Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
....tilheyra ekki atkvæðin sem þessi kona fékk Á-listanum? Þetta er algjörlega óskiljanlegt - Á-listinn fékk atkvæðin, ekki D-listinn.
Ég tek fram að ég þekki ekkert til í Rangárþingi ytra en svona er þetta líka á Alþingi - maður kýs einhvern flokk og vill að atkvæðið nýtist þar og þeirri stefnu sem þar ríkir. Mér þætti gaman að sjá hvar í lögum þessi "persónukjör" eru.
Þetta sýnir líka svart á hvítu að stjórnmálamenn hugsa bara um rassinn á sjálfum sér, ekki þá sem kusu þá.
Meirihlutinn fallinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 8. nóvember 2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mér finnst alltaf jafn skrítin þessi pólitík...... ekki bara pólitíkin í Garðinum.
Það er kosið eftir "flokkakerfi" þ.e. maður kýs flokk og stefnu hans, þótt auðvitað hafa einstaklingarnir í flokknum áhrif. En þegar fólkið í flokknum er komið í stjórn - er það þá óbundið flokknum? Getur bara farið í hvaða flokk sem er?
Á ekki "flokkurinn" sætið í bæjarstjórn - eða er það manneskjan sem var í flokknum????
Það væri mjög fróðlegt að sjá hvar í lögum það stendur að einstaklingurinn "eigi" sætið, hvort sem það er í bæjarstjórnum eða á Alþingi.
Ég hef oft velt þessu fyrir mér og ég tek það fram að ég þekki ekkert pólitíkina á Garðinum.
Pólitík hefur skemmt skólastarfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 17. maí 2012 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ég bara spyr!
Mér finnst komið að því að spyrja þá sem ráða s.s. ríkisvaldið - hvað vilja þeir fá fyrir peninginn sem þeir setja í Landspítalann. Aukning á þjónustu fyrir minni pening - hvernig getur það staðist?
Hvaða þjónustu á að veita á LSH? Hverjum á að sinna? Á að setja aldurstakmörk á sjúklinga? (samanber lokun líknardeildar fyrir aldraða). Það þarf hreinlega að fá á hreint hvað ríkisstjórnin vill í þessu máli.
Sparnaðurinn er að ganga út í öfgar að mínu mati.
Eina ferðina enn á starfsfólkið að vera hrætt um stöðu sína - hverjum verður sagt upp??
"Eins gott að haga sér vel svo manni verði ekki fyrst sagt upp"
Er hægt að láta starfsfólkið hlaupa enn hraðar? Er hægt að fækka starfsfólki þrátt fyrir aukna þjónustu?
Nei, ekki á minni deild. Það er ekki endalaust hægt að níðast á starfsfólkinu! Er ekki starfsfólkið mannauður og heilt batterí innan LSH sem sinnir því.
Getur ríkisvaldið sparað annars staðar? Já - t.d. sameinað sendiráð - hvað þarf mörg sendiráð á Norðurlöndum á tölvuöld? Mætti ekki fara að loka og sameina þar?
Allavega vona ég að LSH geti starfað sem alvöru sjúkrahús.
Stöðum á LSH fækkar um 85 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 13. október 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
...... einn daginn gubba ég !
6.ágúst í fyrra var bensínverð (shell) 198,5 kr. Þá kostaði tunnan af olíu 82$ og dollarinn var 117,2kr.
í dag er bensínverð (shell) 236 kr. Olíutunnan kostar 79,64$ og dollarinn er 118,4 kr
það munar 37,5 kr - svo segja þeir hjá olíufélögunum að álagning hafi ekki hækkað
hver trúir þessu??
ekki ég
eigið góða helgi
Olíuverð lækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 23. september 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
ég held að það þurfi að taka til í launamálum hjá "ríkinu" ef þetta er satt.
ég er ekki að segja að laun presta séu of há, en af hverju er ekki sömu laun fyrir svipað nám.
ég er t.d. með framhaldsnám í Háskóla og 29 ára starfsreynslu sem hjúkrunarfræðingur og mín laun eru langt fyrir neðan byrjunarlaun presta.
ég trúi þessu bara ekki - trúið þið þessu??
Ekki deilt um framkvæmdina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Föstudagur, 19. ágúst 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
... í fyrrasumar þá kom Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn með þessa hugmynd að breyta virðisaukaskattskerfinu okkar. Hækka skatt á matvælum í 14% og hækka skatt á bókum í 25,5%
Steingrímur fjármálaráðherra hefur kannski ekki þorað að breyta þessu þá..... en núna er hann hvort sem er með allt niðrum sig og getur kýlt á þetta.
Þetta er líka alveg í stíl við það sem ríkisstjórnin ætlaði að gera... eða hvað ??
http://www.sa.is/frettir/eldra/nr/4911/
http://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/50235/
Virðisaukaskattshækkun á mat? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Mánudagur, 8. ágúst 2011 (breytt kl. 21:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
í mars þegar eldsneytisverð erlendis var hærra en núna og dollarinn 115 kr. eins og nú þá var bensínverðið hjá Olíurisunum (Skeljungur, N1 og Olís) lægra en núna þ.e. 231,9 kr líterinn.
þetta er ótrúlegt - alltaf þegar olíuverð erlendis hækkar, þá hækka íslensku Risarnir, en eru lengi að lækka aftur. Auðvelt er að fylgjast með verðlaginu á
http://oil-price.net/dashboard.php?lang=en#TINY_CHART
Enn verra er að því hærra sem bensínverð hér er því meira fær Steingrímur í ríkissjóð - þannig að ríkisstjórnin hefur ekki efni á að gera neitt í málinu.
Forvitnilegt væri að vita hvort forstjórarnir séu enn á "ofurlaunum" - 3 milljónir á mánuði (af því þeir bera svo mikla ábyrgð).
Eldsneyti hækkar aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Fimmtudagur, 9. júní 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
........ eftir 70 þúsund atkvæði þá er niðurstaðan sú að það er 100,4% svörun. Er það löglegt ? Get ég kannski kært kosninguna ?? Það er í tísku að kæra allt sem hægt er
Nei bara grín
Vona bara að Moggamenn sjái sóma sinn í því að segja satt og rétt frá........ eða reikna rétt...... .. eða passa innsláttarvillur - það eru kannski ekki prófarkalesarar á vakt um helgar
57,7% hafna Icesave-lögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Sunnudagur, 10. apríl 2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
....... eða hvað ??
Vissulega hefur olían hækkað aðeins - en dollarinn hefur lækkað aftur, það kallar Olís víst breyting á gengi krónunnar.
Mér finnst alveg undarlegt hvað olíufélögin á Íslandi hækka alltaf sama daginn, síðast 3. des.
Er næstum því hlynnt ríkisrekstri með bensín - minni yfirbygging, en þessi yfirbygging kostar sitt því olíu"furstarnir" hjá Olís, Shell og N1 eru allir með um 3 milljónir á mánuði í laun.
Kannski er verið að ná inn fyrir "jólabónus" ??
Hafið það gott og keyrið varlega, ekki gefa í...... það kostar meira
Olís hækkaði um 5 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Þriðjudagur, 7. desember 2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
............ kannski var sá sami og þýðir stjörnuspánna að þýða úr "útlensku"
Breska samninganefndin hefur ekki umboð til að líta á hugmyndir íslendinga..... Til hvers var þá fundurinn ef bretarnir höfðu ekkert umboð? Er kannski komin tími til að "réttu bretarnir" komi til okkar á alvöru leynifund ??
Voru svo einhverjir "aðrir" bretar sem höfðu samband í afsökunartón?? Og vilja hafa leynifund - það er nú í anda ríkisstjórnarinnar, sem vill hafa Icesave málið allt í leyni, enginn má vita neitt.
Mín er sko orðin "pirrí pú" á þessu máli - fór alveg með mig að lesa svona "bull-frétt"
Leynifundur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Laugardagur, 27. febrúar 2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar