
Það er einn hlutur á heimilinu sem ræður því hvernig mér líður ......... eða réttara sagt ég læt þennan hlut ráða því.
Í morgun steig ég á þennan örlaga-hlut og "BING" dagurinn er ónýtur.
Mér finnst samt svolítið hallærislegt að láta þetta hafa svona áhrif á sig - en tvö og hálft kíló í yfirvigt er of mikið finnst mér og mér líður eins og heimurinn sé að farast. Lít sem snöggvast í spegilinn og sé hvað hárið er eitthvað ömurlegt, svo fínlegt og asnalegt, húðin framan í mér er sko alveg..............hvaða pokar eru þetta???
Ég er náttúrulega ekki í lagi !!
Mitt í þessum hugarórum þá reyni ég að hugsa eitthvað jákvætt - ég er jú bara venjuleg kona.
Ég á fínan kall sem er búin að vera með mér í yfir þrjá áratugi, börnin mín eru bæði í góðum málum og ég er svo stolt af þeim. Ég er í vinnu, á hús og bíl (bíla) og allt af öllu. Svo kann ég ýmislegt fyrir mér og hef skemmtileg áhugamál, sem ég get sinnt þrátt fyrir vigtina
Auðvitað á maður að vera ánægður með sig eins og maður er - en þessi auka kíló þurfa samt að fara og ég kann sko alveg aðferðina; borða minna-hreyfa sig meira.
Maður er bara það sem maður hugsar
think thin (don´t feel fat).
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Heilbrigðismál, Vinir og fjölskylda | Fimmtudagur, 26. ágúst 2010 | Facebook
Tenglar
vefslóðir
- Kvennakór Hafnarfjarðar Kvennakór Hafnarfjarðar - góður kór
- Sá fimmtugi Sá fimmtugi á facebook
- Gígjan Landsamband íslenskra kvennakóra
- Flottar veiðiflugur flugugallerí
- Olíuverð hægt að fylgjast með olíuverði
Börnin
Bloggvinir
-
holmdish
-
tigercopper
-
liljabolla
-
blavatn
-
totad
-
kruttina
-
gunnagusta
-
hlini
-
christinemarie
-
skordalsbrynja
-
gudrununa
-
hross
-
vilma
-
skelfingmodur
-
jeg
-
atvinnulaus
-
saedishaf
-
athena
-
sigrunsigur
-
maggatrausta
-
elina
-
bjarkitryggva
-
bjarnihardar
-
ingahel-matur
-
curvychic
-
gattin
-
pensillinn
-
songfuglinn
-
audurproppe
-
topplistinn
-
gudrunjona
-
hamingjustundir
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var að varfra um vefinn og rakst á þessa góðu færslu þína.
Takk fyrir góðan pistil að morgni dag.
Hólmfríður Pétursdóttir, 26.8.2010 kl. 10:50
Góð og jákvæð færsla, vertu bara dugleg að fara út að labba, það svínvirkar.
Ásdís Sigurðardóttir, 26.8.2010 kl. 13:10
Ásdís, var einmitt að koma úr göngu út á Bessastaðanesið, sá hringur tekur klukkutíma - hraðganga,
ég er ekkert smá dugleg
Sigrún Óskars, 26.8.2010 kl. 13:43
Mér sýnist nú þú vera mjög jákvæð og ánægð með hvað þú ert dugleg, hvað þarf meyra. Gangi þér vel.
Eyjólfur G Svavarsson, 26.8.2010 kl. 14:58
Eyjólfur, ég þarf að hafa mig alla við til að halda einhverri jákvæðni. Það er svo ekkert skrítið að ég sé ánægð með göngutúr dagsins - 6,8 km á klukkustund - hef verið svo ódugleg að ganga undanfarið.
Sigrún Óskars, 26.8.2010 kl. 17:54
þú ert flott kona, ég veit það sko. Sé þig oft !
Ég er í vondum málum, held að ég sé með 30 kg eða meir í yfirvigt !!
Ragnheiður , 26.8.2010 kl. 22:24
Æ, takk Ragnheiður. Vildi bara að ég sæi þig oftar !
En ég hef sko verið með 20 kg aukalega og ef þessi fáu kg fá að verða fleiri og fleiri þá enda þau í tuga kílóum.
Sigrún Óskars, 27.8.2010 kl. 08:56
Þú kannt þetta og ferð þetta með jákvæðu hugarfari..og kílóin fljúga burt!
Sigríður Sigurðardóttir, 7.9.2010 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.