Klukkan er eitt eftir hádegi þegar ég leggst uppí sófa og hugsa; ÓMG ég nenni engu - ætla aðeins að leggja mig. Þar sem ég ligg þá hvarflar hugurinn að þvottavélinni - skildi hún vera búin að þvo? Ætti kannski að hengja uppúr henni áður en ég legg mig?
Biddu nú við hugsa ég - ég hef nú eitthvað gert í morgun fyrst þvottavélin er í gangi. Fór yfir í huganum hvað ég hafði verið að gera um morguninn og það var bara slatti.
Eldaði mér hafragraut með rúsinum, prjónaði lopahúfuna fyrir Craig, sem ég var búin að fytja uppá, gekk frá endum og þvoði hana, þvoði klósettið á neðrihæðinni, tók handklæðin niður af snúrunni, braut saman og gekk frá þeim, þvoði eina stóra og hengdi upp og setti í aðra, tók eftir hvað útidyrahurðin var orðin grá - skellti tekkolíu á hana (þetta er tekkhurð) og fyrst ég var komin með olíuna þá skellti ég henni líka á borðið undir svölunum. Að lokum eldaði ég mér gurmé grænmetisrétt í hádeginu; grasker, gulrætur, zucchini og sveppi í niðursoðinni kókosmjólk og kryddi.
Ég var sem sagt södd eftir hádegismatinn þegar ég lagðist uppí sófa, búin að öllu þessu - fyrir utan að horfa á Bold and the beautiful, lesa moggann, senda tölvupósta og lesa póstinn minn, fá mér kaffi og .... , borða mandarínu .........
Einu sinni var mér sagt að maður hefur val um tvennt:
að byggja upp - eða að brjóta niður
en einhvernvegin er ég meira í þessu seinna, þótt mig langi að vera í þessu fyrra.
En ég lagði mig í klukkutíma - og byggði mig upp !!
Meginflokkur: Lífstíll | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Matur og drykkur | Þriðjudagur, 22. september 2009 (breytt kl. 15:29) | Facebook
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
- holmdish
- tigercopper
- liljabolla
- blavatn
- totad
- kruttina
- gunnagusta
- hlini
- christinemarie
- skordalsbrynja
- gudrununa
- hross
- vilma
- skelfingmodur
- jeg
- atvinnulaus
- saedishaf
- athena
- sigrunsigur
- maggatrausta
- elina
- bjarkitryggva
- bjarnihardar
- ingahel-matur
- curvychic
- gattin
- pensillinn
- songfuglinn
- audurproppe
- topplistinn
- gudrunjona
- hamingjustundir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Djísuss vinkona! Þú stendur á haus fram að hádegi og tekur sjálfa þig í bakaríið eftir hádegið fyrir "leti"......kæri kollega þú hefur algjörlega "misskilið" hugtakið og orðið LETI! Trúðu mér! Að lúra í rúminu og dorma yfir málganginu frá klukkan 08-12 á morgnana er LETI. Að nenna svo ekki að þvo nema eina þvottavél og hengja upp, ásamt því að taka úr uppþvottavélinni "eftir hádegi" er LETI. Að fresta ryksugun um einn sólarhring....eða tvo um leið og þú sest út í sólina á sólpallinn og snöflar í þig kaffi og kleinum er LETI! Svo kollega, klappa sér nú ærlega á bakið og HRÓSA fyrir "dugnaðinn" og taka sér tvöfalt lengri "uppbyngingarlúr" næst. Tiltektarkveðjur!
Sigríður Sigurðardóttir, 22.9.2009 kl. 20:03
Vá Sigrún þetta kallast að nota tímann sinn vel. Það hljóta að vera einhverjir galdrar þarna á bakvið afkastagetu þinni þennan morgun Þetta var lögleg leti e. hádegið Þú verður að gefa mér uppskriftina af hafragrautnum þínum með rúsínunum þennan morgun það hlítur að hafa verið eitthvað meira í grautnum en mjöl og rúsínur
Gurra (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 20:14
Vááá.....þér er sko ekki fisjað saman kona.... hvernig ferðu að þessu. ?????
Ég er sammála Guðríði ..... það hefur verið eitthvað meira í grautnum en mjöl og rúsínur.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.9.2009 kl. 20:54
stelpur - þetta eru engin stórverk - maður er t.d. 5 mínútur að þvo eitt klósett, kannski 10 mínútur að brjóta saman 10 handklæði og henda þeim oní skúffuna uppi á baði .......... grænmetisrétturinn er korters eldamennska.
Þið eruð örugglega jafn duglegar - við erum alltaf að gera eitthvað - tökum bara ekki eftir því - tökum bara eftir hvað við gerum ekki
Sigrún Óskars, 24.9.2009 kl. 13:25
Myndin sem þú varst að spyrja mig um er tekin á Hvammstanga í krambúð.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.9.2009 kl. 12:43
Góð Sigrún
Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2009 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.