"auðveld" ganga á Esjuna

Auðveld gangaÉg fór í fyrsta sinn upp að Steini í dag, sem á að vera auðveld ganga samkvæmt skiltunum sem eru við göngustíginn. Mér fannst þetta ekki auðvelt, enda labba ég mest á jafnsléttu hérna á Álftanesinu.

Eftir þessa Esjugöngu er Helgafell "rúmlega hóll" - Mosfell og Úlfarsfell eru bara "hólar".

Í næstu viku er ég að fara í þýsku alpana að ganga - en það eru "auðveldar" göngur og mjög spennandi. Verð á fínu skíðahóteli með sauna og alles. Þetta er ferð fyrir fólk sem er "heilbrigt og getur hreyft sig" samkvæmt auglýsingu. Fyrst ég fór upp að steini á 88 mínútum þá get ég sett mig í þennan flokk - ekki satt?

Steinninn frægi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Vá en hvað þú ert dugleg, góða ferð í Alpana, þetta verður spennandi ferð hjá þér. 

Ásdís Sigurðardóttir, 4.8.2011 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband