Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Það er til skýr lausn.....

Það þarf að hækka kaupið, það er svo augljóst. Lág laun er orsök manneklunnar, kaupið er kannski rúmlega atvinnuleysisbætur, er það boðlegt? 
mbl.is Staða heimaþjónustunnar metin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær grein eftir Guðmund Andra í Fréttablaðinu....

.... í dag um blessaðan borgarstjórann, sem ég held að sé haldinn fordómum gagnvart sínum eigin veikindum. Ef hann væri hjartasjúklingur þá hefði það komið strax fram og ekkert leyndó með það.

Starfsmannastefna......

LSH er rosalega flott í orði en ekki á borði. Mér finnst ég vera með rítinginn í bakinu. Nú þegar stutt er í að samningar verða lausir, þá á að segja upp hluta af ráðningarsamningi mínum með það að markmiði að ég skili meiri vinnu fyrir minni pening. Það kostar víst svo mikið að hafa mig í vinnu, samt eru launin mín lág og engan veginn í samræmi við menntun og reynslu. Það vantar einnig fólk til vinnu í minni stétt en samt hefur verið sett á ráðningarbann. Hvers konar vitleysa er þetta eiginlega? Það er víst fátt um svör. 

Svo þegar maður les starfsmannastefnuna þá þarf maður ógleðis-stillandi. Það vantar ekki fögur orð og fögur fyrirheit, en það nær ekki til mín sem starfsmanns. Kannski á þessi stefna bara við um yfirmenn, hver veit?


Heyrði ég rétt? Meiri afköst fyrir minni pening!

Þetta sagði einn sviðsstjóri Landspítala á Stöð 2 rétt í þessu, þegar verið var að fjalla um læknaritara. Hvers konar vitleysa er þetta? Geta stjórnendur spítalans bara sagt starfsfólkinu að vinna hraðar og það sé ekkert svigrúm til að borga meira.

Það verður skemmtilegt þegar samningar verða lausir, nú bráðlega. Ætli þetta verði svarið sem starfsfólkið fær: Við viljum meiri afköst fyrir minni pening.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband