Tónleikar í kvöld

Kvennakór Hafnarfjarðar verður með vortónleika í Hásölum Hafnarfirði í kvöld kl. 20. Hásalir er salur safnaðarheimilis Hafnarfjarðarkirkju.

Þetta verða fjölbreyttir og skemmtilegir tónleikar; íslensk lög og erlend, söngleikjalög, falleg "gæsahúðalög"...........

Miðaverð er aðeins 1500 og verða miðar seldir við innganginn. Stjórnandi er Erna Guðmundsdóttir og undirleikar er Antonia Hevesí, sem allir þekkja.

Skemmtilegir tónleikar - skemmtilegar konur - frábær skemmtun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var svo yndislegur tími, sem ég átti með ykkur, mun hugsa til ykkar í kvöld.

Annars datt mér í hug núna, veistu eitthvað hvað hann Halldór okkar, fyrrverandi stjórnandi, er að gera í dag?

En, gangi ykkur rosalega vel í kvöld!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Ásdís, takk fyrir að hugsa til okkar í kvöld.

Ég veit ekki hvað hann Halldór er að gera í dag - hef ekkert frétt af honum.

kveðjur til Eyja

Sigrún Óskars, 28.4.2009 kl. 18:08

3 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Góðan skemmtun. Of langt að fara fyrir mig þó svo hugurinn beri mig hálfa leið..... Er líka á vaktinni.

Guðrún Una Jónsdóttir, 28.4.2009 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband