur LÆKKAÐ úr 44,5$ í 33,7$. Þannig að dæmið gengur ekki upp. 

Olíutunnan kostar 4347,3 ísl.kr. í dag en í desember s.l. kostaði hún  5,429 ísl.kr.

Skilur einhver hvers vegna bensínverð hækkar á Íslandi? Ekki ég Devil

Hvar er talsmaður neytenda? Og hvar er samkeppnisráð? Skeljungur og N1 hækka í dag - nota þeir sömu formúluna? Hækkar Olís þá í kvöld eða á morgun.

Við þurfum ekki þrjár stórar olíustöðvar með allri þessari yfirbyggingu. Þetta er rán og ekkert annað Bandit

Nú verðum við að segja STOPP.


mbl.is Verð á eldsneyti hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver hirðir mismuninn? Græðgi bensínjöfranna?

Nú vil ég fá reikniformúlu bensínstöðvanna uppá yfirborðið, hún getur ekki verið leyndarmál því félögin eru öll með sömu formúlu. En ég fór að reikna og komst að því að bensínverð hér lækkar ekki í samræmi við bensínverð "á erlendum mörkuðum".

Í sumar kostaði bensíntunnan 147$, dollarinn var þá 77 ísl. kr. þannig að bensíntunnan kostaði 11,319 ísl kr. Bensínlítrinn hér kostaði þá 179,90 kr.

Núna kostar bensíntunnan 44,5$ og dollarinn er á 122 ísl. kr. Þannig að í dag kostar bensíntunnan 5,429 kr. Bensínlítrinn hér kostar 141,4.

Lækkun tunnu er um 52% en lækkun á bensínverði er um 19%.

HVAR ER MISMUNURINN? 

HVER ER REIKNIFORMÚLA BENSÍNFÉLAGANNA?

Það verður að gera eitthvað í alvörunni, þeir geta ekki ALLIR verið með sama háa verðið og enginn segir neitt. Er kannski ennþá verið að borga forstjórunum ofurlaun? En laun forstjórana eru skv síðustu skattaskírslu þannig; forstjóri Olís fær mest: 2,960,410 kr. á mánuði. N1 borgar sínum forstjóra; 2,726,977 kr. á mánuði, en Skeljungur borgar minnst eða bara 2,514,040 kr.

VIÐ NEYTENDUR ÆTTUM AÐ MÓTMÆLA ÞESSU - LÁTA Í OKKUR HEYRA OG HÆTTA AÐ TAKA ÞÁTT Í ÞESSARI VITLEYSU ÞEYGJANDI OG HLJÓÐALAUST.


Tryggingarstofnun - til hamingju - þið eruð að standa ykkur

Gleðilegar fréttir sem ég fann á visisblogginu

Ég ætla að segja upp RÚV - tek ekki þátt í þessari vitleysu

Mér finnst RÚV fara yfir strikið með því að nota plús-rásina sem íþróttarás. Nei takk segi ég, enda horfi ég ekki á fótbolta. Hvað ætli mörg prósent þjóðarinnar horfi á fótboltann? Eru það nægilega margir til að réttlæta það að RÚV er undirlagt af fótbolta þessa daganna. Dropinn sem fyllir mælinn er að nota plús rásina líka, þeir geta ekki valið á milli leikja til að sýna beint, þá er bara plúsinn orðin íþróttarás.

Ég er á móti því að hafa ríkis-rás sem er í samkeppni við aðrar stöðvar, sem er ekki sanngjörn samkeppni, því við sem eigum sjónvarp erum skildug til að kaupa RÚV. Þetta væri eins og allir sem eiga póstkassa eða bréfalúgu væru skyldugir að kaupa ríkis-blaðið.

Á morgun hringi ég og segi upp áskrift af Ríkissjónvarpinu, tek ekki þátt í þessari vitleysu meir!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband