Færsluflokkur: Bloggar

vona bara að þetta sé ekki "búðasýning" eins og undanfarið....

.... en ég ætla ekki að fara þetta árið. Mér finnst þessi sýning hafa verið fyrst og fremst sölusýning;

maður borgar inn og svo skoðar maður "búðirnar" og "fjöldaframleiðslu". Verslanir eru mikið með bása þarna og eru bara að selja á næstum sama prís og í sjálfum verslununum.

Mér finnst vanta "handverkskonur" svona eins og mig Wink sem væru að "sýna" ekki selja.

 

 


mbl.is Handverkshátíð í Hrafnagili um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"auðveld" ganga á Esjuna

Auðveld gangaÉg fór í fyrsta sinn upp að Steini í dag, sem á að vera auðveld ganga samkvæmt skiltunum sem eru við göngustíginn. Mér fannst þetta ekki auðvelt, enda labba ég mest á jafnsléttu hérna á Álftanesinu.

Eftir þessa Esjugöngu er Helgafell "rúmlega hóll" - Mosfell og Úlfarsfell eru bara "hólar".

Í næstu viku er ég að fara í þýsku alpana að ganga - en það eru "auðveldar" göngur og mjög spennandi. Verð á fínu skíðahóteli með sauna og alles. Þetta er ferð fyrir fólk sem er "heilbrigt og getur hreyft sig" samkvæmt auglýsingu. Fyrst ég fór upp að steini á 88 mínútum þá get ég sett mig í þennan flokk - ekki satt?

Steinninn frægi


minna en 1% lækkun - er þetta frétt ??

NEI en það væri frétt ef lækkunin væri 8 krónur, sem væri í samræmi við verðlækkun erlendis og miðað við gengi dollars. Þeir eru bara að auka álagninguna hjá sér og eru samtaka í því.

Alltaf jafn skrítið að allir breyta verðinu hjá sér sama daginn og um sömu krónutölu...... 

ekki samráð - þeir eru bara samferða og samtaka - ekkert samræði hjá þeim Wink

Skrítið hvað ég get látið þetta fara í taugarnar á mér Shocking


mbl.is Eldneytisverð lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir lækka þá líklegast í dag.....

...... allavega ættu þeir að geta það - nema þeir vilji hækka ennþá meira álagninguna hjá sér.

Ef skoðuð er staðan um miðjan júní þegar bensínverð var 236,3 kr. hjá Shell þá var olíuverð per tunnu svipað og nú og dollarinn var líka tæplega 117 kr.

Núna er bensínið 8 kr. dýrara þrátt fyrir sömu forsendur - þeir hljóta að lækka í dag.

Þessi færsla er í boði Pollýönnu Cool

 


mbl.is Olía lækkar í verði á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

gisting í Mýrdalnum gefin upp í evrum......

....... ætli maður þurfi að borga í evrum eða hvað??

Svo kvarta þeir um "NOKKUR HUNDRUÐ MILLJÓNA TJÓN" sjá hér 

Spurning er hvort þetta séu milljónir evra eða milljónir króna ??

Og ef þeir í Mýrdalnum eru að tapa nokkur hundruð milljónum á ca 2 vikum þá hljóta þeir að græða í venjulegu árferði og borga af því skatt Blush

bara til gamans þá kostar ein nótt í Mýrdalnum fyrir einn 120 Evrur


spínat, pera, hvítlaukur og olía.....

.... henti þessu í blandarann og viti menn.............. æðislegt "mauk" sem ég set oná brauð í staðinn fyrir smjör. Nota þetta líka sem sósu með mat. Þetta er rosalega gott....... prófið bara.

 

Á myndinni er maukið komið í krukku .... fagurgrænt.pera_hvitlaukur_spinat_og_olia_003.jpg


ég þarf spark í rassinn...

til að koma mér út ........ og hreyfa mig REGLULEGA og NÆGILEGA. Ég fer að vísu 1-2 í viku í 40 mín en það er ekki nægilegt og kílóafjöldinn utan á mér er í meira magni en ég er ánægð með.

Ef ég ætti að ráðleggja öðrum þá hef ég fullt af hugmyndum að hvatningu - en þegar kemur að mér sjálfri.... þá gerist ekkert.

Það væri t.d. hægt að taka þátt í Ratleik Hafnarfjarðar - hellings labb og hreyfing sem þarf til að finna spjöldin, svo er þetta bara skemmtilegur leikur.

Það væri hægt að skrá hreyfinguna inná lífshlaupið.is og sjá hvað maður hreyfir sig mikið.

það væri hægt að setja sér markmið t.d. ganga 16 km á viku og monta sig svo á "facebook" eftir mánuðinn (búin að labba 64 km í júlí..)

Svo er hægt að umbuna sig eftir hvert kíló - út að borða eftir eitt kg eða fótabað.... eða hvað sem er. Og eftir þrjú kg þá (já það eru þrjú kíló sem þurfa að fara) getur maður gert eitthvað spes.

Af hverju er svona erfitt að hvetja sjálfan sig og sparka í rassinn á sjálfum sér. Ég sé alveg ávinninginn en það er bara eitthvað.... Þetta er samt alveg yfirstíganlegt - 3 kíló er ekkert rosalegt þó þau séu svooo föst á mér.

Jæja vinir hafið það gott og ef einhver á leið hér um þá væri gott að fá "spark í rassinn"

knús á línuna 

27561_113403438671699_4828_n_1094852.jpg


Vortónleikar í dag kl. 16

kvennak með ræturþessi stórglæsilegi kvennakór verður með vortónleika í

Hásölum í Hafnarfirði kl. 16 í dag.

Lagaval kórstjórans er skemmtilegt, íslensk lög eins og:

Lotning - Þjóðlag / Þjóðvísa / úts. Sigurður Rúnar Jónsson ( fyrir Tótu-börn )


Betlikerlingin - Sigvaldi Kaldalóns / Gestur Pálsson


Jónasarlög - Atli Heimir Sveinsson / Jónas Hallgrímsson
Ásta · Dalvísa · Úr Hulduljóðum · Heylóarvísa · Vorvísa

Eftir hlé verða m.a. lög frá Afríku með "bongótrommu" undirspili, negrasálmar og þjóðlag frá Trinidad.

Undirleikari er að vanda Antonía Hevesi.

Vona svo að allir hafi það gott - alla vega ætla ég að skemmta mér á tónleikunum í dag.

 


prjóna-æði

hvít spari peysa

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn

nú er bara prjónablogg..........

Þetta finnst mér rosalega flott peysa hjá mér og hún klæðir mig líka vel. Chilli garnið sem er efst (og neðst) er ekki lengur til í þessum "gráa" lit, því miður. Ég byrjaði efst að prjóna peysuna - það er svo þægilegt og auðvelt. Ermarnar eru "Quarts" svo hún er svolítið spari. Fyrst prjónaði ég ermarnar, en það kom ekki nógu vel út, prófaði bæði að hafa þær "útvíðar" og beinar. Þegar ég heklaði þær - þá urðu þær flottar!!

 

Mig langar að gera svipaða peysu úr þessum orange litum. Kitten framleiðir ekki lengur appelsínugult en ég keypti þetta á austfjörðum í fyrrasumar. Samba garnið er einhverskonar pelsa-garn og var keypt í Frankfurt í vetur.Garn þar er jafndýrt og hérna heima - allavega þegar evran er svona há.

 

orange


Það er eitthvað bogið við þetta......

........ eftir 70 þúsund atkvæði þá er niðurstaðan sú að það er 100,4% svörun. Er það löglegt ? Get ég kannski kært kosninguna ?? Það er í tísku að kæra allt sem hægt er Cool

Nei bara grín Whistling

Vona bara að Moggamenn sjái sóma sinn í því að segja satt og rétt frá........ eða reikna rétt...... .. eða passa innsláttarvillur - það eru kannski ekki prófarkalesarar á vakt um helgar Errm

 


mbl.is 57,7% hafna Icesave-lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband